Virðing Alþingis Pétur Bjarnason skrifar 3. júlí 2010 05:00 Bankahrunið hefur margvíslegar neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskt þjóðfélag. Ég vil treysta því að úr þeim erfiðleikum öllum sé verið að vinna. Þó er þar ein undantekning á. Virðing Alþingis, sem því miður var ekki svo beysin fyrir, laskaðist verulega í hruninu. Mér er nær að halda að það vantraust, sem almenningur ber til Alþingis og margra annarra yfirvalda, sé ein af alvarlegustu afleiðingum allra þessara mannlegu hamfara, sem gengið hafa yfir okkur undanfarin misseri. Og enginn virðist bera virðingu Alþingis fyrir brjósti. Að minnsta kosti eru þeir í miklum minnihluta, sem þangað eru kosnir, sem leggja eitthvað á sig til þess að rétta hlut sinnar stofnunnar gagnvart almenningi í landinu. Sá sandkassaleikur, sem stjórnarandstaðan hefur boðið upp á, þrátt fyrir alvarlega stöðu þjóðfélagsins og þær andlýðræðislegu málþófsaðgerðir, sem hún hefur gripið til og þar sem atburðir virðast m.a.s. vera tímasettir eins og stundatafla grunnskólanemenda, vekur viðbjóð alls venjulegs fólks, sem ekki er fyrirfram blindað af forheimskandi flokkshollustu. Ungir og fyrrum „efnilegir" landsfeðurkanditatar hafa orðið uppvísir að því að taka við skipunum um að tala og um hvað á að segja í hverju máli og skiptir þá engu hvaða skoðun viðkomandi þingmaður hefur sjálfur - ef um nokkuð slíkt er að ræða. Og þótt sjónum hér sé frekar beint að stjórnarandsstöðunni vegna þess að hún er í þeirri aðstöðu núna að geta skemmt mest fyrir stjórninni (les þjóðinni) og líka vegna þess að staða þjóðarinnar er alvarlegri en áður - m.a. þeim að kenna að verulegur leyti - þá er stjórnarmeirihlutinn lítið betri. Þeir eiga margir, sem mynda hann, ljóta sögu málþófsaðgerða og vinnubrögð á þingi, þar sem stórum og mikilvægum málum er dembt inn á þing á lokadögum þess, án þess að nokkur von sé til þess að þau fái faglega og vandaða umfjöllun. Og margumtalaður sýnileiki í vinnubrögðum er ennþá innihaldslaust hugtak fyrir allt venjulegt fólk. Nú vill maður trúa því að flestir og jafnvel allir alþingismenn hafi metnað til þess að láta gott af sér leiða og búi yfir hæfileikum til sjálfstæðrar hugsunar, þótt þess sjái alltof lítið stað. Því vil ég skora á þá alla að endurmeta stöðu sína. Átta sig á því að þeirra bíður mikilvægt verkefni að auka virðingu Alþingis og skapa því hærri sess meðal þjóðarinnar. Það kallar á ný og bætt vinnubrögð. Það kallar á að kasta af sér hjarðeðlinu og brjótast undan oki flokksforystu, sem ekki virðist sitja í háum söðli. Það kallar á að þingmenn setji hagsmuni þjóðarinnar í fyrsta sæti. Ekki eitthvað annað. Ég sé í blöðum að Pétur Blöndal Alþingismaður hugleiðir að segja af sér vegna aðstæðna, sem honum finnast ómögulegar. Ég verð því að láta þá skoðun mína í ljós að virðing Alþingis myndi enn frekar minnka við brotthvarf Péturs. Honum er hjarðeðlið ekki eins í blóð borið og flestum öðrum. Ég vona því að Pétur láti því ekki verða af hótun sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Sjá meira
Bankahrunið hefur margvíslegar neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskt þjóðfélag. Ég vil treysta því að úr þeim erfiðleikum öllum sé verið að vinna. Þó er þar ein undantekning á. Virðing Alþingis, sem því miður var ekki svo beysin fyrir, laskaðist verulega í hruninu. Mér er nær að halda að það vantraust, sem almenningur ber til Alþingis og margra annarra yfirvalda, sé ein af alvarlegustu afleiðingum allra þessara mannlegu hamfara, sem gengið hafa yfir okkur undanfarin misseri. Og enginn virðist bera virðingu Alþingis fyrir brjósti. Að minnsta kosti eru þeir í miklum minnihluta, sem þangað eru kosnir, sem leggja eitthvað á sig til þess að rétta hlut sinnar stofnunnar gagnvart almenningi í landinu. Sá sandkassaleikur, sem stjórnarandstaðan hefur boðið upp á, þrátt fyrir alvarlega stöðu þjóðfélagsins og þær andlýðræðislegu málþófsaðgerðir, sem hún hefur gripið til og þar sem atburðir virðast m.a.s. vera tímasettir eins og stundatafla grunnskólanemenda, vekur viðbjóð alls venjulegs fólks, sem ekki er fyrirfram blindað af forheimskandi flokkshollustu. Ungir og fyrrum „efnilegir" landsfeðurkanditatar hafa orðið uppvísir að því að taka við skipunum um að tala og um hvað á að segja í hverju máli og skiptir þá engu hvaða skoðun viðkomandi þingmaður hefur sjálfur - ef um nokkuð slíkt er að ræða. Og þótt sjónum hér sé frekar beint að stjórnarandsstöðunni vegna þess að hún er í þeirri aðstöðu núna að geta skemmt mest fyrir stjórninni (les þjóðinni) og líka vegna þess að staða þjóðarinnar er alvarlegri en áður - m.a. þeim að kenna að verulegur leyti - þá er stjórnarmeirihlutinn lítið betri. Þeir eiga margir, sem mynda hann, ljóta sögu málþófsaðgerða og vinnubrögð á þingi, þar sem stórum og mikilvægum málum er dembt inn á þing á lokadögum þess, án þess að nokkur von sé til þess að þau fái faglega og vandaða umfjöllun. Og margumtalaður sýnileiki í vinnubrögðum er ennþá innihaldslaust hugtak fyrir allt venjulegt fólk. Nú vill maður trúa því að flestir og jafnvel allir alþingismenn hafi metnað til þess að láta gott af sér leiða og búi yfir hæfileikum til sjálfstæðrar hugsunar, þótt þess sjái alltof lítið stað. Því vil ég skora á þá alla að endurmeta stöðu sína. Átta sig á því að þeirra bíður mikilvægt verkefni að auka virðingu Alþingis og skapa því hærri sess meðal þjóðarinnar. Það kallar á ný og bætt vinnubrögð. Það kallar á að kasta af sér hjarðeðlinu og brjótast undan oki flokksforystu, sem ekki virðist sitja í háum söðli. Það kallar á að þingmenn setji hagsmuni þjóðarinnar í fyrsta sæti. Ekki eitthvað annað. Ég sé í blöðum að Pétur Blöndal Alþingismaður hugleiðir að segja af sér vegna aðstæðna, sem honum finnast ómögulegar. Ég verð því að láta þá skoðun mína í ljós að virðing Alþingis myndi enn frekar minnka við brotthvarf Péturs. Honum er hjarðeðlið ekki eins í blóð borið og flestum öðrum. Ég vona því að Pétur láti því ekki verða af hótun sinni.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun