Lýðræðislegra stjórnskipulag 31. mars 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir skrifar um háskóla Um allan heim er nú mikið rætt um hlutverk háskóla í nútímasamfélagi, stjórnun þeirra og hvernig tryggja megi akademískt frelsi, framfarir í kennslu og rannsóknum og gildi þeirra fyrir samfélagið almennt. Nú þegar kreppir að í öllum hinum vestræna heimi og skorið er niður í ríkisútgjöldum skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að meta stöðu og hlutverk háskóla. Sjá má dæmi þess að deildir missi fjárstuðning í virtum háskólum í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum þrátt fyrir að státa af frábærum rannsóknum og kennslu, virtum fræðimönnum og ánægðum nemendum – einfaldlega vegna þess að þær skila ekki nægum aukatekjum. Þegar slík sjónarmið verða ofan á við stjórnun háskóla bendir það til þess að yfirvöld hafi misst sjónar á því um hvað starf háskóla á að snúast. Á dögunum var haldinn vel sóttur ráðherrafundur í Búdapest og Vín til að fagna tíu ára afmæli Bologna-yfirlýsingarinnar og hefja undirbúning fyrir nýtt evrópskt svæði æðri menntunar. Meðal þess sem þar var ofarlega á baugi var samfélagslegt hlutverk háskóla, hvernig þeir þjóna samfélaginu best og hvaða gagn háskólar og æðri menntun gerir almennt í samfélaginu. Hluti þessarar umræðu snýst um að gera fleirum kleift að leggja stund á háskólanám af einhverju tagi en hún snýst líka um gildismat samfélaga og hvernig háskólar taka þátt í að móta það gildismat. Nú liggur fyrir frumvarp mitt um opinbera háskóla þar sem þetta hlutverk opinberra háskóla er betur skilgreint og þar er dregið fram með skýrari hætti það hlutverk opinberra háskóla að miðla fræðslu til almennings og að veita samfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar. Sú áhersla sem hér kemur fram er almennt í samræmi við viðtekin sjónarmið um hlutverk háskóla í lýðræðisríkjum. Annað mikilvægt atriði í hinu nýja frumvarpi varðar stjórnun háskóla en markmið þess er að efla lýðræðislegt stjórnskipulag háskóla. Lagt er til að fulltrúum ráðherra í háskólaráði verði fækkað en á móti verði fulltrúum háskólasamfélagsins fjölgað. Með þessu er komið enn betur til móts við þau sjónarmið er fram komu við setningu laganna á Alþingi um að tryggja þurfi fræðilega þekkingu í ráðinu. Er þetta í samræmi við þær lýðræðishefðir sem tíðkast innan opinberu háskólanna og er til þess fallið að þeir sem fara með framkvæmdavaldið hafi reynslu og innsýn af starfsemi stofnunarinnar og fræðilega þekkingu á þeim fræðum sem stunduð eru í háskólanum. Með þessu er lagaumhverfið einnig fært nær því sem tíðkast í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Þar er gert ráð fyrir að meirihluti háskólaráðs sé skipaður fulltrúum úr viðkomandi fræðasamfélagi. Í þriðja lagi er lagt til að það verði hlutverk háskólafundar að móta sameiginlega vísinda- og menntastefnu háskólans en í núverandi lögum er eingöngu rætt um að fundurinn taki þátt í slíkri stefnumótun. Háskólafundur er í eðli sínu lýðræðislegri samkoma en háskólaráð því þar sitja kosnir fulltrúar hvaðanæva úr háskólasamfélaginu og eðlilegt að hinar stóru línur séu lagðar þar en háskólaráð sjái svo um útfærslu og framkvæmd stefnunnar. Í fjórða lagi er lagt til að fulltrúar nemenda á háskólafundi verði kosnir til tveggja ára í stað eins árs áður og er það í samræmi við óskir fulltrúa stúdenta. Að lokum er lagt til að skýrari greinarmunur verði gerður á menntun sem fólgin er í endurmenntun og fræðslu til almennings annars vegar og hinni eiginlegu starfsemi háskóla hins vegar að veita æðri menntun er leiðir til prófgráðu á háskólastigi. Grundvallar munur er á þessari starfsemi. Þar sem annars vegar er um að ræða heimild háskóla til þess að veita endurmenntun gegn gjaldi og hins vegar menntun sem almenningi stendur til boða að uppfylltum skilyrðum um tiltekinn undirbúning. Þessu frumvarpi er ætlað að styrkja lýðræðislegt stjórnskipulag opinberra háskóla en standa um leið vörð um tengsl háskólanna við samfélagið með tveimur utanaðkomandi fulltrúum. Þá er skerpt á hinu mikla samfélagslega mikilvægi háskólanna og hlutverki þeirra fyrir samfélagið. Allt rímar þetta við þá hugsjón að háskólar megi áfram verða hornsteinar í samfélagsgerðinni, frumkvöðlar í þekkingarsköpun og leitinni að viskunni um leið og þeir útvegi samfélaginu vel menntað fólk því til stuðnings og endursköpunar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifar um háskóla Um allan heim er nú mikið rætt um hlutverk háskóla í nútímasamfélagi, stjórnun þeirra og hvernig tryggja megi akademískt frelsi, framfarir í kennslu og rannsóknum og gildi þeirra fyrir samfélagið almennt. Nú þegar kreppir að í öllum hinum vestræna heimi og skorið er niður í ríkisútgjöldum skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að meta stöðu og hlutverk háskóla. Sjá má dæmi þess að deildir missi fjárstuðning í virtum háskólum í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum þrátt fyrir að státa af frábærum rannsóknum og kennslu, virtum fræðimönnum og ánægðum nemendum – einfaldlega vegna þess að þær skila ekki nægum aukatekjum. Þegar slík sjónarmið verða ofan á við stjórnun háskóla bendir það til þess að yfirvöld hafi misst sjónar á því um hvað starf háskóla á að snúast. Á dögunum var haldinn vel sóttur ráðherrafundur í Búdapest og Vín til að fagna tíu ára afmæli Bologna-yfirlýsingarinnar og hefja undirbúning fyrir nýtt evrópskt svæði æðri menntunar. Meðal þess sem þar var ofarlega á baugi var samfélagslegt hlutverk háskóla, hvernig þeir þjóna samfélaginu best og hvaða gagn háskólar og æðri menntun gerir almennt í samfélaginu. Hluti þessarar umræðu snýst um að gera fleirum kleift að leggja stund á háskólanám af einhverju tagi en hún snýst líka um gildismat samfélaga og hvernig háskólar taka þátt í að móta það gildismat. Nú liggur fyrir frumvarp mitt um opinbera háskóla þar sem þetta hlutverk opinberra háskóla er betur skilgreint og þar er dregið fram með skýrari hætti það hlutverk opinberra háskóla að miðla fræðslu til almennings og að veita samfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar. Sú áhersla sem hér kemur fram er almennt í samræmi við viðtekin sjónarmið um hlutverk háskóla í lýðræðisríkjum. Annað mikilvægt atriði í hinu nýja frumvarpi varðar stjórnun háskóla en markmið þess er að efla lýðræðislegt stjórnskipulag háskóla. Lagt er til að fulltrúum ráðherra í háskólaráði verði fækkað en á móti verði fulltrúum háskólasamfélagsins fjölgað. Með þessu er komið enn betur til móts við þau sjónarmið er fram komu við setningu laganna á Alþingi um að tryggja þurfi fræðilega þekkingu í ráðinu. Er þetta í samræmi við þær lýðræðishefðir sem tíðkast innan opinberu háskólanna og er til þess fallið að þeir sem fara með framkvæmdavaldið hafi reynslu og innsýn af starfsemi stofnunarinnar og fræðilega þekkingu á þeim fræðum sem stunduð eru í háskólanum. Með þessu er lagaumhverfið einnig fært nær því sem tíðkast í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Þar er gert ráð fyrir að meirihluti háskólaráðs sé skipaður fulltrúum úr viðkomandi fræðasamfélagi. Í þriðja lagi er lagt til að það verði hlutverk háskólafundar að móta sameiginlega vísinda- og menntastefnu háskólans en í núverandi lögum er eingöngu rætt um að fundurinn taki þátt í slíkri stefnumótun. Háskólafundur er í eðli sínu lýðræðislegri samkoma en háskólaráð því þar sitja kosnir fulltrúar hvaðanæva úr háskólasamfélaginu og eðlilegt að hinar stóru línur séu lagðar þar en háskólaráð sjái svo um útfærslu og framkvæmd stefnunnar. Í fjórða lagi er lagt til að fulltrúar nemenda á háskólafundi verði kosnir til tveggja ára í stað eins árs áður og er það í samræmi við óskir fulltrúa stúdenta. Að lokum er lagt til að skýrari greinarmunur verði gerður á menntun sem fólgin er í endurmenntun og fræðslu til almennings annars vegar og hinni eiginlegu starfsemi háskóla hins vegar að veita æðri menntun er leiðir til prófgráðu á háskólastigi. Grundvallar munur er á þessari starfsemi. Þar sem annars vegar er um að ræða heimild háskóla til þess að veita endurmenntun gegn gjaldi og hins vegar menntun sem almenningi stendur til boða að uppfylltum skilyrðum um tiltekinn undirbúning. Þessu frumvarpi er ætlað að styrkja lýðræðislegt stjórnskipulag opinberra háskóla en standa um leið vörð um tengsl háskólanna við samfélagið með tveimur utanaðkomandi fulltrúum. Þá er skerpt á hinu mikla samfélagslega mikilvægi háskólanna og hlutverki þeirra fyrir samfélagið. Allt rímar þetta við þá hugsjón að háskólar megi áfram verða hornsteinar í samfélagsgerðinni, frumkvöðlar í þekkingarsköpun og leitinni að viskunni um leið og þeir útvegi samfélaginu vel menntað fólk því til stuðnings og endursköpunar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun