Valur steig enn eitt skrefið í átt að Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna er Valsstúlkur pökkuðu KR saman, 7-0.
Valur er með fimm stiga forskot í deildinni og er orðið afar erfitt að sjá liðið klúðra því forskoti.
Úrslit dagsins:
Valur-KR 7-0
Kristín Ýr Bjarnadóttir 3, Björk Gunnarsdóttir 2, Dóra María Lárusdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir.
Breiðablik-Grindavík 4-2
Berglind Björg Þórvaldsdóttir 2, Harpa Þorsteinsdóttir 2 - Sarah McFadden, Elísabet Ósk Gunnarsdóttir.
Haukar-Afturelding 1-2
Sarah Lyons Jordan - Telma Þrastardóttir, Halldóra Dóra Birgisdóttir.
Upplýsingar um markaskorara fengnir frá fótbolti.net.