Um forsendur breytinga á innritun nýnema 4. febrúar 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir svarar opnu Danivals S. Hjaltasonar og Blængs Blængssonar Ný lög voru sett um leik-, grunn- og framhaldsskóla árið 2008. Tvær veigamiklar breytingar voru innleiddar með þeim. Annars vegar voru samræmd lokapróf felld niður og réttur ólögráða ungmenna til skólavistar í framhaldsskólum lögfestur. Nú skal innritun í framhaldsskóla byggð á fjölbreyttu námsmati úr grunnskóla og öðrum þáttum sem miða að því að nemendur hafi nægan undirbúning til að takast á við nám á viðkomandi námsbraut. Með því að lögfesta fræðsluskyldu til 18 ára þurfti að gera auknar kröfur um fjölbreytt nám og að framhaldsskólinn þjónaði sínu nærumhverfi meira en áður. Unnið er að endurbótum á fyrirkomulagi innritunar í þessum anda. Það verður meðal annars gert með því að auka samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritunina. Ráðgjöf við nemendur í grunnskólum verður með því markvissari sem mun með öðru auðvelda þeim inngöngu í framhaldsskóla að loknu skyldunámi. Í vor verður í fyrsta sinn forinnritun fyrir nýnema úr 10. bekk í framhaldsskóla. Hún fer fram dagana 12.-16. apríl. Þeir eiga þá að velja námsbraut og tvo skóla, aðal- og varaskóla. Til að tryggja rétt til skólavistar verður framhaldsskólum gert skylt að veita nemendum af tilteknu svæði forgang að skólavist hafi þeir staðist inntökuskilyrði. Í framhaldi forinnritunar er hægt að sjá hvernig umsóknir dreifast á námsbrautir og skóla og til hvaða aðgerða þarf að grípa til þess að nemendur fái þá úrlausn sem best hentar. Að loknum skólaslitum í vor verður lokavitnisburður nemenda sendur til þess skóla sem þeir sóttu um sem fyrra val. Nemendum gefst þá einnig frestur til þess að endurskoða umsókn sína dagana 7.-11. júní. Nemendur sem búa á svæði skóla munu þannig eiga forgang til inngöngu á þær námsbrautir sem þar eru í boði ef þeir standast inntökuskilyrði. Framhaldsskólar eiga fyrst að innrita þá sem á svæði þeirra búa, hafa staðist skilyrði og sækja um viðkomandi skóla sem aðal- eða varaval. Framhaldsskólum ber að innrita eigi minna en 45% nemenda af sínu svæði sem standast inntökuskilyrði og sækja um skólann. Þetta eru ekki íþyngjandi ákvæði og langflestir framhaldsskóla uppfylla þegar þetta ákvæði. Eftir sem áður geta skólar ráðstafað meira en helmingi sæta sinna til annarra nemenda. Nemendur af landsbyggðinni sækja mjög lítið til Reykjavíkur nema í sérhæft nám. Einungis 8% þeirra sem byrjuðu í reykvískum framhaldsskólum sl. vor komu utan af landi. Nýnemar geta því nú sem hingað til sótt um þær námsbrautir og skóla er hugur þeirra stendur til ef þeir telja líklegt að þeir uppfylli inntökuskilyrði. Val á svæðisskóla í fyrst eða öðru vali á hins vegar að greiða eins og unnt er fyrir því að nýnemar fái skólavist í öðrum þeirra skóla er þeir sækja um. Með þessu móti verður ákvæðum laga um rétt ólögráða nemenda til skólavistar best sinnt. Samræmdu lokaprófin þjónuðu ekki öllum meginmarkmiðum grunnskóla. þau voru fyrst og fremst inntökupróf í framhaldsskóla. Margt bendir til þess að heppilegra sé að samræmdu könnunarprófin verði lögð fyrir í lok 9. bekkjar til að skapa meiri samfellu og að kennarar geti nýtt lokaárið í grunnskóla betur til að vinna úr niðurstöðum prófanna í samvinnu við nemendur og foreldra. Mikilvægt er að líta fram á veginn. Samræmd próf sem viðmiðun um inntöku í framhaldsskóla eru að baki og ekki er ætlunin að taka þau upp að nýju. Sjá verður til þess að þeir sem rétt eiga til náms í framhaldsskóla fái hans notið. Það verður að nálgast verkefnin á nýjan hátt. Samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritun nýnema er sá grunnur sem ráðuneytið vill byggja á. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir svarar opnu Danivals S. Hjaltasonar og Blængs Blængssonar Ný lög voru sett um leik-, grunn- og framhaldsskóla árið 2008. Tvær veigamiklar breytingar voru innleiddar með þeim. Annars vegar voru samræmd lokapróf felld niður og réttur ólögráða ungmenna til skólavistar í framhaldsskólum lögfestur. Nú skal innritun í framhaldsskóla byggð á fjölbreyttu námsmati úr grunnskóla og öðrum þáttum sem miða að því að nemendur hafi nægan undirbúning til að takast á við nám á viðkomandi námsbraut. Með því að lögfesta fræðsluskyldu til 18 ára þurfti að gera auknar kröfur um fjölbreytt nám og að framhaldsskólinn þjónaði sínu nærumhverfi meira en áður. Unnið er að endurbótum á fyrirkomulagi innritunar í þessum anda. Það verður meðal annars gert með því að auka samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritunina. Ráðgjöf við nemendur í grunnskólum verður með því markvissari sem mun með öðru auðvelda þeim inngöngu í framhaldsskóla að loknu skyldunámi. Í vor verður í fyrsta sinn forinnritun fyrir nýnema úr 10. bekk í framhaldsskóla. Hún fer fram dagana 12.-16. apríl. Þeir eiga þá að velja námsbraut og tvo skóla, aðal- og varaskóla. Til að tryggja rétt til skólavistar verður framhaldsskólum gert skylt að veita nemendum af tilteknu svæði forgang að skólavist hafi þeir staðist inntökuskilyrði. Í framhaldi forinnritunar er hægt að sjá hvernig umsóknir dreifast á námsbrautir og skóla og til hvaða aðgerða þarf að grípa til þess að nemendur fái þá úrlausn sem best hentar. Að loknum skólaslitum í vor verður lokavitnisburður nemenda sendur til þess skóla sem þeir sóttu um sem fyrra val. Nemendum gefst þá einnig frestur til þess að endurskoða umsókn sína dagana 7.-11. júní. Nemendur sem búa á svæði skóla munu þannig eiga forgang til inngöngu á þær námsbrautir sem þar eru í boði ef þeir standast inntökuskilyrði. Framhaldsskólar eiga fyrst að innrita þá sem á svæði þeirra búa, hafa staðist skilyrði og sækja um viðkomandi skóla sem aðal- eða varaval. Framhaldsskólum ber að innrita eigi minna en 45% nemenda af sínu svæði sem standast inntökuskilyrði og sækja um skólann. Þetta eru ekki íþyngjandi ákvæði og langflestir framhaldsskóla uppfylla þegar þetta ákvæði. Eftir sem áður geta skólar ráðstafað meira en helmingi sæta sinna til annarra nemenda. Nemendur af landsbyggðinni sækja mjög lítið til Reykjavíkur nema í sérhæft nám. Einungis 8% þeirra sem byrjuðu í reykvískum framhaldsskólum sl. vor komu utan af landi. Nýnemar geta því nú sem hingað til sótt um þær námsbrautir og skóla er hugur þeirra stendur til ef þeir telja líklegt að þeir uppfylli inntökuskilyrði. Val á svæðisskóla í fyrst eða öðru vali á hins vegar að greiða eins og unnt er fyrir því að nýnemar fái skólavist í öðrum þeirra skóla er þeir sækja um. Með þessu móti verður ákvæðum laga um rétt ólögráða nemenda til skólavistar best sinnt. Samræmdu lokaprófin þjónuðu ekki öllum meginmarkmiðum grunnskóla. þau voru fyrst og fremst inntökupróf í framhaldsskóla. Margt bendir til þess að heppilegra sé að samræmdu könnunarprófin verði lögð fyrir í lok 9. bekkjar til að skapa meiri samfellu og að kennarar geti nýtt lokaárið í grunnskóla betur til að vinna úr niðurstöðum prófanna í samvinnu við nemendur og foreldra. Mikilvægt er að líta fram á veginn. Samræmd próf sem viðmiðun um inntöku í framhaldsskóla eru að baki og ekki er ætlunin að taka þau upp að nýju. Sjá verður til þess að þeir sem rétt eiga til náms í framhaldsskóla fái hans notið. Það verður að nálgast verkefnin á nýjan hátt. Samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritun nýnema er sá grunnur sem ráðuneytið vill byggja á. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun