Elísabet Fritzl hefur nýtt líf Óli Tynes skrifar 22. nóvember 2010 14:47 Þessi mynd er af Elísabetu 18 ára skömmu áður en faðirinn lokaði hana inni. Engin mynd hefur verið birt af henni eftir 24 ára fangavist. Elísabet Fritzl sem faðirinn hélt fanginni í kjallarakompu í 24 ár er samámsaman að venjast því að lifa eðlilegu lífi. Hún er fjárhagslega sjálstæð eftir að hafa fengið bætur bæði frá stjórnvöldum og fjölmiðlum og hefur keypt sér hús í sveitaþorpi skammt frá heimabænum Amstetten. Býr með lífverði sínum Þar búa með henni börnin sex sem hún eignaðist með föður sínum. Elísabet sem er 44 ára gömul varð ástfangin af einum lífvarða sinna sem er 23 árum yngri en hún. Hann býr einnig með henni í húsinu. Elísabet og börn hennar fengu öll ný nöfn áður en þau yfirgáfu sjúkrahúsið þar sem þau dvöldu fyrstu mánuðina eftir að þau losnuðu úr prísundinni. Fjölmiðlum hefur verið bannað að birta nýju nöfnin og heimilisfang fjölskyldunnar. Eftirlitsmyndavélar vakta húsið úr öllum áttum og ef þar sjást einhverjir grunsamlegir á kreiki er lögreglan fljót á vettvang. Nágrannarnir vita hver fjölskyldan er og einnig þeir hafa ópinbert eftirlit með henni. Börnin öll í skóla Börnin sex eru á aldrinum sex til 21. árs. Þau ganga öll í skóla. Elísabet ól þrjú barnanna upp í kjallaranum en hin þrjú tók Jósef Fritzl, faðirinn, af henni skömmu eftir að þau fæddust. Hann hafði búið til þá sögu að Elísabet hefði stungið af frá heimilinu en skilað þessum börnum á tröppurnar á húsi foreldranna. Þau ólust upp hjá honum og Rosemarie konu hans. Öll saman -nema Jósef Danska vefritið bt.dk segir að svo virðist sem Elísabet sé að sættast við móðir sína. Hún hafi fyrst talið víst að Rosemarie hefði vitað af fangelsuninni. Nú sé hún farin að trúa því að svo hafi ekki verið. Börnin sem ólust upp hjá ömmu sinni og afa/föður una sér vel hjá Elísabet og systkinum sínum. Fjölskyldan virðist því loks vera að sameinast. Að frátöldum auðvitað Jósef Fritzl sem afplánar lífstíðar fangelsisdóm. Austurríki Mál Josef Fritzl Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Elísabet Fritzl sem faðirinn hélt fanginni í kjallarakompu í 24 ár er samámsaman að venjast því að lifa eðlilegu lífi. Hún er fjárhagslega sjálstæð eftir að hafa fengið bætur bæði frá stjórnvöldum og fjölmiðlum og hefur keypt sér hús í sveitaþorpi skammt frá heimabænum Amstetten. Býr með lífverði sínum Þar búa með henni börnin sex sem hún eignaðist með föður sínum. Elísabet sem er 44 ára gömul varð ástfangin af einum lífvarða sinna sem er 23 árum yngri en hún. Hann býr einnig með henni í húsinu. Elísabet og börn hennar fengu öll ný nöfn áður en þau yfirgáfu sjúkrahúsið þar sem þau dvöldu fyrstu mánuðina eftir að þau losnuðu úr prísundinni. Fjölmiðlum hefur verið bannað að birta nýju nöfnin og heimilisfang fjölskyldunnar. Eftirlitsmyndavélar vakta húsið úr öllum áttum og ef þar sjást einhverjir grunsamlegir á kreiki er lögreglan fljót á vettvang. Nágrannarnir vita hver fjölskyldan er og einnig þeir hafa ópinbert eftirlit með henni. Börnin öll í skóla Börnin sex eru á aldrinum sex til 21. árs. Þau ganga öll í skóla. Elísabet ól þrjú barnanna upp í kjallaranum en hin þrjú tók Jósef Fritzl, faðirinn, af henni skömmu eftir að þau fæddust. Hann hafði búið til þá sögu að Elísabet hefði stungið af frá heimilinu en skilað þessum börnum á tröppurnar á húsi foreldranna. Þau ólust upp hjá honum og Rosemarie konu hans. Öll saman -nema Jósef Danska vefritið bt.dk segir að svo virðist sem Elísabet sé að sættast við móðir sína. Hún hafi fyrst talið víst að Rosemarie hefði vitað af fangelsuninni. Nú sé hún farin að trúa því að svo hafi ekki verið. Börnin sem ólust upp hjá ömmu sinni og afa/föður una sér vel hjá Elísabet og systkinum sínum. Fjölskyldan virðist því loks vera að sameinast. Að frátöldum auðvitað Jósef Fritzl sem afplánar lífstíðar fangelsisdóm.
Austurríki Mál Josef Fritzl Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira