Bedroom Community: fimm stjörnur 18. maí 2010 08:15 Tónleikar Bedroom Community í Þjóðleikhúsinu voru stórkostlegir. Hvalskoðunin er vísun í plötur Bedroom Community, en þær hafa útgáfunúmerin Hvalur 1 – Hvalur 9. Ein stór fjölskyldaTónleikar ***** Bedroom Community - The Whale Watching Tour Þjóðleikhúsið 16. maí Listahátíð í Reykjavík Valgeir Sigurðsson stofnaði Bedroom Community fyrir fjórum árum. Síðan hefur útgáfan sent frá sér níu plötur, sem eru hver annarri betri, haldið fjölmarga tónleika og m.a. staðið fyrir eftirminnilegum kvöldum á Iceland Airwaves-hátíðinni. Það mátti því búast við góðu þegar Hvalskoðunarferð þeirra Valgeirs, Nicos Muhly, Bens Frost og Sams Amidon lagði leið sína í Þjóðleikhúsið á sunnudagskvöldið.Á undan hinni eiginlegu Hval-skoðunardagskrá flutti Daníel Bjarnason ásamt hljómsveit tónlist af sinni verðlaunuðu plötu Processions, sem Bedroom Community gaf út í fyrra. Platan er frábær og það var gaman að heyra kafla bæði úr titilverkinu og hinu magnaða Bow To String.Hvalskoðunardagskráin sjálf hófst á titillagi Draumalandsplötu Valgeirs, en að því loknu komu tvö af verkum Nicos Muhly. Uppbygging tónleikanna var þannig að átta manna hljómsveit skipuð fyrrnefndum fjórmenningum og Unu Sveinbjarnardóttur á fiðlu, Nadiu Sirota á víólu, Borgari Magnússyni á kontrabassa og Helga Hrafni Jónssyni á básúnu og söng, flutti lög af plötum Valgeirs, Nicos, Bens og Sams, auk nýrra laga. Í stað þess að skipta dagskránni upp eftir höfundum var verkunum blandað, sem bjó til skemmtilegt yfirbragð. Kynningar Nicos Muhly á milli laga lífg-uðu líka upp á stemninguna, salurinn lá stundum í hláturskasti.Í grunninn eru tónlistarmennirnir hjá Bedroom Community ólíkir. Valgeir Sigurðsson fæst aðallega við raftónlist, Nico Muhly er nútímatónskáld, Ben Frost býr til ævintýralegan hávaðahljóðheim og Sam Amidon er þjóðlagasöngvari. Samt er ákveðið heildaryfirbragð yfir plötum útgáfunnar og það varð sterkara á tónleikunum þar sem öll lögin voru flutt af sömu hljómsveit og ákveðið flæði skapaðist á milli verka listamannanna.Þetta voru stórkostlegir tónleikar. Allir höfundarnir fengu að njóta sín og hljóðfæraleikararnir skiptust á að sýna snilld sína. Það var aldrei dauður punktur í þessari sextán laga dagskrá, en á meðal hápunkta fyrir mig má nefna nýja lagið hans Nicos (brjálaðir píanókaflar), Leo Needs A New Pair Of Shoes eftir Ben (sándið í kontrabassanum var ótrúlegt!), Focal Point Valgeirs, Keep in Touch eftir Nico og Hibakúsja eftir Ben, en það er gott dæmi um hávaðatöfrana sem hann skapar. Þá var lokalagið fyrir uppklapp, The Only Tune eftir Nico, sem Sam söng líka almagnað.Bedroom Community brýtur niður múra milli tónlistarheima og það var gaman að skoða hljóðfæraskipanina á sviðinu. Annars vegar voru hefðbundin hljómsveitarhljóðfæri (básúna, strengjahljóðfæri, flygill), hins vegar fartölvur og raftól.Á heildina litið voru þetta frábærir tónleikar. Hin hægláta, en örugga framrás sem hefur einkennt Bedroom Community heldur áfram.Trausti JúlíussonNiðurstaða: Valgeir Sigurðsson, Ben Frost, Nico Muhly og Sam Amidon rugluðu saman reitum sínum á áhrifamikinn og eftirminnilegan hátt í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöldið. Gagnrýni Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Labbar sextán þúsund skref á dag í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Sjá meira
Ein stór fjölskyldaTónleikar ***** Bedroom Community - The Whale Watching Tour Þjóðleikhúsið 16. maí Listahátíð í Reykjavík Valgeir Sigurðsson stofnaði Bedroom Community fyrir fjórum árum. Síðan hefur útgáfan sent frá sér níu plötur, sem eru hver annarri betri, haldið fjölmarga tónleika og m.a. staðið fyrir eftirminnilegum kvöldum á Iceland Airwaves-hátíðinni. Það mátti því búast við góðu þegar Hvalskoðunarferð þeirra Valgeirs, Nicos Muhly, Bens Frost og Sams Amidon lagði leið sína í Þjóðleikhúsið á sunnudagskvöldið.Á undan hinni eiginlegu Hval-skoðunardagskrá flutti Daníel Bjarnason ásamt hljómsveit tónlist af sinni verðlaunuðu plötu Processions, sem Bedroom Community gaf út í fyrra. Platan er frábær og það var gaman að heyra kafla bæði úr titilverkinu og hinu magnaða Bow To String.Hvalskoðunardagskráin sjálf hófst á titillagi Draumalandsplötu Valgeirs, en að því loknu komu tvö af verkum Nicos Muhly. Uppbygging tónleikanna var þannig að átta manna hljómsveit skipuð fyrrnefndum fjórmenningum og Unu Sveinbjarnardóttur á fiðlu, Nadiu Sirota á víólu, Borgari Magnússyni á kontrabassa og Helga Hrafni Jónssyni á básúnu og söng, flutti lög af plötum Valgeirs, Nicos, Bens og Sams, auk nýrra laga. Í stað þess að skipta dagskránni upp eftir höfundum var verkunum blandað, sem bjó til skemmtilegt yfirbragð. Kynningar Nicos Muhly á milli laga lífg-uðu líka upp á stemninguna, salurinn lá stundum í hláturskasti.Í grunninn eru tónlistarmennirnir hjá Bedroom Community ólíkir. Valgeir Sigurðsson fæst aðallega við raftónlist, Nico Muhly er nútímatónskáld, Ben Frost býr til ævintýralegan hávaðahljóðheim og Sam Amidon er þjóðlagasöngvari. Samt er ákveðið heildaryfirbragð yfir plötum útgáfunnar og það varð sterkara á tónleikunum þar sem öll lögin voru flutt af sömu hljómsveit og ákveðið flæði skapaðist á milli verka listamannanna.Þetta voru stórkostlegir tónleikar. Allir höfundarnir fengu að njóta sín og hljóðfæraleikararnir skiptust á að sýna snilld sína. Það var aldrei dauður punktur í þessari sextán laga dagskrá, en á meðal hápunkta fyrir mig má nefna nýja lagið hans Nicos (brjálaðir píanókaflar), Leo Needs A New Pair Of Shoes eftir Ben (sándið í kontrabassanum var ótrúlegt!), Focal Point Valgeirs, Keep in Touch eftir Nico og Hibakúsja eftir Ben, en það er gott dæmi um hávaðatöfrana sem hann skapar. Þá var lokalagið fyrir uppklapp, The Only Tune eftir Nico, sem Sam söng líka almagnað.Bedroom Community brýtur niður múra milli tónlistarheima og það var gaman að skoða hljóðfæraskipanina á sviðinu. Annars vegar voru hefðbundin hljómsveitarhljóðfæri (básúna, strengjahljóðfæri, flygill), hins vegar fartölvur og raftól.Á heildina litið voru þetta frábærir tónleikar. Hin hægláta, en örugga framrás sem hefur einkennt Bedroom Community heldur áfram.Trausti JúlíussonNiðurstaða: Valgeir Sigurðsson, Ben Frost, Nico Muhly og Sam Amidon rugluðu saman reitum sínum á áhrifamikinn og eftirminnilegan hátt í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöldið.
Gagnrýni Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Labbar sextán þúsund skref á dag í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp