Dragan Stojanovic, þjálfari Þórs/KA, var í skýjunum eftir 4-0 burst liðsins gegn KR í kvöld. Leikið var á Akureyri en öll mörkin komu í fyrri hálfleik.
„Við gerðum nánast allt rétt í sókninni í fyrri hálfleiknum. Ég er ánægðastur með hvað við náðum að nýta styrkleika okkar vel. Við erum með fljóta framherja og við gáfum réttar og góðar sendingar á þá í leiknum," sagði Dragan.
Nánar er rætt við þjálfarann í Fréttablaðinu á morgun.
Vesna Smiljkovic skoraði tvö mörk fyrir Þór/KA og Mateja Zver og Elva Friðjónsdóttir sitt hvort markið. Liðið er í þriðja sæti deildarinnar, stigi á eftir Blikum og fjórum á eftir Val.
Dragan: Fullkomin sókn í fyrri hálfleik
