Áskorun til ráðamanna þjóðarinnar 2. júní 2010 16:04 Í stefnulýsingu Samfylkingarinnar segir að flokkurinn leggi ,,áherslu á að Íslendingar taki virkan þátt í því fjölþjóða- og alþjóðasamstarfi sem á hverjum tíma er líklegast til þess að stuðla að friði og öryggi jafnt í nágrenni okkar og í heiminum öllum." Jafnframt stendur í stefnuskrá Vinstri grænna að langvarandi kúgun Ísraela á Palestínumönnum verði að linna og að Ísland eigi að ganga úr NATO. Í ljósi þess að báðir ríkisstjórnarflokkarnir kenna sig bersýnilega við friðsamlega utanríkisstefnu vil ég varpa fram tveimur kunnuglegum tillögum. 1. Ísland slíti tafarlaust stjórnmálasambandinu við Ísrael. Í meira en 60 ár hafa ísraelskir zíonistar framið kerfisbundin fjöldamorð á Palestínumönnum, hrakið þá frá heimkynnum sínum og kallað yfir þá kúgun og volæði. Auðvitað hafa Palestínumenn ekki látið það þegjandi yfir sig ganga en skæruliðar þeirra mega sín lítils frammi fyrir gríðarlegum hernaðarmætti Ísraela. Þrátt fyrir að brjóta alþjóðalög æ ofan í æ njóta Ísraelar fjárhagslegs og hernaðarlegs stuðnings bandarískra stjórnvalda og jafnframt hafa Evrópuþjóðir sýnt zíonistum forkastanlega linkind. Hingað til hafa íslenskir ráðamenn fordæmt árásir Ísraela annan daginn en drukkið kaffibolla með þarlendum stjórnvöldum hinn daginn. Slíkt hálfkák er Íslendingum ekki til sóma. Meðan ísraelsk stjórnvöld hegða sér eins og villimenn ætti afstaðan gagnvart Ísrael ekki að vera öðruvísi en gagnvart ríkjum á borð við Norður-Kóreu. Með því að slíta stjórnmálasambandinu gætu Íslendingar sýnt öðrum þjóðum gott fordæmi. Ef fleiri þjóðir settu Ísraelum stólinn fyrir dyrnar væri gríðarlegur þrýstingur settur á Ísraela og vonandi stórt skref stigið í átt að réttlæti og friði fyrir botni Miðjarðarhafs. 2. Íslendingar segi sig úr Atlantshafsbandalaginu. Þótt bandaríski herinn sé farinn af landi brott má ekki gleyma því að Ísland tilheyrir enn hernaðarbandalaginu NATO og aðildin kostar ríkissjóð rúmlega 87 milljónir króna á ári. Eftir fall Sovétríkjanna hefur hlutverk NATO breyst; það hefur fært út anga sína, sniðgengið alþjóðasáttmála og orðið að eins konar taglhnýtingi kapítalískrar heimsvaldastefnu. Bandalagið er meðal annars frægt fyrir að rústa skólum og sjúkrahúsum í Júgóslavíu, aðstoða hernámsöfl stríðsþjáðra landa, beita sér gegn kjarnorkuafvopnun og starfa náið með Ísraelsher. Jafnframt hefur herstjórn bandalagsins allt frá upphafi verið í höndum bandarískra herforingja og ætti því að liggja í augum uppi hverra hagsmunir sitja í fyrirrúmi. Aðild Íslands að NATO er smánarblettur fyrir land og þjóð. Með henni er þjóðin bendluð við eyðileggingu, kúgun og fjöldamorð. Með því að slíta stjórnmálasambandinu við Ísrael og ganga úr Atlantshafsbandalaginu myndu Íslendingar sýna vestrænni heimsvaldastefnu réttmæta vanþóknun og uppskera þakklæti kúgaðra þjóða í heiminum. Ég skora á ráðamenn þjóðarinnar að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir betri heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Sjá meira
Í stefnulýsingu Samfylkingarinnar segir að flokkurinn leggi ,,áherslu á að Íslendingar taki virkan þátt í því fjölþjóða- og alþjóðasamstarfi sem á hverjum tíma er líklegast til þess að stuðla að friði og öryggi jafnt í nágrenni okkar og í heiminum öllum." Jafnframt stendur í stefnuskrá Vinstri grænna að langvarandi kúgun Ísraela á Palestínumönnum verði að linna og að Ísland eigi að ganga úr NATO. Í ljósi þess að báðir ríkisstjórnarflokkarnir kenna sig bersýnilega við friðsamlega utanríkisstefnu vil ég varpa fram tveimur kunnuglegum tillögum. 1. Ísland slíti tafarlaust stjórnmálasambandinu við Ísrael. Í meira en 60 ár hafa ísraelskir zíonistar framið kerfisbundin fjöldamorð á Palestínumönnum, hrakið þá frá heimkynnum sínum og kallað yfir þá kúgun og volæði. Auðvitað hafa Palestínumenn ekki látið það þegjandi yfir sig ganga en skæruliðar þeirra mega sín lítils frammi fyrir gríðarlegum hernaðarmætti Ísraela. Þrátt fyrir að brjóta alþjóðalög æ ofan í æ njóta Ísraelar fjárhagslegs og hernaðarlegs stuðnings bandarískra stjórnvalda og jafnframt hafa Evrópuþjóðir sýnt zíonistum forkastanlega linkind. Hingað til hafa íslenskir ráðamenn fordæmt árásir Ísraela annan daginn en drukkið kaffibolla með þarlendum stjórnvöldum hinn daginn. Slíkt hálfkák er Íslendingum ekki til sóma. Meðan ísraelsk stjórnvöld hegða sér eins og villimenn ætti afstaðan gagnvart Ísrael ekki að vera öðruvísi en gagnvart ríkjum á borð við Norður-Kóreu. Með því að slíta stjórnmálasambandinu gætu Íslendingar sýnt öðrum þjóðum gott fordæmi. Ef fleiri þjóðir settu Ísraelum stólinn fyrir dyrnar væri gríðarlegur þrýstingur settur á Ísraela og vonandi stórt skref stigið í átt að réttlæti og friði fyrir botni Miðjarðarhafs. 2. Íslendingar segi sig úr Atlantshafsbandalaginu. Þótt bandaríski herinn sé farinn af landi brott má ekki gleyma því að Ísland tilheyrir enn hernaðarbandalaginu NATO og aðildin kostar ríkissjóð rúmlega 87 milljónir króna á ári. Eftir fall Sovétríkjanna hefur hlutverk NATO breyst; það hefur fært út anga sína, sniðgengið alþjóðasáttmála og orðið að eins konar taglhnýtingi kapítalískrar heimsvaldastefnu. Bandalagið er meðal annars frægt fyrir að rústa skólum og sjúkrahúsum í Júgóslavíu, aðstoða hernámsöfl stríðsþjáðra landa, beita sér gegn kjarnorkuafvopnun og starfa náið með Ísraelsher. Jafnframt hefur herstjórn bandalagsins allt frá upphafi verið í höndum bandarískra herforingja og ætti því að liggja í augum uppi hverra hagsmunir sitja í fyrirrúmi. Aðild Íslands að NATO er smánarblettur fyrir land og þjóð. Með henni er þjóðin bendluð við eyðileggingu, kúgun og fjöldamorð. Með því að slíta stjórnmálasambandinu við Ísrael og ganga úr Atlantshafsbandalaginu myndu Íslendingar sýna vestrænni heimsvaldastefnu réttmæta vanþóknun og uppskera þakklæti kúgaðra þjóða í heiminum. Ég skora á ráðamenn þjóðarinnar að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir betri heimi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun