Baráttudagur verkafólks Þóra Tómasdóttir skrifar 1. maí 2010 11:05 Í dag er 1. maí. Dagur sem helgaður er baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum og vinnuaðstæðum. Dagur samstöðu. Öll hljótum við að vilja samfélag þar sem fólk hefur í sig og á, þar sem fjölskyldur geta notið þess að vera saman, þar sem foreldrar geta verið með börnunum sínum eftir fæðingu og þar sem fólk getur hvílt sig og notið lífsins. Öll viljum við samfélag þar sem börn njóta réttarins til samvistar við foreldra sína, innihaldsríks skóladags og sjálfsagðra lífsgæða. Öll hljótum við líka að vilja samfélag þar sem fólki líður vel í vinnunni sinni, nýtur virðingar og fær sanngjörn laun. Öll viljum við eldast með reisn og njóta lífeyris sem dekkar mannsæmandi líf. Þó margt hafi áunnist er enn langt í land. Óútskýrður launamunur kynjanna stendur í stað. Lágmarkslaun eru allt of lág, vinnuvikan of löng, atvinnuleysi of mikið og allt of margir hafa tekið á sig kjaraskerðingar í kjölfar efnahagshrunsins. Það skýtur skökku við að þetta séu afleiðingar hins gengdarlausa góðæris - að réttindum hafi verið fórnað fyrir forréttindi. Sameiginlegir sjóðir voru tæmdir í nafni frjáls- og einstaklingshyggju, skammtímagróða og áhættufíknar. Allt hefur þetta gríðarleg áhrif á líf og líðan fólksins í landinu og því er brýnt að tekið verði á málum af skörugleik. Á sama tíma getum við þakkað fyrir margt. Fyrst og fremst eigum við að vera þakklát fyrirrennurum okkar, fólkinu sem barðist fyrir launum og réttindum sem þykja sjálfsögð í dag. Fólkinu sem stofnaði verkalýðsfélögin, sem benti á misréttið, sem barðist og breytti. Þetta er fólkið sem við eigum að taka okkur til fyrirmyndar, fólk með eldheitar hugsjónir og kraft til að fylgja þeim eftir af einurð. Við eigum að verða komandi kynslóðum sambærilegar fyrirmyndir, vera kjörkuð og kraftmikil, benda á það sem má bæta og laga það sem hægt er að laga. Verkalýðsbaráttan líður aldrei undir lok. Hennar vegna eru núverandi réttindi til staðar og hennar vegna verða framfarir. Ekki bara fyrir einstaklinga eða stéttir - heldur fyrir samfélagið allt. Gangan hefst í dag kl. 13.00 frá Hlemmi. Stöndum saman, göngum saman og vinnum saman að bættu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í dag er 1. maí. Dagur sem helgaður er baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum og vinnuaðstæðum. Dagur samstöðu. Öll hljótum við að vilja samfélag þar sem fólk hefur í sig og á, þar sem fjölskyldur geta notið þess að vera saman, þar sem foreldrar geta verið með börnunum sínum eftir fæðingu og þar sem fólk getur hvílt sig og notið lífsins. Öll viljum við samfélag þar sem börn njóta réttarins til samvistar við foreldra sína, innihaldsríks skóladags og sjálfsagðra lífsgæða. Öll hljótum við líka að vilja samfélag þar sem fólki líður vel í vinnunni sinni, nýtur virðingar og fær sanngjörn laun. Öll viljum við eldast með reisn og njóta lífeyris sem dekkar mannsæmandi líf. Þó margt hafi áunnist er enn langt í land. Óútskýrður launamunur kynjanna stendur í stað. Lágmarkslaun eru allt of lág, vinnuvikan of löng, atvinnuleysi of mikið og allt of margir hafa tekið á sig kjaraskerðingar í kjölfar efnahagshrunsins. Það skýtur skökku við að þetta séu afleiðingar hins gengdarlausa góðæris - að réttindum hafi verið fórnað fyrir forréttindi. Sameiginlegir sjóðir voru tæmdir í nafni frjáls- og einstaklingshyggju, skammtímagróða og áhættufíknar. Allt hefur þetta gríðarleg áhrif á líf og líðan fólksins í landinu og því er brýnt að tekið verði á málum af skörugleik. Á sama tíma getum við þakkað fyrir margt. Fyrst og fremst eigum við að vera þakklát fyrirrennurum okkar, fólkinu sem barðist fyrir launum og réttindum sem þykja sjálfsögð í dag. Fólkinu sem stofnaði verkalýðsfélögin, sem benti á misréttið, sem barðist og breytti. Þetta er fólkið sem við eigum að taka okkur til fyrirmyndar, fólk með eldheitar hugsjónir og kraft til að fylgja þeim eftir af einurð. Við eigum að verða komandi kynslóðum sambærilegar fyrirmyndir, vera kjörkuð og kraftmikil, benda á það sem má bæta og laga það sem hægt er að laga. Verkalýðsbaráttan líður aldrei undir lok. Hennar vegna eru núverandi réttindi til staðar og hennar vegna verða framfarir. Ekki bara fyrir einstaklinga eða stéttir - heldur fyrir samfélagið allt. Gangan hefst í dag kl. 13.00 frá Hlemmi. Stöndum saman, göngum saman og vinnum saman að bættu samfélagi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun