
Friður og frjáls viðskipti
Þótt Íslendingar væru fyrst eftirbátar um að koma á viðskiptafrelsi, urðum við þátttakendur með aðildinni að EFTA 1970 sem tengdi okkur við samrunaferlið í Evrópu. Síðasta stóra skrefið var aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu, stundum kallað aukaaðild að ESB. Skoðanakannanir eru mjög í tísku nú til dags og sífellt klifað á stefnubreytingu sem þær boði. Aðildin að NATO, EFTA og EES voru allt annað en ljúf viðfangsefni gagnvart almenningsálitinu. Þá var það Sjálfstæðisflokkurinn, kjölfestan við að marka stefnuna í utanríkismálum, sem tók slaginn.
Eins og fyrri daginn blæs nú nokkuð á móti varðandi viðhorf Íslendinga um samstarf við aðrar þjóðir. Vafalaust hafa hrunið og Icesave-deilan við Breta og Hollendinga haft sín áhrif á skoðanir fólks í Evrópumálum. Þess ber að gæta, að gert er ráð fyrir að Ísland fari úr kreppunni á næsta ári enda glæðist hagvöxturinn fyrir áramót. Og ætti ekki Icesave-deilan að leysast þegar fyrir liggur að Íslendingar standa við sínar skuldbindingar? Hagræði þess að vera fullgildur aðili að Evrópusambandinu er bættur efnahagslegur stöðugleiki í myntbandalagi, en að sjálfsögðu að því tilskildu að um semjist varðandi sérmál okkar, einkum sjávarútvegsmálin. Evrópusamvinnan heldur sínu fulla gildi sem varanlegur kostur og nú er framundan að ljúka aðildarsamningi okkar og leggja fyrir þjóðina. Fráleitt væri að draga aðildarumsókn Íslands til baka.
Sagan endurtekur sig varðandi Evrópumálin. Það var hart barist á vettvangi íslenskra stjórnmála um aðild Íslands að EFTA fyrir röskum 40 árum. Þeim sem þetta ritar er minnisstætt þegar sú aðild var samþykkt á Alþingi síðla árs 1969 með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og þriggja þingmanna Alþýðubandalags. Við Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, sem höfðum unnið að þeim samningum undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaráðherra, vorum viðstaddir á Alþingi þá stundina. Gylfi mælti fyrir aðildinni og þegar Bjarni Benediktsson hafði talað fyrir hönd Sjálfstæðismanna mátti skynja að málið var útrætt. En stuðningur Alþýðubandalagsmanna undir forystu Hannibals Valdimarssonar var þýðingarmikill og ekki síst vegna þess, að Jón Baldvin Hannibalsson hóf þá farsæla þátttöku í Evrópuumræðunni með setu í undirbúningsnefndinni að EFTA aðildinni. Það varð strax sátt um aðildina að EFTA. Á árunum 1970-1976 sem höfundurinn var fastafulltrúi hjá EFTA voru það viðskiptaráðherrarnir Gylfi Þ. Gíslason, Lúðvík Jósepsson og Ólafur Jóhannesson sem þar höfðu forsvar um þátttöku Íslands og allir gerðu það skörulega á ráðherrafundunum tvisvar á ári. Tveir þeirra voru þó ekki hlynntir aðild í upphafi.
Þeim fækkar sem eru á lífi og stóðu að samningnum um inngönguna í EFTA. Þess er minnst hversu þýðingarmikið það var að hafa tryggan pólitískan stuðning á heimavettvangi þrátt fyrir óróleika í umræðunni. En það er einmitt þetta sem á við nú þegar við gerum út meistaralið til samninga um ESB aðild. Alþingi samþykkti að leita aðildar að ESB og þeir samningar eru að hefjast. Ætla þá einhverjir að sitja með hendur í skauti í stað þess að styðja okkar lið á þeim mikla vettvangi samninga sem nú er framundan?
Ég hef þá trú að þar megi vel takast til og Íslendingar njóti aðildar í margvíslegu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir.
Skoðun

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar