Nicolas Burdisso, varnarmaður Roma, vill meina að ekki sé öll von úti fyrir lið hans í titilbaráttunni á Ítalíu þó svo að liðið hafi gert markalaust jafntefli við AC Milan um helgina
„Við getum enn barist við Inter. Við verðum að halda áfram, Roma er í þriðja sæti og nú verður bara að koma í ljós hvað Inter-liðið gerir í næsta leik sínum sem er gegn Genoa.
„Við erum búnir að vera spila vel síðustu fimm mánuði en það er mikilvægt að hugsa bara um einn leik í einu," sagði Burdisso.