Hverjir eiga auðlindina? Árni Sigfússon skrifar 11. ágúst 2010 06:00 Andstæðingar einkaframtaks í virkjanamálum gefa í skyn að einkaframtak, sérlega útlent einkaframtak, sé af hinu slæma í orkumálum. Þeir segja blákalt að verið sé að selja auðlindirnar frá Íslendingum og nefna dæmi HS orku í því sambandi. Ég vona að þeir sem þetta lesa fái betri innsýn í málið og geti leiðrétt þessi rangindi. Reykjanesbær og Grindavík eiga land og jarðhitaréttindi undir virkjunum HS orku á Reykjanesi. Sveitarfélögin hafa samið við HS orku um heimild til að nýta þessa orku með virkjunum á svæðinu gegn afgjaldi í hlutfalli við þá orku sem sköpuð er. Þetta gjald nemur árlega um 50 milljónum kr. og fer fljótlega í 70 milljónir á ári við fyrirhugaða stækkun virkjana. Fyrir gerð þessara samninga hafði verið innheimt mun lægra gjald hér á landi. Hvað er eðlilegur leigutími?Afnotatími HS orku af landi sveitarfélaganna var samþykktur til 65 ára með framlengingarrétti. Þannig er þetta heimilað í gildandi lögum og farið eftir þeim. Ósk iðnaðarráðherra um að stytta þennan tíma hefur verið vel tekið af Reykjanesbæ, Grindavík og HS orku. Þó er á það bent að rétt eins og fjölskylda byggir ekki hús sitt á lóð, sem óvíst er að verði leigð þeim áfram eftir t.d. 20 ár, gildir það enn frekar um tugmilljarða kr. virkjanir. Það þarf að tryggja eðlilegan afnotatíma. 65 ár með heimild til að semja um framlengingu var niðurstaða löggjafans, sem hann virðist nú vilja breyta. Við skulum ekki elta ólar við það en varast vitleysu í þessu máli. Hver ákveður hvort má virkja?Áður en virkjanirnar eru byggðar þarf heimild ríkisins fyrir þeim. Það er Orkustofnun sem ákveður hvar má virkja, hvað má virkja mikið og setur reglur um nýtingu viðkomandi svæðis. Hún fylgist svo með viðkomandi svæði til að tryggja að upptekt úr jarðvökva skaði ekki framtíðarmöguleika svæðisins. Það getur því enginn annar aðili, hvorki virkjanafyrirtækið né sveitarfélag, sem eigandi lands eða skipulagsaðili, ákveðið hvort megi virkja eða hvað mikið. Hver borgar virkjunina?Í stað þess að taka þátt í tugmilljarða kostnaði eða ábyrgðum vegna virkjana njóta nú sveitarfélögin auðlindagjalds fyrir afnot af landinu. Í tilfelli HS orku, var fyrirséð fyrir mörgum árum að sveitarfélögum, sem eigendum, væri ekki stætt á að fjármagna tug milljarða virkjanir til atvinnureksturs með skattfé eða lánaábyrgðum. Þess vegna þótti mikilvægt að fá einkafjármagn inn í virkjanareksturinn. Hver á land og auðlind?Þegar ríkið ákvað að selja sinn hluta í HS til einkaaðila fyrir 3 árum síðan, var ekki búið að tryggja að landið og auðlindin færi úr eigu HS. Því gat einkaaðili eignast land og auðlind. En þessu sá Reykjanesbær við með því að skilyrða sölu sína á hlut í HS orku við að þá seldi HS orka Reykjanesbæ landið og jarðhitaréttindin. Samhliða var gerður samningur um að HS orka leigði réttindin, enda þegar komnar virkjanir í hennar eigu á svæðin. Þá gerði Grindavíkurbær sambærilegan samning við HS orku. Nú eiga Grindavík og Reykjanesbær land og auðlind. Við þessa samninga tryggði Reykjanesbær sér einnig meirihluta í HS veitum, sem áður var stór hluti af HS fyrirtækinu. Þær sjá um að flytja og selja heitt og kalt vatn ásamt raforku til heimila og fyrirtækja. TækifærinGlitnir hafði leitt undirbúning að stofnun Geysis Green Energy árið 2007, sem skyldi vera framvörður Íslands í útrás tækniþekkingar á jarðvarmasviði. Kallað hafði verið til verkfræðifyrirtækja og sérfræðinga í jarðvarmavinnslu til samstarfs og eignarhalds í GGE. Þegar ríkið bauð eignarhlut sinn í HS til sölu bauð þetta fyrirtæki hæst. Tengsl útrásarvíkinga við fyrirtækið eftir efnahagshrunið hafa skyggt á þessa mikilvægu grunnhugmynd. GGE byggði á lánum og stóð afar veikt eftir bankahrunið. Kanadískur aðili, Ross Beaty, aðaleigandi Magma, með öfluga fjárhagsstöðu og sérfræðiþekkingu í jarðfræði, sýndi þá áhuga á að koma að HS orku. Hann hafði sterka sýn á tækifæri Íslands til markverðs framlags til umheimsins í útvegun endurnýjanlegrar orku víða um heim. Magma keypti hlut GGE í HS orku, auk hlutar Sandgerðis og Orkuveitunnar en inni í þeim hlut var eign Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Andstæðingar einkaframtaks í virkjanamálum gefa í skyn að einkaframtak, sérlega útlent einkaframtak, sé af hinu slæma í orkumálum. Þeir segja blákalt að verið sé að selja auðlindirnar frá Íslendingum og nefna dæmi HS orku í því sambandi. Ég vona að þeir sem þetta lesa fái betri innsýn í málið og geti leiðrétt þessi rangindi. Reykjanesbær og Grindavík eiga land og jarðhitaréttindi undir virkjunum HS orku á Reykjanesi. Sveitarfélögin hafa samið við HS orku um heimild til að nýta þessa orku með virkjunum á svæðinu gegn afgjaldi í hlutfalli við þá orku sem sköpuð er. Þetta gjald nemur árlega um 50 milljónum kr. og fer fljótlega í 70 milljónir á ári við fyrirhugaða stækkun virkjana. Fyrir gerð þessara samninga hafði verið innheimt mun lægra gjald hér á landi. Hvað er eðlilegur leigutími?Afnotatími HS orku af landi sveitarfélaganna var samþykktur til 65 ára með framlengingarrétti. Þannig er þetta heimilað í gildandi lögum og farið eftir þeim. Ósk iðnaðarráðherra um að stytta þennan tíma hefur verið vel tekið af Reykjanesbæ, Grindavík og HS orku. Þó er á það bent að rétt eins og fjölskylda byggir ekki hús sitt á lóð, sem óvíst er að verði leigð þeim áfram eftir t.d. 20 ár, gildir það enn frekar um tugmilljarða kr. virkjanir. Það þarf að tryggja eðlilegan afnotatíma. 65 ár með heimild til að semja um framlengingu var niðurstaða löggjafans, sem hann virðist nú vilja breyta. Við skulum ekki elta ólar við það en varast vitleysu í þessu máli. Hver ákveður hvort má virkja?Áður en virkjanirnar eru byggðar þarf heimild ríkisins fyrir þeim. Það er Orkustofnun sem ákveður hvar má virkja, hvað má virkja mikið og setur reglur um nýtingu viðkomandi svæðis. Hún fylgist svo með viðkomandi svæði til að tryggja að upptekt úr jarðvökva skaði ekki framtíðarmöguleika svæðisins. Það getur því enginn annar aðili, hvorki virkjanafyrirtækið né sveitarfélag, sem eigandi lands eða skipulagsaðili, ákveðið hvort megi virkja eða hvað mikið. Hver borgar virkjunina?Í stað þess að taka þátt í tugmilljarða kostnaði eða ábyrgðum vegna virkjana njóta nú sveitarfélögin auðlindagjalds fyrir afnot af landinu. Í tilfelli HS orku, var fyrirséð fyrir mörgum árum að sveitarfélögum, sem eigendum, væri ekki stætt á að fjármagna tug milljarða virkjanir til atvinnureksturs með skattfé eða lánaábyrgðum. Þess vegna þótti mikilvægt að fá einkafjármagn inn í virkjanareksturinn. Hver á land og auðlind?Þegar ríkið ákvað að selja sinn hluta í HS til einkaaðila fyrir 3 árum síðan, var ekki búið að tryggja að landið og auðlindin færi úr eigu HS. Því gat einkaaðili eignast land og auðlind. En þessu sá Reykjanesbær við með því að skilyrða sölu sína á hlut í HS orku við að þá seldi HS orka Reykjanesbæ landið og jarðhitaréttindin. Samhliða var gerður samningur um að HS orka leigði réttindin, enda þegar komnar virkjanir í hennar eigu á svæðin. Þá gerði Grindavíkurbær sambærilegan samning við HS orku. Nú eiga Grindavík og Reykjanesbær land og auðlind. Við þessa samninga tryggði Reykjanesbær sér einnig meirihluta í HS veitum, sem áður var stór hluti af HS fyrirtækinu. Þær sjá um að flytja og selja heitt og kalt vatn ásamt raforku til heimila og fyrirtækja. TækifærinGlitnir hafði leitt undirbúning að stofnun Geysis Green Energy árið 2007, sem skyldi vera framvörður Íslands í útrás tækniþekkingar á jarðvarmasviði. Kallað hafði verið til verkfræðifyrirtækja og sérfræðinga í jarðvarmavinnslu til samstarfs og eignarhalds í GGE. Þegar ríkið bauð eignarhlut sinn í HS til sölu bauð þetta fyrirtæki hæst. Tengsl útrásarvíkinga við fyrirtækið eftir efnahagshrunið hafa skyggt á þessa mikilvægu grunnhugmynd. GGE byggði á lánum og stóð afar veikt eftir bankahrunið. Kanadískur aðili, Ross Beaty, aðaleigandi Magma, með öfluga fjárhagsstöðu og sérfræðiþekkingu í jarðfræði, sýndi þá áhuga á að koma að HS orku. Hann hafði sterka sýn á tækifæri Íslands til markverðs framlags til umheimsins í útvegun endurnýjanlegrar orku víða um heim. Magma keypti hlut GGE í HS orku, auk hlutar Sandgerðis og Orkuveitunnar en inni í þeim hlut var eign Hafnarfjarðar.
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar