Umfjöllun: Valskonur í lykilstöðu eftir öruggan sigur á Þór/KA Elvar Geir Magnússon skrifar 6. ágúst 2010 21:00 Valskonur stigu stórt skref í átt að titlinum í kvöld þegar þær unnu stórsigur á Þór/KA á Vodafone-vellinum. Valur er með sex stiga forystu í Pepsi-deild kvenna eftir leiki kvöldsins. Valskonur unnu öruggan sigur á Þór/KA 3-0 á Vodafone-vellinum og þurfa að misstíga sig hressilega í þeim umferðum sem eftir eru til að missa af Íslandsmeistaratitlinum. Það var þungt yfir að líta á Hlíðarenda í kvöld, rigning og rökkur. Akureyrarliðið byrjaði leikinn ágætlega en svo tók heimaliðið völdin og vann á endanum verulega verðskuldaðan sigur. Vesna Smiljkovic átti fyrsta skot leiksins fyrir Þór/KA en yfir fór boltinn. Hinumegin átti Rakel Logadóttir svipaða marktilraun sem einnig endaði yfir. Valskonur voru mun betri og Björg Gunnarsdóttir fékk flott færi eftir góðan undirbúning Kristínar Ýr Bjarnadóttur en Berglind Magnúsdóttir í marki Þórs/KA varði vel. Kristín fékk síðan dauðafæri skömmu síðar eftir Berglind fékk sendingu til baka og vissi ekki hvað hún átti að gera. Berglind var stálheppin að boltinn endaði yfir markinu. Það var svo eftir hálftíma leik sem Valur náði forystunni verðskuldað. Rakel Logadóttir skoraði þá með skoti rétt fyrir utan markteiginn eftir mistök í vörn Þórs/KA. Rétt fyrir hálfleik bætti Helga Sjöfn Jóhannesdóttir svo við öðru marki í kjölfarið á fyrirgjöf Thelmu Einarsdóttur. Staðan 2-0 fyrir Val í hálfleik og liðið var aldrei líklegt til að tapa niður þeirri forystu í seinni hálfleiknum. Mateja Zver fékk reyndar tvö dauðafæri til að minnka muninn, var ein gegn Maríu Björg Ágústsdóttur en í bæði skiptin varði María meistaralega. Zver var verulega ósátt við sig í bæði skiptin og lá svekkt í grasinu. Björk Gunnarsdóttir átti stangarskot fyrir Val áður en liðið bætti við þriðja markinu. Þar var að verki Hallbera Guðný Gísladóttir með marki beint úr aukaspyrnu. Þetta reyndist síðasta mark leiksins en Valsliðið var líklegra til að bæta við í lokin en gestirnir að jafna.Valur - Þór/KA 3-01-0 Rakel Logadóttir (30.) 2-0 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (45.) 3-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (72.)Lið Vals: María Björg Ágústsdóttir (m) Pála Marie Einarsdóttir (84. Heiða Dröfn Antonsdóttir) Rakel Logadóttir (78. Katrín Gylfadóttir) Katrín Jónsdóttir (f) Kristín Ýr Bjarnadóttir (68. Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Björk GunnarsdóttirLið Þórs/KA: Berglind Magnúsdóttir (m) Gígja Valgerður Harðardóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Rakel Hinriksdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir (f) Mateja Zver (88. Arna Harðardóttir) Bojana Besic Brynja Dögg Sigurpálsdóttir (46. Karen Nóadóttir) Eva Hafdís Ásgrímsdóttir Danka Podovac (78. Lára Einarsdóttir) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Valur er með sex stiga forystu í Pepsi-deild kvenna eftir leiki kvöldsins. Valskonur unnu öruggan sigur á Þór/KA 3-0 á Vodafone-vellinum og þurfa að misstíga sig hressilega í þeim umferðum sem eftir eru til að missa af Íslandsmeistaratitlinum. Það var þungt yfir að líta á Hlíðarenda í kvöld, rigning og rökkur. Akureyrarliðið byrjaði leikinn ágætlega en svo tók heimaliðið völdin og vann á endanum verulega verðskuldaðan sigur. Vesna Smiljkovic átti fyrsta skot leiksins fyrir Þór/KA en yfir fór boltinn. Hinumegin átti Rakel Logadóttir svipaða marktilraun sem einnig endaði yfir. Valskonur voru mun betri og Björg Gunnarsdóttir fékk flott færi eftir góðan undirbúning Kristínar Ýr Bjarnadóttur en Berglind Magnúsdóttir í marki Þórs/KA varði vel. Kristín fékk síðan dauðafæri skömmu síðar eftir Berglind fékk sendingu til baka og vissi ekki hvað hún átti að gera. Berglind var stálheppin að boltinn endaði yfir markinu. Það var svo eftir hálftíma leik sem Valur náði forystunni verðskuldað. Rakel Logadóttir skoraði þá með skoti rétt fyrir utan markteiginn eftir mistök í vörn Þórs/KA. Rétt fyrir hálfleik bætti Helga Sjöfn Jóhannesdóttir svo við öðru marki í kjölfarið á fyrirgjöf Thelmu Einarsdóttur. Staðan 2-0 fyrir Val í hálfleik og liðið var aldrei líklegt til að tapa niður þeirri forystu í seinni hálfleiknum. Mateja Zver fékk reyndar tvö dauðafæri til að minnka muninn, var ein gegn Maríu Björg Ágústsdóttur en í bæði skiptin varði María meistaralega. Zver var verulega ósátt við sig í bæði skiptin og lá svekkt í grasinu. Björk Gunnarsdóttir átti stangarskot fyrir Val áður en liðið bætti við þriðja markinu. Þar var að verki Hallbera Guðný Gísladóttir með marki beint úr aukaspyrnu. Þetta reyndist síðasta mark leiksins en Valsliðið var líklegra til að bæta við í lokin en gestirnir að jafna.Valur - Þór/KA 3-01-0 Rakel Logadóttir (30.) 2-0 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (45.) 3-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (72.)Lið Vals: María Björg Ágústsdóttir (m) Pála Marie Einarsdóttir (84. Heiða Dröfn Antonsdóttir) Rakel Logadóttir (78. Katrín Gylfadóttir) Katrín Jónsdóttir (f) Kristín Ýr Bjarnadóttir (68. Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Björk GunnarsdóttirLið Þórs/KA: Berglind Magnúsdóttir (m) Gígja Valgerður Harðardóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Rakel Hinriksdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir (f) Mateja Zver (88. Arna Harðardóttir) Bojana Besic Brynja Dögg Sigurpálsdóttir (46. Karen Nóadóttir) Eva Hafdís Ásgrímsdóttir Danka Podovac (78. Lára Einarsdóttir)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira