Randy Moss tekur viðtölin við sjálfan sig - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2010 23:15 Randy Moss í búningi Minnesota Vikings. Nordic Photos / Getty Images Randy Moss var í gær rekinn frá bandaríska ruðningsliðinu Minnesota Vikings en þessi skrautlegi útherji staldraði stutt við hjá sínu gamla félagi. Moss lék með Vikings fyrstu sex árin á sínum ferli sem hefur verið glæsilegur en hann hefur fjórum sinnum verið valinn í úrvalslið NFL-deildarinnar. Hann var fenginn aftur til Vikings til að styrkja sóknarleik liðsins sem er stýrt af hinum þaulvana leikstjórnanda Brett Favre. En Moss náði aðeins að spila fjóra leiki með Vikings og töpuðust þrír þeirra. Á blaðamannafundi eftir leik Vikings gegn New England Patriots um helgina, sem Moss lék með frá 2007 þar til fyrr á þessu ári, mærði hann sína gömlu félaga hjá New England og ekki síst þjálfarann Bill Belichick. Hann gagnrýndi hins vegar sitt eigið lið fyrir að hlusta ekki á sig og fara að hans ráðum í leiknum gegn New England. Hann var sektaður í síðustu viku fyrir að sinna ekki fjölmiðlum eftir leik nægilega vel og um helgina tilkynnti hann að hann myndi sjálfur bera upp spurningar til sín og svara þeim svo jafnóðum. Brad Childress, þjálfari Vikings, virtist hafa fengið nóg og tilkynnti leikmönnum sínum í gær að Moss hefði verið látinn fara. Það var svo staðfest í yfirlýsingu frá félaginu. Vikings hafði greitt New England eina og hálfa milljón dollara fyrir Moss sem og gefið New England valrétt sinn í þriðju umferð næsta nýliðavals. Hægt er að sjá þennan stórkostlega blaðamannafund hjá Moss hér. Erlendar Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Randy Moss var í gær rekinn frá bandaríska ruðningsliðinu Minnesota Vikings en þessi skrautlegi útherji staldraði stutt við hjá sínu gamla félagi. Moss lék með Vikings fyrstu sex árin á sínum ferli sem hefur verið glæsilegur en hann hefur fjórum sinnum verið valinn í úrvalslið NFL-deildarinnar. Hann var fenginn aftur til Vikings til að styrkja sóknarleik liðsins sem er stýrt af hinum þaulvana leikstjórnanda Brett Favre. En Moss náði aðeins að spila fjóra leiki með Vikings og töpuðust þrír þeirra. Á blaðamannafundi eftir leik Vikings gegn New England Patriots um helgina, sem Moss lék með frá 2007 þar til fyrr á þessu ári, mærði hann sína gömlu félaga hjá New England og ekki síst þjálfarann Bill Belichick. Hann gagnrýndi hins vegar sitt eigið lið fyrir að hlusta ekki á sig og fara að hans ráðum í leiknum gegn New England. Hann var sektaður í síðustu viku fyrir að sinna ekki fjölmiðlum eftir leik nægilega vel og um helgina tilkynnti hann að hann myndi sjálfur bera upp spurningar til sín og svara þeim svo jafnóðum. Brad Childress, þjálfari Vikings, virtist hafa fengið nóg og tilkynnti leikmönnum sínum í gær að Moss hefði verið látinn fara. Það var svo staðfest í yfirlýsingu frá félaginu. Vikings hafði greitt New England eina og hálfa milljón dollara fyrir Moss sem og gefið New England valrétt sinn í þriðju umferð næsta nýliðavals. Hægt er að sjá þennan stórkostlega blaðamannafund hjá Moss hér.
Erlendar Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira