Sóknarmaðurinn Mario Balotelli hefur gefið út formlega afsökunarbeiðni vegna hegðunar sinnar. Afsökunarbeiðnin er birt á opinberri heimasíðu Inter.
Balotelli hefur verið utan hóps síðustu sex leiki en búist er við að hann snúi aftur um helgina þegar liðið mætir Bologna.
„Ég biðst afsökunar á því ástandi sem hefur skapast. Þetta hefur verið erfitt fyrir mig því ég elska fótbolta og vil spila hann. Nú bíð ég bara þolinmóður eftir að geta snúið aftur og hjálpað liði mínu."
„Ég vil ekki hugsa meira um fortíðina heldur horfa til framtíðar og á þau verkefni sem bíða mín, fullviss um að ég sé tilbúinn til að takast á við þau," sagði Balotelli.