Enn um „Lebensraum“ 20. ágúst 2010 06:00 Haukur Hauksson gerir athugasemdir við grein mína um A-Evrópu stækkun ESB og hvernig sú stækkun hafði áhrif á þróun mála í Úkraínu. Ég fagna skrifum Hauks enda eru fáir sem þekkja þessi lönd betur en hann. Ef til vill tók ég of stórt upp í mig varðandi Úkraínu og biðst ég forláts á því. Ég byggði þessi ummæli á fréttaflutningi frá landinu á þeim tíma en þá var mikið talað um áhyggjur Rússa af þróun mála í Úkraínu. Hins vegar er það staðreynd að forráðamenn Evrópusambandsins vöruðu þá sterklega við því að skipta sér af innanríkismálum landsins. Það hlýtur að hafa haft áhrif á Rússana að landamæri nýju aðildarlanda ESB þ.e. Póllands, Slóvakíu, Ungverjalands og Rúmeníu liggja öll að Úkraínu. Málefni Úkraínu voru hins vegar algjört aukaatriði í greininni og breyta engu um megintilgang skrifa minna. Það er að benda á þá miklu og jákvæðu þróun sem hefur átt sér stað í lýðræðis- og efnahagsumbótum í bæði S- og A-Evrópu í tengslum við stækkun Evrópusambandsins. Einnig að benda á hve ósmekklegt það er hjá Ögmundi Jónassyni að bendla stækkun ESB við hugmyndafræði nasista. „Lebensraum" er hugtak sem Adolf Hitler fann upp á eins og Haukur bendir vel á í grein sinni. Sú ógeðfellda lífssýn sem birtist í skrifum Hitlers á ekkert skylt við lýðræðishefð Evrópusambandsins. Það er því von mín að andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu grípi ekki til svona lágkúrulegra samlíkinga þegar jafn mikilvægt mál og tengsl Íslands við Evrópu ber á góma. Ég fagna því þessari grein Hauks enda gerir hún ekkert annað en að skerpa á umræðunni um þessi mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Haukur Hauksson gerir athugasemdir við grein mína um A-Evrópu stækkun ESB og hvernig sú stækkun hafði áhrif á þróun mála í Úkraínu. Ég fagna skrifum Hauks enda eru fáir sem þekkja þessi lönd betur en hann. Ef til vill tók ég of stórt upp í mig varðandi Úkraínu og biðst ég forláts á því. Ég byggði þessi ummæli á fréttaflutningi frá landinu á þeim tíma en þá var mikið talað um áhyggjur Rússa af þróun mála í Úkraínu. Hins vegar er það staðreynd að forráðamenn Evrópusambandsins vöruðu þá sterklega við því að skipta sér af innanríkismálum landsins. Það hlýtur að hafa haft áhrif á Rússana að landamæri nýju aðildarlanda ESB þ.e. Póllands, Slóvakíu, Ungverjalands og Rúmeníu liggja öll að Úkraínu. Málefni Úkraínu voru hins vegar algjört aukaatriði í greininni og breyta engu um megintilgang skrifa minna. Það er að benda á þá miklu og jákvæðu þróun sem hefur átt sér stað í lýðræðis- og efnahagsumbótum í bæði S- og A-Evrópu í tengslum við stækkun Evrópusambandsins. Einnig að benda á hve ósmekklegt það er hjá Ögmundi Jónassyni að bendla stækkun ESB við hugmyndafræði nasista. „Lebensraum" er hugtak sem Adolf Hitler fann upp á eins og Haukur bendir vel á í grein sinni. Sú ógeðfellda lífssýn sem birtist í skrifum Hitlers á ekkert skylt við lýðræðishefð Evrópusambandsins. Það er því von mín að andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu grípi ekki til svona lágkúrulegra samlíkinga þegar jafn mikilvægt mál og tengsl Íslands við Evrópu ber á góma. Ég fagna því þessari grein Hauks enda gerir hún ekkert annað en að skerpa á umræðunni um þessi mál.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar