„Þetta var frábær leikur hjá okkur. Vörnin og markvarslan var í lagi og þannig verður okkar leikur að vera," sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, eftir góðan sigur á Stjörnunni í kvöld.
Haukastúlkur eru nú aðeins stigi á eftir Stjörnunni sem er að sama skapi að missa af Fram í baráttunni um annað sætið.
„Við erum ekki í keppni um deildarmeistaratitilinn og það sem við erum að horfa á er okkar leikur, okkar hugarfar og að vera klárar í úrslitakeppnina."