Mílanóborgarfélögin Inter og AC Milan voru í eldlínunni í ítalska boltanum í dag en Inter vann 2-3 sigur gegn Udinese og AC Milan vann 3-1 sigur gegn Atalanta.
Þá gaf Roma örlítið eftir í toppbaráttunni eftir 2-2 jafntefli gegn Napoli. Juventus leikur svo í kvöld gegn Palermo.
Simone Pepe kom Udinese yfir snemma leiks gegn Inter en Mario Balotelli jafnaði leikinn af bragði.
Maicon og Diego Milito komu Ítalíumeisturunum svo í 1-3 áður en Antonio Di Natale minnkaði muninn úr vítaspyrnu snemma í síiðari hálfleik. Lengra komust heimamenn þó ekki og 2-3 sigur gestanna staðreynd.
Brasilíumaðurinn Pato skoraði tvennu í 3-1 sigri AC Milan gegn Atalanta og Marco Borriello skoraði eitt mark en Jaime Valdes skoraði mark Atalanta.
Úrslit dagsins:
AC Milan-Atalanta 3-1
Udinese-Inter 2-3
Napoli-Roma 2-2
Chievo-Cagliari 2-1
Genoa-Bologna 3-4
Livorno-Siena 1-2
Parma-Sampdoria 1-0