Grétar Mar Jónsson: Ríkisstjórnin í gildru LÍÚ 3. maí 2010 09:12 Ríkisstjórn Íslands er að ganga í gildru LÍÚ varðandi veiðiráðgjöf í þorski og öðrum tegundum. LÍÚ er með meirihluta í stjórn Hafró, þeir eiga þar þrjá fulltrúa af fimm og hafa alltaf ráðið því sem þeir hafa viljað ráða hjá stofnuninni.LÍÚ hefur ávallt lagt blessun sína yfir togararallið, þótt það sé almennt talið illa til þess fallið að mæla stærð fiskistofna.Togararallið í ár er eins og pantað fyrir LÍÚ, sem vill ekki láta auka aflaheimildir í þorski af ótta við að það yrði gert með sama og með skötuselskvótann; að ríkið úthluti ekki til LÍÚ- manna heldur leigi aukakvótann beint út. Skipstjórnarmenn um allt land eru sammála um það að það sé óhætt að veiða meira af þorski en nú er gert. Margir telja að aukning um 100-150 þúsund tonn myndi ekki skaða stofninn. Samkvæmt gögnum Hafró væri þorskstofninn enn að stækka, þó svo að til kæmi 50.000 tonna aukning í veiðum.Það þarf að endurskoða öll vinnubrögð Hafró. Það þarf að fá erlenda fiskifræðinga, sem hafa rannsakað fiskgengd í Barentshafi, til að gera úttekt á Íslandsmiðum með sömu aðferðafræði og notuð er þar. Í Barentshafi hefur verið veitt umfram tillögur vísindamanna í áratugi, án þess að það hafi haft áhrif á stofnstærð, nema ef síður væri.Það hefur alltaf vakið furðu mína síðan það var staðfest að það eru margir þorskstofnar á Íslandsmiðum að menn skuli treysta sér út frá vísindalegum forsendum að úthluta einni heildartölu í alla þessa stofna. Segir það mér margt um vinnubrögð Hafró. Það er líka með ólíkindum að svokallaðir vísindamenn skuli úthluta kvóta í tonnum án tillits til meðalþyngdar á veiddum fiski.Það þarf að innleiða nýja hugsun og ný vinnubrögð hjá Hafró. Vinnubrögð Hafró geta vart talist vera vísindaleg, heldur virðast þau til þess fallin að þjóna sérhagsmunum frekar en heildarhagsmunum þjóðarinnar.Það er full ástæða til þess að stofna rannsóknarnefnd til að fara yfir vinnubrögð Hafró og tengsl stofnunarinnar við LÍÚ. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir ríkisins séu ekki undir valdi sérhagsmunahópa sem hafa það eitt að markmiði að tryggja eigin hagsmuni á kostnað heildarhagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands er að ganga í gildru LÍÚ varðandi veiðiráðgjöf í þorski og öðrum tegundum. LÍÚ er með meirihluta í stjórn Hafró, þeir eiga þar þrjá fulltrúa af fimm og hafa alltaf ráðið því sem þeir hafa viljað ráða hjá stofnuninni.LÍÚ hefur ávallt lagt blessun sína yfir togararallið, þótt það sé almennt talið illa til þess fallið að mæla stærð fiskistofna.Togararallið í ár er eins og pantað fyrir LÍÚ, sem vill ekki láta auka aflaheimildir í þorski af ótta við að það yrði gert með sama og með skötuselskvótann; að ríkið úthluti ekki til LÍÚ- manna heldur leigi aukakvótann beint út. Skipstjórnarmenn um allt land eru sammála um það að það sé óhætt að veiða meira af þorski en nú er gert. Margir telja að aukning um 100-150 þúsund tonn myndi ekki skaða stofninn. Samkvæmt gögnum Hafró væri þorskstofninn enn að stækka, þó svo að til kæmi 50.000 tonna aukning í veiðum.Það þarf að endurskoða öll vinnubrögð Hafró. Það þarf að fá erlenda fiskifræðinga, sem hafa rannsakað fiskgengd í Barentshafi, til að gera úttekt á Íslandsmiðum með sömu aðferðafræði og notuð er þar. Í Barentshafi hefur verið veitt umfram tillögur vísindamanna í áratugi, án þess að það hafi haft áhrif á stofnstærð, nema ef síður væri.Það hefur alltaf vakið furðu mína síðan það var staðfest að það eru margir þorskstofnar á Íslandsmiðum að menn skuli treysta sér út frá vísindalegum forsendum að úthluta einni heildartölu í alla þessa stofna. Segir það mér margt um vinnubrögð Hafró. Það er líka með ólíkindum að svokallaðir vísindamenn skuli úthluta kvóta í tonnum án tillits til meðalþyngdar á veiddum fiski.Það þarf að innleiða nýja hugsun og ný vinnubrögð hjá Hafró. Vinnubrögð Hafró geta vart talist vera vísindaleg, heldur virðast þau til þess fallin að þjóna sérhagsmunum frekar en heildarhagsmunum þjóðarinnar.Það er full ástæða til þess að stofna rannsóknarnefnd til að fara yfir vinnubrögð Hafró og tengsl stofnunarinnar við LÍÚ. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir ríkisins séu ekki undir valdi sérhagsmunahópa sem hafa það eitt að markmiði að tryggja eigin hagsmuni á kostnað heildarhagsmuna.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar