Bananar og bjöllusauðir Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 14. ágúst 2010 06:00 Í íslensku samfélagi er hópur viðmælenda sem klingir í eins og sauðabjöllum við hverja hreyfingu þegar eitthvað fréttnæmt ber við. Þá gildir einu hvort nokkurt vit er í því sem þeir segja. Þó um sé að ræða nokkuð augljós öfugmæli er þeim skilmerkilega komið á framfæri. Einn slíkra viðmælenda er Vilhjálmur Egilsson sem er meðal forystumanna í samtökum íslenskra kapítalista. Í hádegisfréttum 2. ágúst var fjallað um andstöðu hér á landi við fjárfestingu Magma Energy í íslenskum orkuauðlindum og þann árangur þeirrar andstöðu að fyrirtækið hygðist fresta eða jafnvel hætta við fjárfestinguna. Andstaða almennings gegn þessari fjárfestingu er svo yfirgnæfandi að stjórnvöld hafa séð sig knúin til að taka tillit til hennar og láta kanna málið frekar. Þá stendur ekki á því að klingi í bjöllu Vilhjálms sem líkir vinnubrögðum stjórnarinnar við ástandið í svokölluðum bananalýðveldum.Áróður og veruleikiEn hvað er það sem einkennir þau ríki sem oft eru í niðrandi tón nefnd bananalýðveldi? Það er ekki andstaða við fjárfestingar alþjóðlegra auðhringa í auðlindum og öðrum mikilvægum greinum þessara landa. Þvert á móti einkennir það svokölluð bananalýðveldi að erlent auðmagn á greiða leið til fjárfestinga í hverju sem er og fer smám saman að stjórna öllu samfélaginu. Lýðræði er fótum troðið og almenn örbirgð verður útbreidd. Eru þetta ekki einmitt einkenni sem í vaxandi mæli setja mark sitt á íslenskt samfélag en andspyrna almennings spornar heldur við?Fjármagnsinnflutningur þýðir nefnilega ekki að fé eða önnur verðmæti séu flutt inn í landið heldur að hagnaður er fluttur úr landinu. Þannig þurrkast fljótt upp eigið fé og möguleikar samfélagsins til að þróast á eigin forsendum. Það er svo notað til að greiða fyrir enn frekari einkavæðingu og erlendri fjárfestingu og vítahringurinn heldur áfram.Hlutverk AGSMeð markaðsvæðingu og einkavæðingu á samfélagslega mikilvægum sviðum í efnahagslífinu er svo búin til svikamylla þar sem kapítalistarnir geta fleytt rjómann og hirt gróðann þar sem hann er að finna en tapinu er velt yfir á almenning, ýmist beint eða gegnum ríkissjóð. Þetta hefur íslenska þjóðin upplifað beisklega gegnum fjármálakerfið og lífeyriskerfið og víðar. Frekari einkavæðing er í deiglunni bæði í auðlindum þjóðarinnar, heilbrigðiskerfinu og víðar. Þó að það sé til verulegs óhagræðis og kostnaðarauka geta nokkrir kapítalistar klipið sér nokkurn gróða á kostnað almennings. Helsta verkefni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi er að tryggja að þetta nái fram að ganga. Nauðsynleg stefnubreytingTil að koma í veg fyrir að Ísland verði gert að dæmigerðu bananalýðveldi er því mikilvægt að þjóðin snúi vörn í sókn og berjist fyrir eflingu lýðræðis og lýðræðislegum og félagslegum yfirráðum yfir eigin auðlindum og efnahag. Þjóðin verður að losa sig undan járnhæl Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og standa vörð um og efla innviði samfélagsins á félagslegum grunni án tillits til meintra kröfuhafa og þess hvernig klingir í bjöllusauðum auðvaldsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í íslensku samfélagi er hópur viðmælenda sem klingir í eins og sauðabjöllum við hverja hreyfingu þegar eitthvað fréttnæmt ber við. Þá gildir einu hvort nokkurt vit er í því sem þeir segja. Þó um sé að ræða nokkuð augljós öfugmæli er þeim skilmerkilega komið á framfæri. Einn slíkra viðmælenda er Vilhjálmur Egilsson sem er meðal forystumanna í samtökum íslenskra kapítalista. Í hádegisfréttum 2. ágúst var fjallað um andstöðu hér á landi við fjárfestingu Magma Energy í íslenskum orkuauðlindum og þann árangur þeirrar andstöðu að fyrirtækið hygðist fresta eða jafnvel hætta við fjárfestinguna. Andstaða almennings gegn þessari fjárfestingu er svo yfirgnæfandi að stjórnvöld hafa séð sig knúin til að taka tillit til hennar og láta kanna málið frekar. Þá stendur ekki á því að klingi í bjöllu Vilhjálms sem líkir vinnubrögðum stjórnarinnar við ástandið í svokölluðum bananalýðveldum.Áróður og veruleikiEn hvað er það sem einkennir þau ríki sem oft eru í niðrandi tón nefnd bananalýðveldi? Það er ekki andstaða við fjárfestingar alþjóðlegra auðhringa í auðlindum og öðrum mikilvægum greinum þessara landa. Þvert á móti einkennir það svokölluð bananalýðveldi að erlent auðmagn á greiða leið til fjárfestinga í hverju sem er og fer smám saman að stjórna öllu samfélaginu. Lýðræði er fótum troðið og almenn örbirgð verður útbreidd. Eru þetta ekki einmitt einkenni sem í vaxandi mæli setja mark sitt á íslenskt samfélag en andspyrna almennings spornar heldur við?Fjármagnsinnflutningur þýðir nefnilega ekki að fé eða önnur verðmæti séu flutt inn í landið heldur að hagnaður er fluttur úr landinu. Þannig þurrkast fljótt upp eigið fé og möguleikar samfélagsins til að þróast á eigin forsendum. Það er svo notað til að greiða fyrir enn frekari einkavæðingu og erlendri fjárfestingu og vítahringurinn heldur áfram.Hlutverk AGSMeð markaðsvæðingu og einkavæðingu á samfélagslega mikilvægum sviðum í efnahagslífinu er svo búin til svikamylla þar sem kapítalistarnir geta fleytt rjómann og hirt gróðann þar sem hann er að finna en tapinu er velt yfir á almenning, ýmist beint eða gegnum ríkissjóð. Þetta hefur íslenska þjóðin upplifað beisklega gegnum fjármálakerfið og lífeyriskerfið og víðar. Frekari einkavæðing er í deiglunni bæði í auðlindum þjóðarinnar, heilbrigðiskerfinu og víðar. Þó að það sé til verulegs óhagræðis og kostnaðarauka geta nokkrir kapítalistar klipið sér nokkurn gróða á kostnað almennings. Helsta verkefni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi er að tryggja að þetta nái fram að ganga. Nauðsynleg stefnubreytingTil að koma í veg fyrir að Ísland verði gert að dæmigerðu bananalýðveldi er því mikilvægt að þjóðin snúi vörn í sókn og berjist fyrir eflingu lýðræðis og lýðræðislegum og félagslegum yfirráðum yfir eigin auðlindum og efnahag. Þjóðin verður að losa sig undan járnhæl Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og standa vörð um og efla innviði samfélagsins á félagslegum grunni án tillits til meintra kröfuhafa og þess hvernig klingir í bjöllusauðum auðvaldsins.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar