Af hverju þarf niðurskurð? Árni Páll Árnason skrifar 4. nóvember 2010 06:00 Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir miklum samdrætti í útgjöldum. Í kjölfarið hafa margir velt því fyrir sér hvort ástæða sé til að ganga svo langt í niðurskurði ríkisútgjalda. Jafnvel hafa stigið fram lukkuriddarar sem segja enga þörf á niðurskurði og varla heldur á skattahækkunum. Eina sem þurfi sé aukin atvinna og veltuaukning henni samfara. Vandinn er því miður stærri en svo að við leysum hann með aukinni veltu. Við reddum okkur ekki úr vandanum með nýrri stórvirkjun og álveri. Útgjöld ríkisins eru meiri en tekjurnar standa undir. Markmið okkar er að ná jafnvægi í ríkisútgjöldum, óháð hagsveiflu. Ef velta eykst vegna nýrrar fjárfestingar eru það að sjálfsögðu góð tíðindi, en þau koma ekki í veg fyrir þörf á niðurskurði ríkisútgjalda. Afkomubati vegna hagsveiflu telst ekki með í þeirri aðlögun sem nú stendur yfir. Ef vel árar á að safna í hlöðu. Við getum nefnilega ekki haldið áfram að reikna með eilífu blíðviðri. Það er ekki lengur árið 2007. Í aðlögun útgjalda að tekjum skiptir miklu að forgangsraða. Við stundum ekki flatan niðurskurð. Uppsafnaður niðurskurður í yfirstjórn ríkisins nemur 17% í lok þessa árs, en heildarniðurskurður í fjárveitingum til þjónustu við fatlaða er 2,6%. Tillögur um endurskipulagningu heilbrigðisþjónustu eru líka skynsamleg leið til að nýta fjármuni betur, okkur öllum til hagsbóta. Ekki verður komist hjá því að ná þeim sparnaði sem að var stefnt með aðgerðunum þótt við gefum okkur kannski eitthvað lengri tíma til þess, eins og heilbrigðisráðherra hefur gefið ádrátt um. Það er aldrei auðvelt að breyta halla upp á nærri 10% af ríkisútgjöldum í afgang á þremur árum. Þess vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna ára fremur kosið að bæta í útgjöld og forðast erfiðar ákvarðanir um forgangsröðun. Það verður ekki gert lengur. Á fjárlögum ársins 2010 er næst stærsti útgjaldaliður ríkisins vaxtagjöld. Við greiðum meira í vexti en til allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Við getum ekki lifað áfram um efni fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir miklum samdrætti í útgjöldum. Í kjölfarið hafa margir velt því fyrir sér hvort ástæða sé til að ganga svo langt í niðurskurði ríkisútgjalda. Jafnvel hafa stigið fram lukkuriddarar sem segja enga þörf á niðurskurði og varla heldur á skattahækkunum. Eina sem þurfi sé aukin atvinna og veltuaukning henni samfara. Vandinn er því miður stærri en svo að við leysum hann með aukinni veltu. Við reddum okkur ekki úr vandanum með nýrri stórvirkjun og álveri. Útgjöld ríkisins eru meiri en tekjurnar standa undir. Markmið okkar er að ná jafnvægi í ríkisútgjöldum, óháð hagsveiflu. Ef velta eykst vegna nýrrar fjárfestingar eru það að sjálfsögðu góð tíðindi, en þau koma ekki í veg fyrir þörf á niðurskurði ríkisútgjalda. Afkomubati vegna hagsveiflu telst ekki með í þeirri aðlögun sem nú stendur yfir. Ef vel árar á að safna í hlöðu. Við getum nefnilega ekki haldið áfram að reikna með eilífu blíðviðri. Það er ekki lengur árið 2007. Í aðlögun útgjalda að tekjum skiptir miklu að forgangsraða. Við stundum ekki flatan niðurskurð. Uppsafnaður niðurskurður í yfirstjórn ríkisins nemur 17% í lok þessa árs, en heildarniðurskurður í fjárveitingum til þjónustu við fatlaða er 2,6%. Tillögur um endurskipulagningu heilbrigðisþjónustu eru líka skynsamleg leið til að nýta fjármuni betur, okkur öllum til hagsbóta. Ekki verður komist hjá því að ná þeim sparnaði sem að var stefnt með aðgerðunum þótt við gefum okkur kannski eitthvað lengri tíma til þess, eins og heilbrigðisráðherra hefur gefið ádrátt um. Það er aldrei auðvelt að breyta halla upp á nærri 10% af ríkisútgjöldum í afgang á þremur árum. Þess vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna ára fremur kosið að bæta í útgjöld og forðast erfiðar ákvarðanir um forgangsröðun. Það verður ekki gert lengur. Á fjárlögum ársins 2010 er næst stærsti útgjaldaliður ríkisins vaxtagjöld. Við greiðum meira í vexti en til allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Við getum ekki lifað áfram um efni fram.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar