Handbolti

Haukarnir töpuðu fyrri leiknum á Spáni með tíu marka mun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurbergur Sveinsson var langmarkahæstur í Haukaliðinu.
Sigurbergur Sveinsson var langmarkahæstur í Haukaliðinu.
Íslandsmeistarar Hauka töpuðu í kvöld stórt í fyrri leik sínum á móti spænska liðinu Naturhouse La Rioja í átta liða úrslitum EHF-bikarins en Haukar leika báða leiki sína á Spáni um helgina.

Naturhouse La Rioja vann leikinn með tíu marka mun 34-24 eftir að hafa verið yfir, 15-9, í hálfleik.

Sigurbergur Sveinsson var langatkvæðamestur í Haukaliðinu en hann skoraði 12 mörk þar af fimm þeirra úr vítum. Freyr Brynjarsson og Guðmundur Árni Ólafsson skoruðu báðir þrjú mörk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×