Umfjöllun: Góður síðari hálfleikur dugði Val Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2010 19:44 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir skoraði átta mörk í kvöld. Valur vann í kvöld Fram, 25-23, í Meistarakeppni HSÍ í Vodafone-höllinni nú í kvöld. Íslandsmeistararnir lögðu þar með bikarmeistarana í spennandi leik.Jafnræði var með liðunum framan af í kvöld. Valur byrjaði með framliggjandi 3-3 vörn sem sókn Fram var nokkrar mínútur að átta sig á. En mestu munaði markvörslu Írisar Bjarkar Símonardóttur. Hún varði fimmtán skot af sínum 24 í fyrri hálfleik og lokaði til að mynda markinu í átta mínútur. Þetta nýttu Framarar sér þó ekki en þær hefðu með réttu átt að komast nokkrum mörkum yfir. Það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að munurinn varð tvö mörk. Valur breytti í 5-1 vörn í seinni hálfleik og tók þá hægt og rólega völdin í leiknum. Framarar voru þó aldrei langt undan og náðu að jafna metin þegar tæpar fjórara mínútur voru til leiksloka, 23-23. En Valsmenn skoruðu síðustu tvö mörkin í leiknum og fögnuðu vel í leikslok enda fyrsti titill vetrarins í húsi. Hildigunnur Einarsdóttir átti góða spretti í liði Vals í kvöld og nýtti öll sjö skot sín utan af vellinum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var þó sem fyrr burðarásinn í sóknarleik liðsins. Hjá Fram var Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir markahæst en hún skoraði öll sín mörk í síðari hálfleik. Annars var sóknarleikur Fram heldur lítilfjörlegur, sér í lagi í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var ágætur framan af, en réði ekki við ágæta Valsmenn þegar þeir fóru í gang snemma í síðari hálfleik. Íris Björk varði vel í marki Fram og Jenný Ásmundsdóttir eftir hjá Val eftir að vörn liðsins skánaði til muna í síðari hálfleik.Valur - Fram 25 - 23 (10-12)Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 8/1 (21/2), Hildigunnur Einarsdóttir 7 (7), Kristín Guðmundsdóttir 4 (14), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (9), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Arndís María Erlingsdóttir 1 (1), Karólína B. Gunnarsdóttir (1), Rebekka Skúladóttir (2).Varin skot: G. Jenný Ásmundsdóttir 12/1 (33/3, 36%), Sigríður A. Ólafsdóttir 1/1 (3/2, 33%).Hraðaupphlaup: 8 (Hildigunnur 3, Kristín 2, Ágústa Edda 1, Hrafnhildur Ósk 1, Anna Úrsúla 1).Fiskuð víti: 2 (Ágústa Edda 1, Íris Ásta 1).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Fram (skot): Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 5 (5), Stella Sigurðardóttir 4/1 (11/2), Hildur Þorgeirsdóttir 4 (9), Karen Knútsdóttir 3/2 (7/3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3 (5), Pavla Nevalirova 3 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 24/1 (49/2, 49%).Hraðaupphlaup: 4 (Stella 1, Sigurbjörg 1, Hildur 1, Pavla 1).Fiskuð víti: 5 (Sigurbjörg 2, Guðrún Þóra 1, Ásta Birna 1, Pavla 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Góðir. Olís-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Valur vann í kvöld Fram, 25-23, í Meistarakeppni HSÍ í Vodafone-höllinni nú í kvöld. Íslandsmeistararnir lögðu þar með bikarmeistarana í spennandi leik.Jafnræði var með liðunum framan af í kvöld. Valur byrjaði með framliggjandi 3-3 vörn sem sókn Fram var nokkrar mínútur að átta sig á. En mestu munaði markvörslu Írisar Bjarkar Símonardóttur. Hún varði fimmtán skot af sínum 24 í fyrri hálfleik og lokaði til að mynda markinu í átta mínútur. Þetta nýttu Framarar sér þó ekki en þær hefðu með réttu átt að komast nokkrum mörkum yfir. Það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að munurinn varð tvö mörk. Valur breytti í 5-1 vörn í seinni hálfleik og tók þá hægt og rólega völdin í leiknum. Framarar voru þó aldrei langt undan og náðu að jafna metin þegar tæpar fjórara mínútur voru til leiksloka, 23-23. En Valsmenn skoruðu síðustu tvö mörkin í leiknum og fögnuðu vel í leikslok enda fyrsti titill vetrarins í húsi. Hildigunnur Einarsdóttir átti góða spretti í liði Vals í kvöld og nýtti öll sjö skot sín utan af vellinum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var þó sem fyrr burðarásinn í sóknarleik liðsins. Hjá Fram var Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir markahæst en hún skoraði öll sín mörk í síðari hálfleik. Annars var sóknarleikur Fram heldur lítilfjörlegur, sér í lagi í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var ágætur framan af, en réði ekki við ágæta Valsmenn þegar þeir fóru í gang snemma í síðari hálfleik. Íris Björk varði vel í marki Fram og Jenný Ásmundsdóttir eftir hjá Val eftir að vörn liðsins skánaði til muna í síðari hálfleik.Valur - Fram 25 - 23 (10-12)Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 8/1 (21/2), Hildigunnur Einarsdóttir 7 (7), Kristín Guðmundsdóttir 4 (14), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (9), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Arndís María Erlingsdóttir 1 (1), Karólína B. Gunnarsdóttir (1), Rebekka Skúladóttir (2).Varin skot: G. Jenný Ásmundsdóttir 12/1 (33/3, 36%), Sigríður A. Ólafsdóttir 1/1 (3/2, 33%).Hraðaupphlaup: 8 (Hildigunnur 3, Kristín 2, Ágústa Edda 1, Hrafnhildur Ósk 1, Anna Úrsúla 1).Fiskuð víti: 2 (Ágústa Edda 1, Íris Ásta 1).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Fram (skot): Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 5 (5), Stella Sigurðardóttir 4/1 (11/2), Hildur Þorgeirsdóttir 4 (9), Karen Knútsdóttir 3/2 (7/3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3 (5), Pavla Nevalirova 3 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 24/1 (49/2, 49%).Hraðaupphlaup: 4 (Stella 1, Sigurbjörg 1, Hildur 1, Pavla 1).Fiskuð víti: 5 (Sigurbjörg 2, Guðrún Þóra 1, Ásta Birna 1, Pavla 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Góðir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira