Virðing Alþingis Pétur Bjarnason skrifar 3. júlí 2010 05:00 Bankahrunið hefur margvíslegar neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskt þjóðfélag. Ég vil treysta því að úr þeim erfiðleikum öllum sé verið að vinna. Þó er þar ein undantekning á. Virðing Alþingis, sem því miður var ekki svo beysin fyrir, laskaðist verulega í hruninu. Mér er nær að halda að það vantraust, sem almenningur ber til Alþingis og margra annarra yfirvalda, sé ein af alvarlegustu afleiðingum allra þessara mannlegu hamfara, sem gengið hafa yfir okkur undanfarin misseri. Og enginn virðist bera virðingu Alþingis fyrir brjósti. Að minnsta kosti eru þeir í miklum minnihluta, sem þangað eru kosnir, sem leggja eitthvað á sig til þess að rétta hlut sinnar stofnunnar gagnvart almenningi í landinu. Sá sandkassaleikur, sem stjórnarandstaðan hefur boðið upp á, þrátt fyrir alvarlega stöðu þjóðfélagsins og þær andlýðræðislegu málþófsaðgerðir, sem hún hefur gripið til og þar sem atburðir virðast m.a.s. vera tímasettir eins og stundatafla grunnskólanemenda, vekur viðbjóð alls venjulegs fólks, sem ekki er fyrirfram blindað af forheimskandi flokkshollustu. Ungir og fyrrum „efnilegir" landsfeðurkanditatar hafa orðið uppvísir að því að taka við skipunum um að tala og um hvað á að segja í hverju máli og skiptir þá engu hvaða skoðun viðkomandi þingmaður hefur sjálfur - ef um nokkuð slíkt er að ræða. Og þótt sjónum hér sé frekar beint að stjórnarandsstöðunni vegna þess að hún er í þeirri aðstöðu núna að geta skemmt mest fyrir stjórninni (les þjóðinni) og líka vegna þess að staða þjóðarinnar er alvarlegri en áður - m.a. þeim að kenna að verulegur leyti - þá er stjórnarmeirihlutinn lítið betri. Þeir eiga margir, sem mynda hann, ljóta sögu málþófsaðgerða og vinnubrögð á þingi, þar sem stórum og mikilvægum málum er dembt inn á þing á lokadögum þess, án þess að nokkur von sé til þess að þau fái faglega og vandaða umfjöllun. Og margumtalaður sýnileiki í vinnubrögðum er ennþá innihaldslaust hugtak fyrir allt venjulegt fólk. Nú vill maður trúa því að flestir og jafnvel allir alþingismenn hafi metnað til þess að láta gott af sér leiða og búi yfir hæfileikum til sjálfstæðrar hugsunar, þótt þess sjái alltof lítið stað. Því vil ég skora á þá alla að endurmeta stöðu sína. Átta sig á því að þeirra bíður mikilvægt verkefni að auka virðingu Alþingis og skapa því hærri sess meðal þjóðarinnar. Það kallar á ný og bætt vinnubrögð. Það kallar á að kasta af sér hjarðeðlinu og brjótast undan oki flokksforystu, sem ekki virðist sitja í háum söðli. Það kallar á að þingmenn setji hagsmuni þjóðarinnar í fyrsta sæti. Ekki eitthvað annað. Ég sé í blöðum að Pétur Blöndal Alþingismaður hugleiðir að segja af sér vegna aðstæðna, sem honum finnast ómögulegar. Ég verð því að láta þá skoðun mína í ljós að virðing Alþingis myndi enn frekar minnka við brotthvarf Péturs. Honum er hjarðeðlið ekki eins í blóð borið og flestum öðrum. Ég vona því að Pétur láti því ekki verða af hótun sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Bankahrunið hefur margvíslegar neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskt þjóðfélag. Ég vil treysta því að úr þeim erfiðleikum öllum sé verið að vinna. Þó er þar ein undantekning á. Virðing Alþingis, sem því miður var ekki svo beysin fyrir, laskaðist verulega í hruninu. Mér er nær að halda að það vantraust, sem almenningur ber til Alþingis og margra annarra yfirvalda, sé ein af alvarlegustu afleiðingum allra þessara mannlegu hamfara, sem gengið hafa yfir okkur undanfarin misseri. Og enginn virðist bera virðingu Alþingis fyrir brjósti. Að minnsta kosti eru þeir í miklum minnihluta, sem þangað eru kosnir, sem leggja eitthvað á sig til þess að rétta hlut sinnar stofnunnar gagnvart almenningi í landinu. Sá sandkassaleikur, sem stjórnarandstaðan hefur boðið upp á, þrátt fyrir alvarlega stöðu þjóðfélagsins og þær andlýðræðislegu málþófsaðgerðir, sem hún hefur gripið til og þar sem atburðir virðast m.a.s. vera tímasettir eins og stundatafla grunnskólanemenda, vekur viðbjóð alls venjulegs fólks, sem ekki er fyrirfram blindað af forheimskandi flokkshollustu. Ungir og fyrrum „efnilegir" landsfeðurkanditatar hafa orðið uppvísir að því að taka við skipunum um að tala og um hvað á að segja í hverju máli og skiptir þá engu hvaða skoðun viðkomandi þingmaður hefur sjálfur - ef um nokkuð slíkt er að ræða. Og þótt sjónum hér sé frekar beint að stjórnarandsstöðunni vegna þess að hún er í þeirri aðstöðu núna að geta skemmt mest fyrir stjórninni (les þjóðinni) og líka vegna þess að staða þjóðarinnar er alvarlegri en áður - m.a. þeim að kenna að verulegur leyti - þá er stjórnarmeirihlutinn lítið betri. Þeir eiga margir, sem mynda hann, ljóta sögu málþófsaðgerða og vinnubrögð á þingi, þar sem stórum og mikilvægum málum er dembt inn á þing á lokadögum þess, án þess að nokkur von sé til þess að þau fái faglega og vandaða umfjöllun. Og margumtalaður sýnileiki í vinnubrögðum er ennþá innihaldslaust hugtak fyrir allt venjulegt fólk. Nú vill maður trúa því að flestir og jafnvel allir alþingismenn hafi metnað til þess að láta gott af sér leiða og búi yfir hæfileikum til sjálfstæðrar hugsunar, þótt þess sjái alltof lítið stað. Því vil ég skora á þá alla að endurmeta stöðu sína. Átta sig á því að þeirra bíður mikilvægt verkefni að auka virðingu Alþingis og skapa því hærri sess meðal þjóðarinnar. Það kallar á ný og bætt vinnubrögð. Það kallar á að kasta af sér hjarðeðlinu og brjótast undan oki flokksforystu, sem ekki virðist sitja í háum söðli. Það kallar á að þingmenn setji hagsmuni þjóðarinnar í fyrsta sæti. Ekki eitthvað annað. Ég sé í blöðum að Pétur Blöndal Alþingismaður hugleiðir að segja af sér vegna aðstæðna, sem honum finnast ómögulegar. Ég verð því að láta þá skoðun mína í ljós að virðing Alþingis myndi enn frekar minnka við brotthvarf Péturs. Honum er hjarðeðlið ekki eins í blóð borið og flestum öðrum. Ég vona því að Pétur láti því ekki verða af hótun sinni.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun