Að sögn vettvangsstjórnar á Hvolsvelli hefur nóttin verið mjög róleg í grennd við gosstöðvarnar. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt varð örlítil aukning á vatnsrennsli í Markarfljóti og barst nokkur krapi með en þegar leið að morgni hafði vatnsmagn ekki aukist frekar í ánni. Frá eldstöðvunum má þó enn finna markvissan takt umbrotanna.
Vetur og sumar frusu saman undir Eyjafjöllum og er nú mikill snjór og hálka á veginum austan við Markarfljót. Má í dag búast við öskufalli í grennd við eldstöðina og vestur af henni.
Veisla í Heimalandi
Í tilefni sumardagsins fyrsta verður í dag opið hús og veisla í Heimalandi frá klukkan 11-17. Verða veitingar í boði SS, Emmess ís og Ölgerðarinnar. Rangárvallasýsludeild Rauða Krossins sér um að halda utan um samkomuna líkt og undanfarna daga í Heimalandi.
Róleg nótt í grennd við gosstöðvarnar
