Herþjónusta Íslendinga í ESB? 3. september 2010 06:30 Samtök ungra bænda birtu stórar, myndskreyttar auglýsingar í dagblöðum 28. maí sl. Þar var mynd af vel vopnaðri, brynvarinni bifreið og undir henni orðin: Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópuherinn. Jafnframt var vitnað til ræðu, sem Angela Merkel kanslari Þýskalands var sögð hafa flutt nokkru áður, þ.e. 13. maí. Ekki er nú vinnan við þessa auglýsingu beysin, því 13. maí flutti kanslarinn, samkvæmt heimasíðu frúarinnar, aðeins eina ræðu. Hana hef ég þegar lesið, og þar er hvergi að finna tilvitnunina, sem á að gefa auglýsingunni þungavigtina. Þó að dagsetningin sé e.t.v. aðeins mistök þess, sem upplýsingarnar gaf, teljast þessi vinnubrögð vart traustvekjandi fyrir málefnastarf Samtaka ungra bænda, enda tilgangurinn sá einn að koma blekkingum inn í umræðuna. Þó að auglýsingin nefni ekki orðið „herskylda", er hún samt lævísleg tilraun til að vekja upp ótta hér á landi um að herskylda gæti orðið eitt af því, sem aðild að ESB leiddi af sér. Enda þótt aðeins 7 af 27 þjóðum ESB hafi herskyldu, þá eru þær þó með heri. Einhverjum hefur að vísu dottið í hug að koma upp sameiginlegum her innan ESB, en það er fjarlægur möguleiki og háður samþykki allra aðildarríkjanna. Eins og ég hef áður nefnt í grein um þessi mál, þá fengu Írar samþykkta ákveðna yfirlýsingu, áður en þeir samþykktu Lissabonsáttmálann. Sú yfirlýsing segir allt, sem við þurfum að vita um þessi mál. Þær kröfur, sem ESB myndi gera til okkar, hvað þennan málaflokk snertir, yrðu miklu minni en þær, sem NATO gerir í dag, enda er ESB ekki hernaðarbandalag. Í áður nefndri samþykkt koma einnig vel fram hugsjónir og göfug markmið samtakanna. Ég hef þegar aflað mér þessarar yfirlýsingar í íslenskri þýðingu og birti hana hér til að staðfesta skrif mín: C-HLUTI ÖRYGGIS- OG VARNARMÁL „Aðgerðir Evrópusambandsins á alþjóðavettvangi fylgja meginreglunni um lýðræði, réttarreglu, algild og ódeilanleg mannréttindi og mannfrelsi, virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnræðisreglunni og meginreglunni um samstöðu, sem og virðingu fyrir sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þjóðarétti. Sameiginleg stefna ESB í öryggis- og varnarmálum er óaðskiljanlegur hluti sameiginlegu stefnunnar í utanríkis- og öryggismálum og veitir ESB bolmagn til að takast á hendur verkefni utan ESB á sviði friðargæslu, forvarna gegn átökum og eflingar alþjóðaöryggis í samræmi við meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún gengur ekki gegn öryggis- og varnarmálastefnu aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, eða skuldbindingum neins aðildarríkis. Lissabon-sáttmálinn hefur ekki áhrif á eða gengur gegn hefðbundinni stefnu Írlands um hlutleysi í hernaði. Ef til hryðjuverkaárásar eða vopnaðra átaka kæmi á yfirráðasvæði aðildarríkis kæmi það í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, í anda samstöðu og án þess að það gengi gegn hefðbundinni stefnu þess um hlutleysi í hernaði, að ákveða hvers konar hjálp eða aðstoð því yrði veitt. Sérhver ákvörðun um að grípa til sameiginlegra varna krefst einróma ákvörðunar leiðtogaráðsins. Það kæmi í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og viðeigandi stjórnarskipuleg skilyrði sín, hvort gripið skuli til sameiginlegra varna eða ekki. Ekkert í þessum kafla hefur áhrif á eða gengur gegn stöðu eða stefnu neins aðildarríkis í öryggis- og varnarmálum. Það er einnig hvers aðildarríkis fyrir sig að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og lagaskilyrði sín, hvort það tekur þátt í varanlegu, skipulegu samstarfi eða gerist aðili að Varnarmálastofnun Evrópu. Í Lissabon-sáttmálanum er ekki kveðið á um stofnun evrópsks hers eða að kalla megi inn hermenn í hersveitir af neinu tagi." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Samtök ungra bænda birtu stórar, myndskreyttar auglýsingar í dagblöðum 28. maí sl. Þar var mynd af vel vopnaðri, brynvarinni bifreið og undir henni orðin: Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópuherinn. Jafnframt var vitnað til ræðu, sem Angela Merkel kanslari Þýskalands var sögð hafa flutt nokkru áður, þ.e. 13. maí. Ekki er nú vinnan við þessa auglýsingu beysin, því 13. maí flutti kanslarinn, samkvæmt heimasíðu frúarinnar, aðeins eina ræðu. Hana hef ég þegar lesið, og þar er hvergi að finna tilvitnunina, sem á að gefa auglýsingunni þungavigtina. Þó að dagsetningin sé e.t.v. aðeins mistök þess, sem upplýsingarnar gaf, teljast þessi vinnubrögð vart traustvekjandi fyrir málefnastarf Samtaka ungra bænda, enda tilgangurinn sá einn að koma blekkingum inn í umræðuna. Þó að auglýsingin nefni ekki orðið „herskylda", er hún samt lævísleg tilraun til að vekja upp ótta hér á landi um að herskylda gæti orðið eitt af því, sem aðild að ESB leiddi af sér. Enda þótt aðeins 7 af 27 þjóðum ESB hafi herskyldu, þá eru þær þó með heri. Einhverjum hefur að vísu dottið í hug að koma upp sameiginlegum her innan ESB, en það er fjarlægur möguleiki og háður samþykki allra aðildarríkjanna. Eins og ég hef áður nefnt í grein um þessi mál, þá fengu Írar samþykkta ákveðna yfirlýsingu, áður en þeir samþykktu Lissabonsáttmálann. Sú yfirlýsing segir allt, sem við þurfum að vita um þessi mál. Þær kröfur, sem ESB myndi gera til okkar, hvað þennan málaflokk snertir, yrðu miklu minni en þær, sem NATO gerir í dag, enda er ESB ekki hernaðarbandalag. Í áður nefndri samþykkt koma einnig vel fram hugsjónir og göfug markmið samtakanna. Ég hef þegar aflað mér þessarar yfirlýsingar í íslenskri þýðingu og birti hana hér til að staðfesta skrif mín: C-HLUTI ÖRYGGIS- OG VARNARMÁL „Aðgerðir Evrópusambandsins á alþjóðavettvangi fylgja meginreglunni um lýðræði, réttarreglu, algild og ódeilanleg mannréttindi og mannfrelsi, virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnræðisreglunni og meginreglunni um samstöðu, sem og virðingu fyrir sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þjóðarétti. Sameiginleg stefna ESB í öryggis- og varnarmálum er óaðskiljanlegur hluti sameiginlegu stefnunnar í utanríkis- og öryggismálum og veitir ESB bolmagn til að takast á hendur verkefni utan ESB á sviði friðargæslu, forvarna gegn átökum og eflingar alþjóðaöryggis í samræmi við meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún gengur ekki gegn öryggis- og varnarmálastefnu aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, eða skuldbindingum neins aðildarríkis. Lissabon-sáttmálinn hefur ekki áhrif á eða gengur gegn hefðbundinni stefnu Írlands um hlutleysi í hernaði. Ef til hryðjuverkaárásar eða vopnaðra átaka kæmi á yfirráðasvæði aðildarríkis kæmi það í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, í anda samstöðu og án þess að það gengi gegn hefðbundinni stefnu þess um hlutleysi í hernaði, að ákveða hvers konar hjálp eða aðstoð því yrði veitt. Sérhver ákvörðun um að grípa til sameiginlegra varna krefst einróma ákvörðunar leiðtogaráðsins. Það kæmi í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og viðeigandi stjórnarskipuleg skilyrði sín, hvort gripið skuli til sameiginlegra varna eða ekki. Ekkert í þessum kafla hefur áhrif á eða gengur gegn stöðu eða stefnu neins aðildarríkis í öryggis- og varnarmálum. Það er einnig hvers aðildarríkis fyrir sig að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og lagaskilyrði sín, hvort það tekur þátt í varanlegu, skipulegu samstarfi eða gerist aðili að Varnarmálastofnun Evrópu. Í Lissabon-sáttmálanum er ekki kveðið á um stofnun evrópsks hers eða að kalla megi inn hermenn í hersveitir af neinu tagi."
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun