Kristinn spáir Akureyri og Fram í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2010 16:15 Bjarni Fritzson og félagar í Akureyrarliðinu eru efstir í deildinni. Mynd/Stefán Vísir fékk Kristinn Guðmundsson, annan þjálfara karlaliðs HK til þess að spá í undanúrslitaleiki í deildarbikar karla í handbolta sem fara fram í Strandgötu í Hafnarfirði í dag. Kristinn spáir jöfnun og spennandi leikjunum en býst við því að Akureyri og Fram mætist í úrslitaleiknum. „Ég á ekki von á öðru en að þetta verði mjög spennandi leikir ekki nema einhverjir hafa farið aðeins lengur í jólasteikinni en aðrir," sagði Kristinn í léttum tón og bætti við: „Ég ætla að veðja á það að þetta fari eftir stöðunni í deildinni. Ég held að Akureyri vinni Hauka og að Fram vinni FH. Lið Akureyrar og Fram eru best mönnuð í dag það er að þau eru að fá mest út úr sem flestum," segir Kristinn. Leikur Fram og FH hefst klukkan 19.30 og klukkan 21.15 byrjar síðan leikur Akureyrar og Hauka. Framarar hafa leikið vel á síðustu vikum. „Þó að Fram hafi tapað síðasta leik þá er það gríðarlega vel mannað og vel stjórnað lið. Þeir eru öflugri á flestum sviðum miðað við FH-liðið eins og staðan er í dag. Ég held að þeir klári þann leik," segir Kristinn. „Ég held að það sé svo mikil gredda í Akureyrarliðinu og að þeir ætli að fara í þetta mót til þess að reyna að vinna það. Ég hef trú á því að þeir séu ekkert saddir þó að þeir séu efstir í deildinni núna," sagði Kristinn sem spáir Akureyri sigri í væntanlegum úrslitaleik á móti Fram á morgun. „Ég held að þeir séu líklegastir til að fara inn í þetta mót með þeim formerkjum að ætla virkilega að reyna að vinna það. Það ætla sér allir að vinna þessa leiki en hin liðin leyfa sér kannski aðeins að rúlla aðeins á mannskapnum. Ég held að að Akureyri haldi áfram að keyra á þetta mót með það markmið að vera efstir í öllu sem þeir taka þátt í," sagði Kristinn en tekur það jafnframt fram að allt geti gerst. „Það má vel verða að það verði síðan Hafnarfjarðarslagur á morgun. Það er ómögulegt að segja til um það þó að ég sé að spá Fram og Akureyri sigri þá er ég ekki að spá þeim stórsigri í þessum leikjum. Þetta verða hörkuleikir," sagði Kristinn að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Vísir fékk Kristinn Guðmundsson, annan þjálfara karlaliðs HK til þess að spá í undanúrslitaleiki í deildarbikar karla í handbolta sem fara fram í Strandgötu í Hafnarfirði í dag. Kristinn spáir jöfnun og spennandi leikjunum en býst við því að Akureyri og Fram mætist í úrslitaleiknum. „Ég á ekki von á öðru en að þetta verði mjög spennandi leikir ekki nema einhverjir hafa farið aðeins lengur í jólasteikinni en aðrir," sagði Kristinn í léttum tón og bætti við: „Ég ætla að veðja á það að þetta fari eftir stöðunni í deildinni. Ég held að Akureyri vinni Hauka og að Fram vinni FH. Lið Akureyrar og Fram eru best mönnuð í dag það er að þau eru að fá mest út úr sem flestum," segir Kristinn. Leikur Fram og FH hefst klukkan 19.30 og klukkan 21.15 byrjar síðan leikur Akureyrar og Hauka. Framarar hafa leikið vel á síðustu vikum. „Þó að Fram hafi tapað síðasta leik þá er það gríðarlega vel mannað og vel stjórnað lið. Þeir eru öflugri á flestum sviðum miðað við FH-liðið eins og staðan er í dag. Ég held að þeir klári þann leik," segir Kristinn. „Ég held að það sé svo mikil gredda í Akureyrarliðinu og að þeir ætli að fara í þetta mót til þess að reyna að vinna það. Ég hef trú á því að þeir séu ekkert saddir þó að þeir séu efstir í deildinni núna," sagði Kristinn sem spáir Akureyri sigri í væntanlegum úrslitaleik á móti Fram á morgun. „Ég held að þeir séu líklegastir til að fara inn í þetta mót með þeim formerkjum að ætla virkilega að reyna að vinna það. Það ætla sér allir að vinna þessa leiki en hin liðin leyfa sér kannski aðeins að rúlla aðeins á mannskapnum. Ég held að að Akureyri haldi áfram að keyra á þetta mót með það markmið að vera efstir í öllu sem þeir taka þátt í," sagði Kristinn en tekur það jafnframt fram að allt geti gerst. „Það má vel verða að það verði síðan Hafnarfjarðarslagur á morgun. Það er ómögulegt að segja til um það þó að ég sé að spá Fram og Akureyri sigri þá er ég ekki að spá þeim stórsigri í þessum leikjum. Þetta verða hörkuleikir," sagði Kristinn að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira