Þórður Friðjónsson: Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær 27. apríl 2010 09:00 Efnahagsleg velsæld þjóða ræðst ávallt af því hvernig þær skipuleggja þjóðarbúskap sinn. Þær þjóðir sem mestum árangri hafa náð hafa komið sér upp stofnunum sem styðja með ýmsum hætti við frjálsan markaðsbúskap. Þær eiga það jafnframt sammerkt að öflugur hlutabréfamarkaður styður við hagkerfi þeirra; ein grunnstofnana heilbrigðs markaðsbúskapar sem knýr hagvöxt. Ásýnd öflugustu hagkerfa heims væri eflaust önnur ef hlutabréfamarkaðar nyti ekki við. Þetta er brýnt að hafa í huga við endurreisn íslensks efnahags.Efniviðurinn er góðurNokkur af okkar betri fyrirtækjum eru nú í fangi bankanna. Mörg þeirra eru í góðum rekstri, þó að sum hver hafi verið skuldsett um of. Í öðrum tilfellum er efnahagurinn góður en bankarnir eignast fyrirtækin sökum þess að móðurfélög þeirra eru illa haldin. Hlutverk banka er að vera stuðningur við öll fyrirtæki í rekstri, þeir eru því ekki heppilegir eignaraðilar einstakra fyrirtækja. Sjónarmið samkeppni og gagnsæis verða að vera í forgangi þegar kemur að heilbrigðum markaðsbúskap. Hætt er við að núverandi skipulag geti orðið dragbítur á hagvöxt. Því er brýnt að koma fyrirtækjum sem fyrst í eðlilegan rekstur á ný undir stjórn nýrra eigenda, framtíðareigenda.Hlutabréfamarkaðurinn getur leikið lykilhlutverk í þessu ferli með skráningu fyrirtækja á markað. Það bæði flýtir fyrir nauðsynlegum umskiptum og gefur almenningi tækifæri á því að njóta ávinnings af uppsveiflu í íslensku efnahagslífi.HugarfariðÞví er rétt að hafa í huga að við blasa mörg tækifæri sem við megum ekki láta tímabundna erfiðleika byrgja okkur sýn á. Sem þjóð höfum við tapað að nokkru því sjálfstrausti sem áður einkenndi okkur. Þótt ýmislegt hafi misfarist síðustu 10-15 ár hefur margt verið rétt gert. Samkeppnisstaða atvinnuveganna hefur sjaldan ef nokkru sinni verið betri en nú. Menntunarstig þjóðarinnar hefur stóraukist og er óvíða hærra. Sókn í hreina íslenska orku hefur aukist og erlendir aðilar vilja, þrátt fyrir allt, fjárfesta hér á landi. Innviðir og tæknileg þekking eru fyrir hendi.Úrlausn Icesave og afnám gjaldeyrishafta eru vissulega brýn úrlausnarefni en koma ekki í veg fyrir að unnið sé af fullum krafti á heimavelli.Framtíð íslenskrar kauphallarHvaða forsendur höfum við til að byggja upp öflugan hlutabréfamarkað hér á landi? Í fyrsta lagi er virkur hlutabréfamarkaður ein af grunnforsendum þess að við komum okkur í fremstu röð á nýjan leik. En einnig má benda á:- Kauphöllin er hluti af NASDAQ OMX, stærstu kauphallarsamstæðu í heimi. Hún starfar eftir samevrópskum lögum og reglum um kauphallir. Viðskiptaumgjörð er í fremstu röð- Viðskiptalífið hefur sett sér nýjar og ítarlegar leiðbeiningar um stjórnarhætti- Fjárfestar munu veita fyrirtækjunum meira aðhald en áður. Hægt er að rökstyðja að fjárfestar, þar með talið stofnanafjárfestar, hafi ekki nýtt sér að fullu fyrir hrun þá vernd sem felst í skráningu verðbréfa. Þau mistök verða tæplega endurtekin- Með áformuðum lögum um fjármálafyrirtæki, hlutafélög o.fl. eru leikreglur hertar og vernd minni hluthafa aukin- Nóg af góðum fyrirtækjum sem eru tilbúin á markaðn Mikið ónotað innlent fjármagn er fyrir hendi og mikil eftirspurn eftir fjárfestingartækifærum- Almenningi verður gefinn kostur á að taka þátt í uppsveiflunni í íslensku efnahagslífi- Skipulag banka er með öðrum hætti en fyrir hrun. Með sölu fyrirtækja í þeirra eigu rofna þau óæskilegu tengsl milli banka og viðskiptalífs sem voru viðvarandi fyrir hrun og voru e.t.v. áhrifamesti þátturinn í hruninu.Einnig verður ekki litið hjá því að skoða hvernig aðrir valkostir líta út í samanburði við endurreisn hlutabréfamarkaðar. Er líklegt að áframhaldandi eignarhald banka á fyrirtækjum og sala til valdra fjárfesta stuðli að heilbrigðara viðskipta- og fjárfestingarumhverfi en skráning á markað? Hér er umgjörð verðbréfamarkaðar í fremstu röð og fjárfestar geta nýtt hana og rétt sinn til upplýsinga og ákvörðunartöku. Hví skyldum við ekki feta braut gagnsæis og trausts þegar hún stendur til boða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Efnahagsleg velsæld þjóða ræðst ávallt af því hvernig þær skipuleggja þjóðarbúskap sinn. Þær þjóðir sem mestum árangri hafa náð hafa komið sér upp stofnunum sem styðja með ýmsum hætti við frjálsan markaðsbúskap. Þær eiga það jafnframt sammerkt að öflugur hlutabréfamarkaður styður við hagkerfi þeirra; ein grunnstofnana heilbrigðs markaðsbúskapar sem knýr hagvöxt. Ásýnd öflugustu hagkerfa heims væri eflaust önnur ef hlutabréfamarkaðar nyti ekki við. Þetta er brýnt að hafa í huga við endurreisn íslensks efnahags.Efniviðurinn er góðurNokkur af okkar betri fyrirtækjum eru nú í fangi bankanna. Mörg þeirra eru í góðum rekstri, þó að sum hver hafi verið skuldsett um of. Í öðrum tilfellum er efnahagurinn góður en bankarnir eignast fyrirtækin sökum þess að móðurfélög þeirra eru illa haldin. Hlutverk banka er að vera stuðningur við öll fyrirtæki í rekstri, þeir eru því ekki heppilegir eignaraðilar einstakra fyrirtækja. Sjónarmið samkeppni og gagnsæis verða að vera í forgangi þegar kemur að heilbrigðum markaðsbúskap. Hætt er við að núverandi skipulag geti orðið dragbítur á hagvöxt. Því er brýnt að koma fyrirtækjum sem fyrst í eðlilegan rekstur á ný undir stjórn nýrra eigenda, framtíðareigenda.Hlutabréfamarkaðurinn getur leikið lykilhlutverk í þessu ferli með skráningu fyrirtækja á markað. Það bæði flýtir fyrir nauðsynlegum umskiptum og gefur almenningi tækifæri á því að njóta ávinnings af uppsveiflu í íslensku efnahagslífi.HugarfariðÞví er rétt að hafa í huga að við blasa mörg tækifæri sem við megum ekki láta tímabundna erfiðleika byrgja okkur sýn á. Sem þjóð höfum við tapað að nokkru því sjálfstrausti sem áður einkenndi okkur. Þótt ýmislegt hafi misfarist síðustu 10-15 ár hefur margt verið rétt gert. Samkeppnisstaða atvinnuveganna hefur sjaldan ef nokkru sinni verið betri en nú. Menntunarstig þjóðarinnar hefur stóraukist og er óvíða hærra. Sókn í hreina íslenska orku hefur aukist og erlendir aðilar vilja, þrátt fyrir allt, fjárfesta hér á landi. Innviðir og tæknileg þekking eru fyrir hendi.Úrlausn Icesave og afnám gjaldeyrishafta eru vissulega brýn úrlausnarefni en koma ekki í veg fyrir að unnið sé af fullum krafti á heimavelli.Framtíð íslenskrar kauphallarHvaða forsendur höfum við til að byggja upp öflugan hlutabréfamarkað hér á landi? Í fyrsta lagi er virkur hlutabréfamarkaður ein af grunnforsendum þess að við komum okkur í fremstu röð á nýjan leik. En einnig má benda á:- Kauphöllin er hluti af NASDAQ OMX, stærstu kauphallarsamstæðu í heimi. Hún starfar eftir samevrópskum lögum og reglum um kauphallir. Viðskiptaumgjörð er í fremstu röð- Viðskiptalífið hefur sett sér nýjar og ítarlegar leiðbeiningar um stjórnarhætti- Fjárfestar munu veita fyrirtækjunum meira aðhald en áður. Hægt er að rökstyðja að fjárfestar, þar með talið stofnanafjárfestar, hafi ekki nýtt sér að fullu fyrir hrun þá vernd sem felst í skráningu verðbréfa. Þau mistök verða tæplega endurtekin- Með áformuðum lögum um fjármálafyrirtæki, hlutafélög o.fl. eru leikreglur hertar og vernd minni hluthafa aukin- Nóg af góðum fyrirtækjum sem eru tilbúin á markaðn Mikið ónotað innlent fjármagn er fyrir hendi og mikil eftirspurn eftir fjárfestingartækifærum- Almenningi verður gefinn kostur á að taka þátt í uppsveiflunni í íslensku efnahagslífi- Skipulag banka er með öðrum hætti en fyrir hrun. Með sölu fyrirtækja í þeirra eigu rofna þau óæskilegu tengsl milli banka og viðskiptalífs sem voru viðvarandi fyrir hrun og voru e.t.v. áhrifamesti þátturinn í hruninu.Einnig verður ekki litið hjá því að skoða hvernig aðrir valkostir líta út í samanburði við endurreisn hlutabréfamarkaðar. Er líklegt að áframhaldandi eignarhald banka á fyrirtækjum og sala til valdra fjárfesta stuðli að heilbrigðara viðskipta- og fjárfestingarumhverfi en skráning á markað? Hér er umgjörð verðbréfamarkaðar í fremstu röð og fjárfestar geta nýtt hana og rétt sinn til upplýsinga og ákvörðunartöku. Hví skyldum við ekki feta braut gagnsæis og trausts þegar hún stendur til boða?
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun