Umfjöllun: Framstúlkur léku sér að Tresnjevka Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2010 17:45 Úr leik liðanna í dag. Mynd/Vilhelm Í dag fór fram seinni viðureign Fram og Tresnjevka í Áskorendakeppni Evrópu. Fyrri leikurinn var leikinn í gær og endaði með sigri fram, 31-26. Það var sama upp á teningnum í dag, Fram stúlkur fóru létt með þær króatísku og unnu leikinn sannfærandi, 39-25. Fram liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og stúlkurnar ákveðnar í að klára dæmið. Þær skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins og leit út fyrir að þær króatísku hafi ekki sofið vel í nótt. Það var ekki fyrr en eftir sjö mínútur sem að gestirnir skoruðu fyrsta markið og byrjuðu að taka þátt í leiknum. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, var frábær í markinu og lokaði rammanum. Þær króatísku voru þó frekar bragðdaufar og vantaði alla leikgleði og vilja í allt lið gestanna. Framstúlkur voru hinsvegar eldhressar og spilagleðin mikil. Þær spiluðu vel og áttu margar fínar sóknir í fyrri hálfleik. Heimastúlkur leiddu sannfærandi í hálfleik með tíu marka mun, 21-11. Leikurinn spilaðist áfram á sama veg í seinni hálfleik. Fram-liðið var sterkt og það virtist ekki skipta máli hvaða leikmenn voru inn á, því liðið spilaði glimrandi handbolta. Framstúlkur náðu mest fjórtán marka mun í leiknum og voru lengi vel með tíu til þráttán marka forystu sem gefur eðlilega til kynna að króatísku gestirnir áttu aldrei erindi í þennan leik. Góður sigur hjá stelpunum í Fram, lokatölur sem fyrr segir, 39-25. Báðir markverðir Fram, þær Helga Vala Jónsdóttir og Íris Björk Símonardóttir voru frábærar í dag. Marthe Sördal fór á kostum í sóknarleiknum og var hundrað prósent nýtingu, átta mörk í átta skotum. Markahæstar í liði Tresnjevka voru þær Milic Tea með fjögur mörk og Renata Knjezevic með sex mörk. Fram-Tresnjevka 39-25 (21-11) Mörk Fram (skot): Marthe Sördal 8 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 6 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6 (7) (1/1), Karen Knútsdóttir 5 (8) (1/2), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 3 (6), Stella Sigurðardóttir 3 (10), Anna María Guðmundsdóttir 2 (2), Anna Gunnlaug Friðriksdóttir 1 (1), Hafdís Inga Hinriksdóttir 1 (2). Varin skot: Helga Vala Jónsdóttir 10/27 37 %. Íris Björk Símonardóttir 8/23 35%. Hraðaupphlaup: 9 (Marthe 5, Guðrún Þóra 2, Pavla, Sigurbjörg.) Fiskuð víti: 2 (Pavla, Anna María) Utan vallar: 8 min. Dómarar: Eydun Samúelsen og Andreas F. Hansen, góðir. Olís-deild kvenna Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Í dag fór fram seinni viðureign Fram og Tresnjevka í Áskorendakeppni Evrópu. Fyrri leikurinn var leikinn í gær og endaði með sigri fram, 31-26. Það var sama upp á teningnum í dag, Fram stúlkur fóru létt með þær króatísku og unnu leikinn sannfærandi, 39-25. Fram liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og stúlkurnar ákveðnar í að klára dæmið. Þær skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins og leit út fyrir að þær króatísku hafi ekki sofið vel í nótt. Það var ekki fyrr en eftir sjö mínútur sem að gestirnir skoruðu fyrsta markið og byrjuðu að taka þátt í leiknum. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, var frábær í markinu og lokaði rammanum. Þær króatísku voru þó frekar bragðdaufar og vantaði alla leikgleði og vilja í allt lið gestanna. Framstúlkur voru hinsvegar eldhressar og spilagleðin mikil. Þær spiluðu vel og áttu margar fínar sóknir í fyrri hálfleik. Heimastúlkur leiddu sannfærandi í hálfleik með tíu marka mun, 21-11. Leikurinn spilaðist áfram á sama veg í seinni hálfleik. Fram-liðið var sterkt og það virtist ekki skipta máli hvaða leikmenn voru inn á, því liðið spilaði glimrandi handbolta. Framstúlkur náðu mest fjórtán marka mun í leiknum og voru lengi vel með tíu til þráttán marka forystu sem gefur eðlilega til kynna að króatísku gestirnir áttu aldrei erindi í þennan leik. Góður sigur hjá stelpunum í Fram, lokatölur sem fyrr segir, 39-25. Báðir markverðir Fram, þær Helga Vala Jónsdóttir og Íris Björk Símonardóttir voru frábærar í dag. Marthe Sördal fór á kostum í sóknarleiknum og var hundrað prósent nýtingu, átta mörk í átta skotum. Markahæstar í liði Tresnjevka voru þær Milic Tea með fjögur mörk og Renata Knjezevic með sex mörk. Fram-Tresnjevka 39-25 (21-11) Mörk Fram (skot): Marthe Sördal 8 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 6 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6 (7) (1/1), Karen Knútsdóttir 5 (8) (1/2), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 3 (6), Stella Sigurðardóttir 3 (10), Anna María Guðmundsdóttir 2 (2), Anna Gunnlaug Friðriksdóttir 1 (1), Hafdís Inga Hinriksdóttir 1 (2). Varin skot: Helga Vala Jónsdóttir 10/27 37 %. Íris Björk Símonardóttir 8/23 35%. Hraðaupphlaup: 9 (Marthe 5, Guðrún Þóra 2, Pavla, Sigurbjörg.) Fiskuð víti: 2 (Pavla, Anna María) Utan vallar: 8 min. Dómarar: Eydun Samúelsen og Andreas F. Hansen, góðir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira