Oddný Sturludóttir : Gagnkvæm virðing 16. apríl 2010 06:00 Í dag eru 22.644 innflytjendur á Íslandi eða 9% af þjóðinni. Ísland er fjölbreytt fjölmenningarsamfélag. Þá staðreynd er ekki hægt að hunsa. Fólk getur rökrætt um það hvort það sé jákvætt eða ekki, hvort innflytjendalög séu of ströng eða ekki. En ekkert breytir því að við búum í heimi sem skreppur sífellt saman og er byggður af ferðafæru fólki. En þó þessar staðreyndir liggi fyrir nægja þær ekki til að móta farsælt fjölmenningarsamfélag, þar sem allir hafa jöfn tækifæri; réttindi og ábyrgð allra eru viðurkennd og virt og allir taka virkan þátt í samfélaginu. Farsælustu fjölmenningarsamfélögin eru þau sem tryggja að allir geta notið sín. Spurningin er: hvers konar samfélag viljum við? Viljum við samfélag sem hvetur innflytjendur og gerir þeim kleift að taka virkan þátt? Ef svarið er já, verðum við að horfa til almannaþjónustu og stefnu stjórnvalda. Ef við viljum að innflytjendur axli meiri ábyrgð þurfum við stefnu sem verndar réttindi þeirra og barna þeirra, verndar búsetu þeirra, hvetur til þátttöku, auðveldar sameiningu fjölskyldna, hvetur til umsóknar um ríkisborgararétt og síðast en ekki síst þurfum við stefnu sem berst gegn mismunun. Þessar stefnur og framkvæmdir þurfa að vera á öllum stigum samfélagsins, hjá ríkisstjórn, í sveitarstjórnum, í skólum, atvinnulífi - alls staðar. Á Evrópuráðsþingi um aðlögun, haldið í Vichy árið 2008, samþykktu aðildarríkin að ,,til að ná árangri kallar aðlögunarferlið á einlæga fyrirhöfn gestgjafalandsins og hins opinbera sem og innflytjendanna sjálfra til að stuðla að gagnkvæmri virðingu". Við spyrjum því: erum við að gera allt sem við getum? Fjölmenningarsetur, Jafnréttishús og Alþjóðahús leggja sitt af mörkum en er það nóg? Þjónustan er dreifð og það er engin reglugerð sem segir nákvæmlega til um hvaða þjónustu sveitarfélögin verða að bjóða uppá. Fjöldi stofnana sem tengjast aðlögunarferlinu er gífurlegur. Það er skortur á samstarfi milli opinberrar þjónustu og einkageirans og skrifræðið er flókið. Reykjavíkurborg er því miður að glata forystu sinni í innflytjendamálum með deyfð og áhugaleysi þeirra sem fara fyrir stjórn borgarinnar og það er alvarlegt mál. Ef við vinnum ekki bug á þessum hindrunum munu þær flækja aðlögunina sem gæti þýtt að innflytjendur verði fastir á jaðri samfélagsins. Þannig samfélag viljum ekki á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Í dag eru 22.644 innflytjendur á Íslandi eða 9% af þjóðinni. Ísland er fjölbreytt fjölmenningarsamfélag. Þá staðreynd er ekki hægt að hunsa. Fólk getur rökrætt um það hvort það sé jákvætt eða ekki, hvort innflytjendalög séu of ströng eða ekki. En ekkert breytir því að við búum í heimi sem skreppur sífellt saman og er byggður af ferðafæru fólki. En þó þessar staðreyndir liggi fyrir nægja þær ekki til að móta farsælt fjölmenningarsamfélag, þar sem allir hafa jöfn tækifæri; réttindi og ábyrgð allra eru viðurkennd og virt og allir taka virkan þátt í samfélaginu. Farsælustu fjölmenningarsamfélögin eru þau sem tryggja að allir geta notið sín. Spurningin er: hvers konar samfélag viljum við? Viljum við samfélag sem hvetur innflytjendur og gerir þeim kleift að taka virkan þátt? Ef svarið er já, verðum við að horfa til almannaþjónustu og stefnu stjórnvalda. Ef við viljum að innflytjendur axli meiri ábyrgð þurfum við stefnu sem verndar réttindi þeirra og barna þeirra, verndar búsetu þeirra, hvetur til þátttöku, auðveldar sameiningu fjölskyldna, hvetur til umsóknar um ríkisborgararétt og síðast en ekki síst þurfum við stefnu sem berst gegn mismunun. Þessar stefnur og framkvæmdir þurfa að vera á öllum stigum samfélagsins, hjá ríkisstjórn, í sveitarstjórnum, í skólum, atvinnulífi - alls staðar. Á Evrópuráðsþingi um aðlögun, haldið í Vichy árið 2008, samþykktu aðildarríkin að ,,til að ná árangri kallar aðlögunarferlið á einlæga fyrirhöfn gestgjafalandsins og hins opinbera sem og innflytjendanna sjálfra til að stuðla að gagnkvæmri virðingu". Við spyrjum því: erum við að gera allt sem við getum? Fjölmenningarsetur, Jafnréttishús og Alþjóðahús leggja sitt af mörkum en er það nóg? Þjónustan er dreifð og það er engin reglugerð sem segir nákvæmlega til um hvaða þjónustu sveitarfélögin verða að bjóða uppá. Fjöldi stofnana sem tengjast aðlögunarferlinu er gífurlegur. Það er skortur á samstarfi milli opinberrar þjónustu og einkageirans og skrifræðið er flókið. Reykjavíkurborg er því miður að glata forystu sinni í innflytjendamálum með deyfð og áhugaleysi þeirra sem fara fyrir stjórn borgarinnar og það er alvarlegt mál. Ef við vinnum ekki bug á þessum hindrunum munu þær flækja aðlögunina sem gæti þýtt að innflytjendur verði fastir á jaðri samfélagsins. Þannig samfélag viljum ekki á Íslandi.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun