Stöndum saman – nýtum tækifærin Bjarni Benediktsson skrifar 31. desember 2010 06:00 Við lok þessa árs má finna sterkt fyrir þeirri von hjá fólki að næsta ár geymi betri tíma. Til þess er ætlast að okkur takist betur en raunin varð á líðandi ári að leggja til hliðar óeiningu og sundurlyndi sem því miður hefur einkennt þjóðfélagsumræðuna frá hruni. Eigi von okkar um betri tíð að rætast verða allir að leggjast á eitt. Ýmis mál voru gerð upp á árinu 2010. Fæst þeirra geyma góðan vitnisburð fyrir stjórnarflokkana. Það væri nær að segja að ríkisstjórnin hafi verið í samfelldum átökum við þjóðina. Samkomulag við aðila vinnumarkaðarins rann út í sandinn, næstum hver einasti kjósandi í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana hafnaði niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og fjárlög byggðust á enn frekari álögum á heimili og fyrirtæki og niðurskurði sem ekkert samráð hafði verið haft um. Getuleysi stjórnvalda við að taka á skuldavanda heimilanna skapaði ósætti í samfélaginu og margt fleira má tína til af þessum toga. Dapurleg mistökGott samstarf náðist á milli stjórnmálaflokka á Alþingi um viðbrögð við rannsóknarskýrslu Alþingis. Vonandi leiðir það samstarf til bættra vinnubragða á þingi og í stjórnsýslunni. En dapurleg voru mistök meirihluta Alþingis sem ákvað að kalla saman landsdóm til að rétta yfir fyrrverandi forsætisráðherra og draga þar með stjórnmálin inn í réttarsal. Þau málalok voru Alþingi til minnkunar og skömm að atkvæðagreiðslu sumra þingmanna þar sem höggi var komið á pólitíska andstæðinga en eigin flokksmönnum hlíft. Þörf á styrkri stjórnÞrátt fyrir að liðið ár geymi fjölmörg dæmi um mistök, rangar áherslur og sundurlyndi er eina leiðin fram á við að láta ekki deigan síga. Við erfiðar aðstæður er sem aldrei fyrr þörf á sáttavilja, skýrri framtíðarsýn og bjartsýni um að hægt sé að sigrast á erfiðleikunum. Staðreyndin er að við höfum öll færi á að skapa hér bjartari framtíð. Það er því full ástæða til bjartsýni ef rétt er á málum haldið. Sundurlyndi á stjórnarheimilinu og ágreiningur um grundvallarmál, þar sem engin málamiðlun er í augsýn, eykur hins vegar á vandann einmitt þegar þörf var á styrkri stjórn og skýrri stefnu. Það er táknrænt fyrir það, hvernig ástandið er orðið, að helsta fréttaefni síðustu daga ársins er af átökum innan stjórnarliðsins og augljóst að líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Endurreisn á traustum grunniNæstu mánuðir verða afdrifaríkir um það, hvernig til tekst næstu árin við að bæta lífskjörin. Afar mikilvægt er að ná ábyrgum kjarasamningum sem stuðla að endurreisn á traustum grunni. Eins er það grundvallaratriði að fjárfesting í atvinnulífinu hefjist, því með henni fylgir brýn atvinnu- og verðmætasköpun. Í efnahagsmálum leggjum við sjálfstæðismenn áherslu á að hlífa fólki og fyrirtækjum við frekari álögum, örva hagvöxt og styðja þá sem vilja láta til sín taka. Við trúum því að leiðin til þess að vinna bug á efnahagsvandanum sé að virkja alla til þátttöku. Leið ríkisstjórnarinnar hefur á hinn bóginn því miður orðið til þess að auka byrðar þeirra sem hafa það erfitt fyrir og gera þeim erfiðara fyrir sem vilja reyna að spreyta sig og finna kröftum sínum viðnám. Þannig dýpkar efnahagslægðin og dregst á langinn. Það er því óhjákvæmilegt að breyta um stefnu við stjórn landsins. Nýtum tækifærinVið búum í fámennu landi með tiltölulega einfalda atvinnuvegi. Lýðræðishefð er rík á Íslandi og okkur hefur tekist, þrátt fyrir ágreining um stefnu og áherslur, að tryggja miklar framfarir í þjóðlífinu. Sá árangur og reynsla getur reynst okkur mikilvægt veganesti ef við berum gæfu til að leysa úr læðingi það afl sem býr í fólkinu. Nú berast jákvæð tíðindi af ástandi fiskistofnanna í kringum landið, við eigum dýrmætar orkuauðlindir og þjóðin er vel menntuð. Það er því engum vafa undirorpið að allt það sem þarf til að binda skjótt enda á efnahagsþrengingarnar er til staðar. Nú þarf einungis að bretta upp ermar, ganga hreint til verks og nýta tækifærin. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins óska ég landsmönnum öllum hamingju og velfarnaðar á komandi ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Við lok þessa árs má finna sterkt fyrir þeirri von hjá fólki að næsta ár geymi betri tíma. Til þess er ætlast að okkur takist betur en raunin varð á líðandi ári að leggja til hliðar óeiningu og sundurlyndi sem því miður hefur einkennt þjóðfélagsumræðuna frá hruni. Eigi von okkar um betri tíð að rætast verða allir að leggjast á eitt. Ýmis mál voru gerð upp á árinu 2010. Fæst þeirra geyma góðan vitnisburð fyrir stjórnarflokkana. Það væri nær að segja að ríkisstjórnin hafi verið í samfelldum átökum við þjóðina. Samkomulag við aðila vinnumarkaðarins rann út í sandinn, næstum hver einasti kjósandi í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana hafnaði niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og fjárlög byggðust á enn frekari álögum á heimili og fyrirtæki og niðurskurði sem ekkert samráð hafði verið haft um. Getuleysi stjórnvalda við að taka á skuldavanda heimilanna skapaði ósætti í samfélaginu og margt fleira má tína til af þessum toga. Dapurleg mistökGott samstarf náðist á milli stjórnmálaflokka á Alþingi um viðbrögð við rannsóknarskýrslu Alþingis. Vonandi leiðir það samstarf til bættra vinnubragða á þingi og í stjórnsýslunni. En dapurleg voru mistök meirihluta Alþingis sem ákvað að kalla saman landsdóm til að rétta yfir fyrrverandi forsætisráðherra og draga þar með stjórnmálin inn í réttarsal. Þau málalok voru Alþingi til minnkunar og skömm að atkvæðagreiðslu sumra þingmanna þar sem höggi var komið á pólitíska andstæðinga en eigin flokksmönnum hlíft. Þörf á styrkri stjórnÞrátt fyrir að liðið ár geymi fjölmörg dæmi um mistök, rangar áherslur og sundurlyndi er eina leiðin fram á við að láta ekki deigan síga. Við erfiðar aðstæður er sem aldrei fyrr þörf á sáttavilja, skýrri framtíðarsýn og bjartsýni um að hægt sé að sigrast á erfiðleikunum. Staðreyndin er að við höfum öll færi á að skapa hér bjartari framtíð. Það er því full ástæða til bjartsýni ef rétt er á málum haldið. Sundurlyndi á stjórnarheimilinu og ágreiningur um grundvallarmál, þar sem engin málamiðlun er í augsýn, eykur hins vegar á vandann einmitt þegar þörf var á styrkri stjórn og skýrri stefnu. Það er táknrænt fyrir það, hvernig ástandið er orðið, að helsta fréttaefni síðustu daga ársins er af átökum innan stjórnarliðsins og augljóst að líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Endurreisn á traustum grunniNæstu mánuðir verða afdrifaríkir um það, hvernig til tekst næstu árin við að bæta lífskjörin. Afar mikilvægt er að ná ábyrgum kjarasamningum sem stuðla að endurreisn á traustum grunni. Eins er það grundvallaratriði að fjárfesting í atvinnulífinu hefjist, því með henni fylgir brýn atvinnu- og verðmætasköpun. Í efnahagsmálum leggjum við sjálfstæðismenn áherslu á að hlífa fólki og fyrirtækjum við frekari álögum, örva hagvöxt og styðja þá sem vilja láta til sín taka. Við trúum því að leiðin til þess að vinna bug á efnahagsvandanum sé að virkja alla til þátttöku. Leið ríkisstjórnarinnar hefur á hinn bóginn því miður orðið til þess að auka byrðar þeirra sem hafa það erfitt fyrir og gera þeim erfiðara fyrir sem vilja reyna að spreyta sig og finna kröftum sínum viðnám. Þannig dýpkar efnahagslægðin og dregst á langinn. Það er því óhjákvæmilegt að breyta um stefnu við stjórn landsins. Nýtum tækifærinVið búum í fámennu landi með tiltölulega einfalda atvinnuvegi. Lýðræðishefð er rík á Íslandi og okkur hefur tekist, þrátt fyrir ágreining um stefnu og áherslur, að tryggja miklar framfarir í þjóðlífinu. Sá árangur og reynsla getur reynst okkur mikilvægt veganesti ef við berum gæfu til að leysa úr læðingi það afl sem býr í fólkinu. Nú berast jákvæð tíðindi af ástandi fiskistofnanna í kringum landið, við eigum dýrmætar orkuauðlindir og þjóðin er vel menntuð. Það er því engum vafa undirorpið að allt það sem þarf til að binda skjótt enda á efnahagsþrengingarnar er til staðar. Nú þarf einungis að bretta upp ermar, ganga hreint til verks og nýta tækifærin. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins óska ég landsmönnum öllum hamingju og velfarnaðar á komandi ári.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar