Fram er einu marki yfir í hálfleik, 14-15, á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar í toppslag í N1 deild kvenna í handbolta.
Stjarnan byrjaði leikinn betur, komst í 2-0, 4-1 og 7-4 en Framliðið tók frumkvæðið um miðjan hálfleikinn og náði mest tveggja marka forustu.
Stjarnan náði að jafna leikinn aftur en Framarinn Hildur Þorgeirsdóttir skoraði síðasta mark hálfleiksins og kom Fram yfir í 15-14 fyrir leikhléið.
Stella Sigurðardóttir hefur skorað 7 mörk fyrir Fram þrátt fyrir að vera búin að klúðra tveimur vítum og tveimur hraðaupphlaupum. Hildur Þorgeirsdóttir skoraði 3 fyrstu mörk liðsins og er með alls fjögur mörk.
Alina Tamasan hefur skorað 6 mörk fyrir Stjörnuna og Jóna Sigríður Halldórsdóttir er með 4 mörk þar af skoraði hún þrjú af fjórum fyrstu mörkum liðsins.