Úlfar Hauksson: Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið Úlfar Hauksson skrifar 12. apríl 2010 06:00 Helgi Áss Grétarsson ritar grein hér í Fréttablaðinu þann 10. þessa mánaðar undir yfirskriftinni "Fiskveiðistefna Íslands og ESB". Í greininni er Helgi Áss í og með að svara skrifum mínum hér á síðum blaðsins frá 31. mars sl. þar sem ég brást við grein Helga frá því 27. mars! Tilefni skrifanna er að við Helgi erum ekki sammála um réttmæti þess að bera saman árangur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins við sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB. Helgi Áss telur að það sé eðlilegt að bera saman að jöfnu fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum við fiskveiðistjórnun á hafsvæði ESB ríkjanna. Ég tel hins vegar að hér sé um ósambærilega hluti að ræða af augljósum efnahags- og landfræðilegum ástæðum. Annars vegar höfum við svo til einangraða lögsögu Íslands og að langmestu leyti staðbundna stofna. Í fyrri grein minni líkti ég með réttu aðstæðum til fiskveiðistjórnunar á Íslandsmiðum við fiskabúr. Jafnframt er augljóst að miðað við þann afla sem tekin er úr sjó á Íslandsmiðum í dag, eftir áratuga kvótakerfi, megi efast um gæði kerfisins til að byggja upp fiskistofna þó að það hafi knúið fram hagræðingu í greininni. Hins vegar höfum við lögsögur ESB ríkjanna sem skarast undantekningarlaust og fiskistofnar eru að sama skapi sameiginlegir sem gerir alla stjórnun mun flóknari. Þrátt fyrir að ýmislegt sé ábótavant við fiskveiðistjórnun í ESB eru þó dæmi um blómlegann sjávarútveg sem m.a. Íslendingar hafa talið hagstætt að fjárfesta í. Kjarninn í þessari umræðu er þó sá að ég tel að um slíkan grundvallaraðstöðumun sé að ræða á milli Íslands og ESB hvað fiskveiðistjórnun varðar að um ósambærilega hluti sé að ræða. Helgi Áss er ósammála mér og verður svo að vera. Ámælisverð vinnubrögðAnnað og verra er að í svargrein sinni tekur Helgi þann pól í hæðina að leggja mér orð í munn með eftirfarandi staðhæfingu: "Ólíkt því sem margir halda fram (sjá m.a. grein Úlfars Haukssonar í Fréttablaðinu 31. mars sl.), þá á sameiginleg fiskveiðistefna ESB ekki rætur sínar að rekja til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum. Upphaf hennar má rekja til hagsmuna þeirra sex ríkja sem stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu þegar ljóst var að fjögur fiskveiðiríki sóttu um aðild að bandalaginu árið 1970."Í grein minni frá 31. mars kemur hvergi fram það sjónarmið að upphaf sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB megi rekja til einhvers sem kalla má "innblásturs" forsvarsmanna Evrópuríkja um mikilvægi sameiginlegara sjávarútvegsstefnu. Hins vegar má fullyrða hér og nú, að hefðu menn ekki farið af stað um mótun sameiginlegrar stefnu í einhverri mynd, undir þeim pólitísku formerkjum sem uppi voru árið 1970, þegar 12 mílna efnahagsögsaga var regla þá hefði það óhjákvæmilega gerst seinna þegar 200 mílna lögsaga var innleidd. Þessi saga, sem og annað sem viðkemur sjávarútvegsstefnu ESB, er ítarlega rakin í bók minni "Gert út frá Brussel? Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið - sjávarútvegsstefna ESB rannsökuð út frá hugsanlegri aðild Íslands að sambandinu" og kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2002.Vægt til orða tekið þá er það ámælisvert í akademísku starfi, sem og í almennri umræðu, að hafa vísvitandi rangt eftir öðrum við skrif og rannsóknir og afbaka umræðuna með þeim hætti. Undirritaður mun því ekki eiga frekari orðaskipti við Helga Áss hér á síðum blaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Helgi Áss Grétarsson ritar grein hér í Fréttablaðinu þann 10. þessa mánaðar undir yfirskriftinni "Fiskveiðistefna Íslands og ESB". Í greininni er Helgi Áss í og með að svara skrifum mínum hér á síðum blaðsins frá 31. mars sl. þar sem ég brást við grein Helga frá því 27. mars! Tilefni skrifanna er að við Helgi erum ekki sammála um réttmæti þess að bera saman árangur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins við sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB. Helgi Áss telur að það sé eðlilegt að bera saman að jöfnu fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum við fiskveiðistjórnun á hafsvæði ESB ríkjanna. Ég tel hins vegar að hér sé um ósambærilega hluti að ræða af augljósum efnahags- og landfræðilegum ástæðum. Annars vegar höfum við svo til einangraða lögsögu Íslands og að langmestu leyti staðbundna stofna. Í fyrri grein minni líkti ég með réttu aðstæðum til fiskveiðistjórnunar á Íslandsmiðum við fiskabúr. Jafnframt er augljóst að miðað við þann afla sem tekin er úr sjó á Íslandsmiðum í dag, eftir áratuga kvótakerfi, megi efast um gæði kerfisins til að byggja upp fiskistofna þó að það hafi knúið fram hagræðingu í greininni. Hins vegar höfum við lögsögur ESB ríkjanna sem skarast undantekningarlaust og fiskistofnar eru að sama skapi sameiginlegir sem gerir alla stjórnun mun flóknari. Þrátt fyrir að ýmislegt sé ábótavant við fiskveiðistjórnun í ESB eru þó dæmi um blómlegann sjávarútveg sem m.a. Íslendingar hafa talið hagstætt að fjárfesta í. Kjarninn í þessari umræðu er þó sá að ég tel að um slíkan grundvallaraðstöðumun sé að ræða á milli Íslands og ESB hvað fiskveiðistjórnun varðar að um ósambærilega hluti sé að ræða. Helgi Áss er ósammála mér og verður svo að vera. Ámælisverð vinnubrögðAnnað og verra er að í svargrein sinni tekur Helgi þann pól í hæðina að leggja mér orð í munn með eftirfarandi staðhæfingu: "Ólíkt því sem margir halda fram (sjá m.a. grein Úlfars Haukssonar í Fréttablaðinu 31. mars sl.), þá á sameiginleg fiskveiðistefna ESB ekki rætur sínar að rekja til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum. Upphaf hennar má rekja til hagsmuna þeirra sex ríkja sem stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu þegar ljóst var að fjögur fiskveiðiríki sóttu um aðild að bandalaginu árið 1970."Í grein minni frá 31. mars kemur hvergi fram það sjónarmið að upphaf sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB megi rekja til einhvers sem kalla má "innblásturs" forsvarsmanna Evrópuríkja um mikilvægi sameiginlegara sjávarútvegsstefnu. Hins vegar má fullyrða hér og nú, að hefðu menn ekki farið af stað um mótun sameiginlegrar stefnu í einhverri mynd, undir þeim pólitísku formerkjum sem uppi voru árið 1970, þegar 12 mílna efnahagsögsaga var regla þá hefði það óhjákvæmilega gerst seinna þegar 200 mílna lögsaga var innleidd. Þessi saga, sem og annað sem viðkemur sjávarútvegsstefnu ESB, er ítarlega rakin í bók minni "Gert út frá Brussel? Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið - sjávarútvegsstefna ESB rannsökuð út frá hugsanlegri aðild Íslands að sambandinu" og kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2002.Vægt til orða tekið þá er það ámælisvert í akademísku starfi, sem og í almennri umræðu, að hafa vísvitandi rangt eftir öðrum við skrif og rannsóknir og afbaka umræðuna með þeim hætti. Undirritaður mun því ekki eiga frekari orðaskipti við Helga Áss hér á síðum blaðsins.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun