Eygló Harðardóttir: Ekki stórasta landið Eygló Harðardóttir skrifar 24. apríl 2010 10:29 Ísland er smáríki. Íbúar eru um 320 þúsund, við höfum engan her og takmarkaðar auðlindir. Mannfjöldi og landsframleiðsla eru á við starfsmannafjölda og veltu meðalstórs fyrirtækis í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir virðumst við eiga mjög erfitt með að horfast í augu við þær. Á undanförnum árum höfum við aldrei stoppað og spurt okkur sjálf hvað það er nákvæmlega sem smáríki getur gert. Getur smáríki leyft bönkum að opna útibú erlendis? Getur smáríki leyft sér að vera með kauphöll og hlutabréfamarkað? Getur smáríki sinnt þeim skuldbindingum sem aðild að ESB og jafnvel EES felur í sér? Þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum árið 1994 urðu miklar breytingar á lagaumhverfinu á Íslandi, ekki hvað síst á starfsháttum fjármálafyrirtækja. Með aðild að EES skuldbundum við okkur til að taka upp ýmsar tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins. Oft hefur verið fullyrt að okkur sé skylt að innleiða tilskipanir Evrópusambandsins beint og engar undanþágur séu frá því. Það er ekki alls kostar rétt, því fjölmargar tilskipanir Evrópusambandsins fela aðeins í sér lágmarkssamræmingu á tilteknum reglum. Í samanburði rannsóknarnefndarinnar á innleiðingu löggjafar ESB hérlendis og í öðrum löndum segir að munurinn liggi helst í því að við virðumst hafa innleitt löggjöf ESB orðrétt og gagnrýnislaust. Engar strangari reglur voru settar hér og engar séraðlaganir voru að íslenskum aðstæðum. Í öllum hinum löndunum mátti finna einhvers konar séraðlaganir, strangari reglur sem endurspegluðu reynslu viðkomandi landa af fyrri efnahagsáföllum og þekkingu á eigin samfélagi. Af hverju var það svo? Almenna söguskýringin virðist vera að svona hafi menn bara viljað hafa þetta. Opna allar gáttir, sleppa öllu lausu og láta frjálshyggjuna ríða röftum. Myndin er að mínu mati aðeins flóknari. Flestir eru nú á einu máli að setja þurfi skýrari reglur og koma böndum á markaðsöflin. Samt erum við enn í dag að innleiða löggjöf ESB nánast beint inn í íslensk lög. Lítil vinna fer í að bera saman lagafrumvörp okkar við löggjöf nágrannalandanna og enginn virðist hafa tíma til að spyrja grundvallarspurninga um hvað smæð landsins leyfir okkur að gera og hvað ekki. Flækjustig í löggjöf og stjórnsýslu í nútímasamfélagi er mjög mikið og sem dæmi hafa ráðherrar á núverandi löggjafarþingi lagt fram tæplega 150 frumvörp. Á Alþingi starfa 12 fastanefndir og verkefnum nefndanna sinna 9 nefndarritarar og þar af sinna tveir þeirra aðeins fjárlaganefnd. Nefndarritarar sinna jafnframt þingmannamálum og eiga að vera þingmönnum til aðstoðar við að leggja fram frumvörp og þingsályktanir og öllum má ljóst vera að nefndarsviðið er verulega undirmannað. Staðan er ekki betri í ráðuneytunum. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að stjórnkerfið, hvort heldur er ráðuneytin eða Alþingi, hefur ekki ráðið við þau gríðarlegu verkefni sem m.a. fylgdi aðildinni að EES. Við sáum ekki veikleika okkar og forgangsröðuðum því ekki. Við gerðum aldrei upp við okkur hvaða verkefni við töldum nauðsynlegt að leysa á eigin spýtur, sem sjálfstæð þjóð og hvaða verkefnum við gætum betur sinnt í samstarfi við nágrannaþjóðir okkar? Við þurfum að forgangsraða og horfast í augu við veikleika okkar. Aðeins þannig getur eitt litlasta land í heimi dafnað um ókomna framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland er smáríki. Íbúar eru um 320 þúsund, við höfum engan her og takmarkaðar auðlindir. Mannfjöldi og landsframleiðsla eru á við starfsmannafjölda og veltu meðalstórs fyrirtækis í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir virðumst við eiga mjög erfitt með að horfast í augu við þær. Á undanförnum árum höfum við aldrei stoppað og spurt okkur sjálf hvað það er nákvæmlega sem smáríki getur gert. Getur smáríki leyft bönkum að opna útibú erlendis? Getur smáríki leyft sér að vera með kauphöll og hlutabréfamarkað? Getur smáríki sinnt þeim skuldbindingum sem aðild að ESB og jafnvel EES felur í sér? Þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum árið 1994 urðu miklar breytingar á lagaumhverfinu á Íslandi, ekki hvað síst á starfsháttum fjármálafyrirtækja. Með aðild að EES skuldbundum við okkur til að taka upp ýmsar tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins. Oft hefur verið fullyrt að okkur sé skylt að innleiða tilskipanir Evrópusambandsins beint og engar undanþágur séu frá því. Það er ekki alls kostar rétt, því fjölmargar tilskipanir Evrópusambandsins fela aðeins í sér lágmarkssamræmingu á tilteknum reglum. Í samanburði rannsóknarnefndarinnar á innleiðingu löggjafar ESB hérlendis og í öðrum löndum segir að munurinn liggi helst í því að við virðumst hafa innleitt löggjöf ESB orðrétt og gagnrýnislaust. Engar strangari reglur voru settar hér og engar séraðlaganir voru að íslenskum aðstæðum. Í öllum hinum löndunum mátti finna einhvers konar séraðlaganir, strangari reglur sem endurspegluðu reynslu viðkomandi landa af fyrri efnahagsáföllum og þekkingu á eigin samfélagi. Af hverju var það svo? Almenna söguskýringin virðist vera að svona hafi menn bara viljað hafa þetta. Opna allar gáttir, sleppa öllu lausu og láta frjálshyggjuna ríða röftum. Myndin er að mínu mati aðeins flóknari. Flestir eru nú á einu máli að setja þurfi skýrari reglur og koma böndum á markaðsöflin. Samt erum við enn í dag að innleiða löggjöf ESB nánast beint inn í íslensk lög. Lítil vinna fer í að bera saman lagafrumvörp okkar við löggjöf nágrannalandanna og enginn virðist hafa tíma til að spyrja grundvallarspurninga um hvað smæð landsins leyfir okkur að gera og hvað ekki. Flækjustig í löggjöf og stjórnsýslu í nútímasamfélagi er mjög mikið og sem dæmi hafa ráðherrar á núverandi löggjafarþingi lagt fram tæplega 150 frumvörp. Á Alþingi starfa 12 fastanefndir og verkefnum nefndanna sinna 9 nefndarritarar og þar af sinna tveir þeirra aðeins fjárlaganefnd. Nefndarritarar sinna jafnframt þingmannamálum og eiga að vera þingmönnum til aðstoðar við að leggja fram frumvörp og þingsályktanir og öllum má ljóst vera að nefndarsviðið er verulega undirmannað. Staðan er ekki betri í ráðuneytunum. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að stjórnkerfið, hvort heldur er ráðuneytin eða Alþingi, hefur ekki ráðið við þau gríðarlegu verkefni sem m.a. fylgdi aðildinni að EES. Við sáum ekki veikleika okkar og forgangsröðuðum því ekki. Við gerðum aldrei upp við okkur hvaða verkefni við töldum nauðsynlegt að leysa á eigin spýtur, sem sjálfstæð þjóð og hvaða verkefnum við gætum betur sinnt í samstarfi við nágrannaþjóðir okkar? Við þurfum að forgangsraða og horfast í augu við veikleika okkar. Aðeins þannig getur eitt litlasta land í heimi dafnað um ókomna framtíð.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun