Mun eyða krónu Pawel Bartoszek skrifar 25. nóvember 2010 09:52 Ég hef eytt í kosningabaráttu mína. Flestir frambjóðendur koma til með að eyða í kosningabaráttuna, hafi þeir á annað borð áhuga á að ná kjöri. Menn munu auðvitað eyða tíma, kröftum sínum og vina sinna og svo munu menn eyða peningum. Margir munu síðan reyna að eyða mikilli orku til að fela það að þeir séu að eyða peningum. Peningar eru ekki vinsælir, og að eyða þeim er massaóvinsælt, nú um stundir. Ég setti upp heimasíðu, það kostaði pening. Ég lét taka myndir af mér, það kostaði pening. Allt þetta mun raunar nýtast mér í framtíðinni svo ég hefði kannski getað flokkað það sem persónuleg útgjöld sem ekki tengjast kosningabaráttunni, en auðvitað tengist þetta kosningabaráttunni. Ég hef ekki hugmyndaflug í það að skálda upp eitthvað rugl. Símreikningurinn í nóvember verður svo auðvitað í hærri kantinum. Ég býst við að taka símreikninginn frá því í september og skrá mismuninn sem kostnað vegna kosningabaráttu. Veit ekki hvort margir aðrir frambjóðendur ætla að gera það en þetta er rétta leiðin. Ef maður hringir símtöl vegna þess að maður er í kosningabaráttu þá er það kostnaður vegna kosningabaráttu. Ég hef leigt mér smá aðstöðu í skemmtilegu listamannakomplexinu Skipholti 11-13 þaðan sem ég get skrifað greinar og hringt símtöl. Við máluðum aðstöðuna og gerðum hana massahuggulega. Þetta tók svolítinn tíma og kostaði pening. Þar hef ég hef haldið partý, boðið fólki upp á kaffi, bjór og snakk. Það er gaman að halda partý og gefa vinum og kunningjum bjór. Ég sé ekki eftir krónu af þeim útgjöldum. Í vikunni mun ég svo fara til Akureyrar og kynna mín stefnumál þar, því auðvitað er stjórnarskráin ekki höfuðborgarmál. Það mun eflaust kosta eitthvað. Bæði tíma og pening Ég ákvað að auglýsa ekki í blöðum, eða á netinu, en ef einhver telur að það sé rétta leiðin til að koma sér á framfæri, þá er það ekki mitt mál. Landsmenn eru stundum furðumiklir efnishyggjumenn. Allir mega eiga bíla og hús fyrir margar milljónir en ef einhver leggur nokkra tugi þúsunda í kostnað við að kynna sín hjartans mál fyrir öðru fólki þá er það rosalega slæmt.Þegar kemur að útgjöldum þá er ég reyndar áhættufælin nánös. Ég bý í leiguhúsnæði og tek strætó í vinnuna. En ég geri ráð fyrir að eyða nokkru í þessa baráttu og maukskrá það allt í bókhaldið lögum samkvæmt. Mér finnst það líka prinsipp að borga fyrir sem flest. Önnur leið væri að biðja fullt af fólki um greiða. Mikið væri ömurleg hugmynd að vera kosinn á stjórnlagaþing með fullt af greiðaskuldum á bakinu. Ég vil frekar borga en skulda.Það er ef til vill stjarnfræðilega heimskt að upplýsa um væntanleg útgjöld í kosningabaráttu þegar vika er eftir af henni. Það er auðvitað betra að þegja yfir slíku ef enginn spyr, bíða þangað til að slagnum lýkur og byrja þá að afsaka allt og fegra. En þá það. Ég verð þá bara að fá að vera stjarnfræðilega heimskulega heiðarlegur í friði.Þeir sem vilja styrkja framboð mitt geta lagt fé inn á reikning 0311-26-9059, kt. 2509802059. Ég tek ekki við meiri styrkjum 10.000 kr., og mun ekki geta heitið nafnleynd. Vilji menn styðja mig nafnlaust, þá er ég afar þakklátur og bendi á kjörklefann. Þann nafnlausa stuðning þigg ég með stolti og þökkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þjóð að tala við sjálfa sig Fastir pennar Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef eytt í kosningabaráttu mína. Flestir frambjóðendur koma til með að eyða í kosningabaráttuna, hafi þeir á annað borð áhuga á að ná kjöri. Menn munu auðvitað eyða tíma, kröftum sínum og vina sinna og svo munu menn eyða peningum. Margir munu síðan reyna að eyða mikilli orku til að fela það að þeir séu að eyða peningum. Peningar eru ekki vinsælir, og að eyða þeim er massaóvinsælt, nú um stundir. Ég setti upp heimasíðu, það kostaði pening. Ég lét taka myndir af mér, það kostaði pening. Allt þetta mun raunar nýtast mér í framtíðinni svo ég hefði kannski getað flokkað það sem persónuleg útgjöld sem ekki tengjast kosningabaráttunni, en auðvitað tengist þetta kosningabaráttunni. Ég hef ekki hugmyndaflug í það að skálda upp eitthvað rugl. Símreikningurinn í nóvember verður svo auðvitað í hærri kantinum. Ég býst við að taka símreikninginn frá því í september og skrá mismuninn sem kostnað vegna kosningabaráttu. Veit ekki hvort margir aðrir frambjóðendur ætla að gera það en þetta er rétta leiðin. Ef maður hringir símtöl vegna þess að maður er í kosningabaráttu þá er það kostnaður vegna kosningabaráttu. Ég hef leigt mér smá aðstöðu í skemmtilegu listamannakomplexinu Skipholti 11-13 þaðan sem ég get skrifað greinar og hringt símtöl. Við máluðum aðstöðuna og gerðum hana massahuggulega. Þetta tók svolítinn tíma og kostaði pening. Þar hef ég hef haldið partý, boðið fólki upp á kaffi, bjór og snakk. Það er gaman að halda partý og gefa vinum og kunningjum bjór. Ég sé ekki eftir krónu af þeim útgjöldum. Í vikunni mun ég svo fara til Akureyrar og kynna mín stefnumál þar, því auðvitað er stjórnarskráin ekki höfuðborgarmál. Það mun eflaust kosta eitthvað. Bæði tíma og pening Ég ákvað að auglýsa ekki í blöðum, eða á netinu, en ef einhver telur að það sé rétta leiðin til að koma sér á framfæri, þá er það ekki mitt mál. Landsmenn eru stundum furðumiklir efnishyggjumenn. Allir mega eiga bíla og hús fyrir margar milljónir en ef einhver leggur nokkra tugi þúsunda í kostnað við að kynna sín hjartans mál fyrir öðru fólki þá er það rosalega slæmt.Þegar kemur að útgjöldum þá er ég reyndar áhættufælin nánös. Ég bý í leiguhúsnæði og tek strætó í vinnuna. En ég geri ráð fyrir að eyða nokkru í þessa baráttu og maukskrá það allt í bókhaldið lögum samkvæmt. Mér finnst það líka prinsipp að borga fyrir sem flest. Önnur leið væri að biðja fullt af fólki um greiða. Mikið væri ömurleg hugmynd að vera kosinn á stjórnlagaþing með fullt af greiðaskuldum á bakinu. Ég vil frekar borga en skulda.Það er ef til vill stjarnfræðilega heimskt að upplýsa um væntanleg útgjöld í kosningabaráttu þegar vika er eftir af henni. Það er auðvitað betra að þegja yfir slíku ef enginn spyr, bíða þangað til að slagnum lýkur og byrja þá að afsaka allt og fegra. En þá það. Ég verð þá bara að fá að vera stjarnfræðilega heimskulega heiðarlegur í friði.Þeir sem vilja styrkja framboð mitt geta lagt fé inn á reikning 0311-26-9059, kt. 2509802059. Ég tek ekki við meiri styrkjum 10.000 kr., og mun ekki geta heitið nafnleynd. Vilji menn styðja mig nafnlaust, þá er ég afar þakklátur og bendi á kjörklefann. Þann nafnlausa stuðning þigg ég með stolti og þökkum.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun