Þeir ungu undirbúnir fyrir HM í Svíþjóð Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. júní 2010 10:00 Guðmundur Guðmundsson. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska landsliðið í handbolta spilar næstu leiki sína á heldur framandi slóðum. Liðið leggur upp í 20 klukkustunda ferðalag til Brasilíu þar sem það leikur tvo æfingaleiki í næstu viku.iðið fer út á sunnudaginn og flýgur til Frankfurt í Þýskalandi, þar sem það þarf að bíða í tíu klukkutíma, þaðan fer það í þrettán tíma flug til Sao Paulo og síðan nokkurra tíma flug innanlands í Brasilíu áður en það er komið á áfangastað, Espírito Santo, á mánudaginn. Leikirnir eru 16. og 18. júní.Nokkrar breytingar hafa orðið á landsliðinu frá leikjunum gegn Dönum í vikunni. Sverre Jakobsson fer ekki með þar sem hann giftir sig á Akureyri í dag, Hreiðar Levy Guðmundsson spilar með Emsdetten um helgina í umspilsleik um laust sæti í þýsku úrvalsdeildinni og bæði Róbert Gunnarsson og Alexander Petersson fá frí.Þá verða markvarðaskipti í hópnum þar sem Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur. Í hans stað kemur Pálmar Pétursson og því fer FH-ingur inn í landsliðið í stað Haukamanns. Bæði Pálmar og Aron hafa spilað þrjá landsleiki.Liðið fer til Brasilíu og leggur þar með á sig langt ferðalag fyrir tvo leiki gegn liði sem er ekki mjög hátt skrifað í handboltanum en Guðmundur Guðmundsson þjálfari segir að hann sé ekki í nokkrum vafa um að leikirnir muni nýtast vel. „Við höfðum ekki marga valkosti og erum í raun heppnir að fá þessa leiki. Ég lagði mikið upp úr að fá alvöru leiki og við þurfum á þessu að halda. Brasilía er sýnd veiði en ekki gefin og við fáum helling út úr þessu," sagði Guðmundur sem er þegar byrjaður að undirbúa liðið fyrir HM í Svíþjóð í janúar.Guðmundur segir að hann sé að breikka grunnhóp landsliðsins sem er ætlað að fara á HM. Því ætli hann að nota ungu mennina í hópnum meira en gegn Dönum. „Við lögðum þetta þannig upp frá byrjun að nota ungu mennina mikið gegn Brasilíu en kannski minna gegn Dönum. Menn eins og Ólafur Guðmundsson, Sigurbergur Sveinsson, Rúnar Kárason, Arnór Gunnarsson, Kári Kristján Kristjánsson og Oddur Gretarsson fá að spila mikið núna. Við þurfum að nýta þann tíma sem við höfum fram að HM og við erum að breikka hópinn," segir Guðmundur.Það verður ekki bara æfður og spilaður handbolti í Brasilíu heldur er ætlunin að hrista strákana vel saman. „Við tökum þetta handboltalega föstum tökum en við ætlum jafnframt að njóta þess að vera á framandi slóðum. Það er eitt og annað planað, það verður hörku dagskrá þarna úti," sagði Guðmundur dulur en ljóstraði því upp að meðal annars verði horft á Brasilíumenn spila á HM í knattspyrnu. Íslenski handboltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta spilar næstu leiki sína á heldur framandi slóðum. Liðið leggur upp í 20 klukkustunda ferðalag til Brasilíu þar sem það leikur tvo æfingaleiki í næstu viku.iðið fer út á sunnudaginn og flýgur til Frankfurt í Þýskalandi, þar sem það þarf að bíða í tíu klukkutíma, þaðan fer það í þrettán tíma flug til Sao Paulo og síðan nokkurra tíma flug innanlands í Brasilíu áður en það er komið á áfangastað, Espírito Santo, á mánudaginn. Leikirnir eru 16. og 18. júní.Nokkrar breytingar hafa orðið á landsliðinu frá leikjunum gegn Dönum í vikunni. Sverre Jakobsson fer ekki með þar sem hann giftir sig á Akureyri í dag, Hreiðar Levy Guðmundsson spilar með Emsdetten um helgina í umspilsleik um laust sæti í þýsku úrvalsdeildinni og bæði Róbert Gunnarsson og Alexander Petersson fá frí.Þá verða markvarðaskipti í hópnum þar sem Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur. Í hans stað kemur Pálmar Pétursson og því fer FH-ingur inn í landsliðið í stað Haukamanns. Bæði Pálmar og Aron hafa spilað þrjá landsleiki.Liðið fer til Brasilíu og leggur þar með á sig langt ferðalag fyrir tvo leiki gegn liði sem er ekki mjög hátt skrifað í handboltanum en Guðmundur Guðmundsson þjálfari segir að hann sé ekki í nokkrum vafa um að leikirnir muni nýtast vel. „Við höfðum ekki marga valkosti og erum í raun heppnir að fá þessa leiki. Ég lagði mikið upp úr að fá alvöru leiki og við þurfum á þessu að halda. Brasilía er sýnd veiði en ekki gefin og við fáum helling út úr þessu," sagði Guðmundur sem er þegar byrjaður að undirbúa liðið fyrir HM í Svíþjóð í janúar.Guðmundur segir að hann sé að breikka grunnhóp landsliðsins sem er ætlað að fara á HM. Því ætli hann að nota ungu mennina í hópnum meira en gegn Dönum. „Við lögðum þetta þannig upp frá byrjun að nota ungu mennina mikið gegn Brasilíu en kannski minna gegn Dönum. Menn eins og Ólafur Guðmundsson, Sigurbergur Sveinsson, Rúnar Kárason, Arnór Gunnarsson, Kári Kristján Kristjánsson og Oddur Gretarsson fá að spila mikið núna. Við þurfum að nýta þann tíma sem við höfum fram að HM og við erum að breikka hópinn," segir Guðmundur.Það verður ekki bara æfður og spilaður handbolti í Brasilíu heldur er ætlunin að hrista strákana vel saman. „Við tökum þetta handboltalega föstum tökum en við ætlum jafnframt að njóta þess að vera á framandi slóðum. Það er eitt og annað planað, það verður hörku dagskrá þarna úti," sagði Guðmundur dulur en ljóstraði því upp að meðal annars verði horft á Brasilíumenn spila á HM í knattspyrnu.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Sjá meira