Föðurlandsást og þjóðernisstefna 21. ágúst 2010 06:00 Það getur verið erfitt að vera þjóðernissinni í dag. Oft er sett samasemmerki á milli þjóðernisstefnu og fasisma. Þeir sem helst gagnrýna þjóðernissinna eru þeirrar skoðunar að best sé að þurrka út allt þjóðerni og eitt tungumál eigi að duga öllu mannkyni. Þetta eru ef til vill göfugar skoðanir að mati sumra en óásættanlegar fyrir aðra. Því miður hefur Þjóðernissósíalistaflokkur nasista í Þýskalandi (Nasistaflokkurinn) komið þessu óorði á þjóðernisstefnuna. En er það sanngjarnt? Nei, ekki að mínu mati. Þótt nasistarnir hafi skreytt sig með þessum nöfnum, þjóðerni og sósíalisma og stolið Þórshamrinum okkar og gert úr honum hakakrossinn, átti tilurð og stefna þessa flokks ekkert sameiginlegt með þeim hugtökum. Maður getur einnig spurt sig hvort Alþýðuflokkurinn gamli hafa átt nokkurn einkarétt á að nota nafn alþýðunnar á sínum stjórnmálaflokki. Alþýðan flykkti sér ekki um þann flokk. Sama má segja um Alþýðubandalagið og ekki voru allir sósíalistar og jafnaðarmenn einhuga um að styðja þessa flokka. Það er auðvitað rannsóknarefni fyrir stjórnmálafræðinga og þjóðfræðinga að svara því hvernig á því stendur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið yfirburðaflokkur á Íslandi svona lengi. Jafnvel í dag þótt honum sé að mestu kennt um hrunið. Það út af fyrir sig þýðir ekki að hrunið sé honum einum um að kenna. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eiga sinn þátt í því, einnig þeir sem nú hafa skipt um nafn. En það er ekki á dagskrá í þessari grein. Tilurð þessarar greinar er áróður andstæðinga þjóðernisstefnu sem veður uppi í vaxandi mæli í fjölmiðlum í dag. Það er eins og fjölmiðlunum finnist þetta vera í lagi og það eigi rétt á sér og taki þannig undir áróður þessara hópa gegn þjóðernisstefnu sem einhvers konar öfgastefnu. Við þjóðernissinnar erum oft kallaðir fasistar og kynþáttahatarar þótt ekkert sé að finna í okkar hugsjónum sem bendir til þess enda er það eingöngu ást á landi okkar og þjóð sem að baki stendur. Þegar ég var í barnaskóla á Grímstaðaholtinu í byrjun stríðs, þá hófst skólinn á því að allir nemendurnir stóðu upp og sungu ættjarðarlag. Íslenski fáninn var alltaf hafður uppi í þessum skóla. Þetta þætti víst vera hallærislegt í dag en það lýsir einnig því hvernig hugarfarið hefur breyst og hve skólarnir leggja litla áherslu á þjóðernið og menningu þjóðarinnar. Það er jafnvel talað um það að íslenskukennslu sé ábótavant, jafnvel í háskólum landsins. Eftir því sem ég hef komist að í samtölum við skólabörn og ungmenni þá fer ekki mikið fyrir kennslu í sögu og menningu þjóðarinnar í skólum í dag. Er þetta í lagi? Ég bara spyr. Ef við viljum halda áfram að vera sérstök þjóð með eigið tungumál og menningu, þá þarf að verða breyting hér á. Menntamálayfirvöld verða að taka til hendinni. Ég tala nú ekki um það ef við verðum svo ógæfusöm að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Þá mun bæði þjóðerni og tunga hverfa á einni öld, er ég hræddur um. Íslendingar! Hugsið! Hvað viljið þið? Takið afstöðu! Látið í ykkur heyra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það getur verið erfitt að vera þjóðernissinni í dag. Oft er sett samasemmerki á milli þjóðernisstefnu og fasisma. Þeir sem helst gagnrýna þjóðernissinna eru þeirrar skoðunar að best sé að þurrka út allt þjóðerni og eitt tungumál eigi að duga öllu mannkyni. Þetta eru ef til vill göfugar skoðanir að mati sumra en óásættanlegar fyrir aðra. Því miður hefur Þjóðernissósíalistaflokkur nasista í Þýskalandi (Nasistaflokkurinn) komið þessu óorði á þjóðernisstefnuna. En er það sanngjarnt? Nei, ekki að mínu mati. Þótt nasistarnir hafi skreytt sig með þessum nöfnum, þjóðerni og sósíalisma og stolið Þórshamrinum okkar og gert úr honum hakakrossinn, átti tilurð og stefna þessa flokks ekkert sameiginlegt með þeim hugtökum. Maður getur einnig spurt sig hvort Alþýðuflokkurinn gamli hafa átt nokkurn einkarétt á að nota nafn alþýðunnar á sínum stjórnmálaflokki. Alþýðan flykkti sér ekki um þann flokk. Sama má segja um Alþýðubandalagið og ekki voru allir sósíalistar og jafnaðarmenn einhuga um að styðja þessa flokka. Það er auðvitað rannsóknarefni fyrir stjórnmálafræðinga og þjóðfræðinga að svara því hvernig á því stendur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið yfirburðaflokkur á Íslandi svona lengi. Jafnvel í dag þótt honum sé að mestu kennt um hrunið. Það út af fyrir sig þýðir ekki að hrunið sé honum einum um að kenna. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eiga sinn þátt í því, einnig þeir sem nú hafa skipt um nafn. En það er ekki á dagskrá í þessari grein. Tilurð þessarar greinar er áróður andstæðinga þjóðernisstefnu sem veður uppi í vaxandi mæli í fjölmiðlum í dag. Það er eins og fjölmiðlunum finnist þetta vera í lagi og það eigi rétt á sér og taki þannig undir áróður þessara hópa gegn þjóðernisstefnu sem einhvers konar öfgastefnu. Við þjóðernissinnar erum oft kallaðir fasistar og kynþáttahatarar þótt ekkert sé að finna í okkar hugsjónum sem bendir til þess enda er það eingöngu ást á landi okkar og þjóð sem að baki stendur. Þegar ég var í barnaskóla á Grímstaðaholtinu í byrjun stríðs, þá hófst skólinn á því að allir nemendurnir stóðu upp og sungu ættjarðarlag. Íslenski fáninn var alltaf hafður uppi í þessum skóla. Þetta þætti víst vera hallærislegt í dag en það lýsir einnig því hvernig hugarfarið hefur breyst og hve skólarnir leggja litla áherslu á þjóðernið og menningu þjóðarinnar. Það er jafnvel talað um það að íslenskukennslu sé ábótavant, jafnvel í háskólum landsins. Eftir því sem ég hef komist að í samtölum við skólabörn og ungmenni þá fer ekki mikið fyrir kennslu í sögu og menningu þjóðarinnar í skólum í dag. Er þetta í lagi? Ég bara spyr. Ef við viljum halda áfram að vera sérstök þjóð með eigið tungumál og menningu, þá þarf að verða breyting hér á. Menntamálayfirvöld verða að taka til hendinni. Ég tala nú ekki um það ef við verðum svo ógæfusöm að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Þá mun bæði þjóðerni og tunga hverfa á einni öld, er ég hræddur um. Íslendingar! Hugsið! Hvað viljið þið? Takið afstöðu! Látið í ykkur heyra!
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun