Bíó Paradís var opnað með pompi og prakt fyrr í kvöld. Þar mættu fjölmargir gestir spenntir að sjá nýja kvikmyndahúsið, sem og opnunarmyndina Backyard eftir Árna Sveinsson, sem var afar vel tekið.
Var það mál manna að vel hefði tekist til í útlitsbreytingum og sáu flestir gestanna það fyrir sér að venja komur sínar í Paradís. Dagskrá næstu vikna má sjá á heimasíðu bíósins.
Valgarður Gíslason ljósmyndari kíkti á opnunina og smellti af nokkrum myndum. Þær má sjá í meðfylgjandi myndasafni.
