Þýsk fjölskylduþáttaröð um ævintýraeyjuna Ísland 16. mars 2010 06:00 Willi og strokkur Willi Weitzel nýtur mikilla vinsælda í Þýskalandi og er margverðlaunaður. „Willi segir ekki eitt orð um Ice-save eða fjármálakrísur," segir framleiðandinn Heimir Jónasson. Framleiðslufyrirtæki Heimis, Icelandic Cowboys Entertainment, hefur nýlokið framleiðslu á fimm þátta röð um Ísland ásamt þýskum framleiðendum. Þættirnir fjalla um ævintýraeyjuna Ísland og bera yfirskriftina „Leiðangurinn til Íslands". Stjarna þáttanna heitir Willi Weitzel og er að sögn Heimis hinn þýski Sveppi; margverðlaunuð barnastjarna sem nýtur mikilla vinsælda. Þættirnir voru frumsýndir á sjónvarpsstöðvunum Kinderkanal og ARD og ferðast í kjölfarið um sjónvarpsstöðvar þýska málsvæðisins. „Þættirnir eru gott dæmi um mjög vandað sjónvarpsefni fyrir alla fjölskylduna og eru bæði fræðandi og hafa mikið skemmtanagildi," segir Heimir og bætir við að verið sé að skoða að gera 90 mínútna kvikmyndaútgáfu af þáttunum. „Þetta eru eins konar ævintýra- og vísindaferðaþættir. Willi ferðast um framandi slóðir, spyr spurninga sem fólk þyrstir í að fá svör við, eins og um það hvers vegna eldgos séu svo tíð á Íslandi eða af hverju íslenska vatnið sé svona gott. Willi vill fá að vita hvernig Íslendingar hita upp húsin sín, skoðar hvali, hittir huldufólk, fer á hestbak og baðar sig úti í guðsgrænni náttúrunni. Svo gerir hann vísindatilraunir á einfaldan hátt sem útskýra hvernig veröldin virkar." Þáttur Willa hefur verið sýndur í þýsku sjónvarpi í átta ár og var valinn sjónvarpsþáttur ársins í sínum flokki á Adolf-Grimme-Preis sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Þýskalandi á dögunum. Heimir tók að sér hlutverk í þáttunum á Íslandi og leikur besta vin Willa. Hann er sem sagt fyrir Willa það sem Villi er fyrir Sveppa, ef svo má að orði komast. Hann segist ekki geta dæmt um frammistöðu sína, en hafa skemmt sér mjög vel í hlutverkinu. „Þeir orðuðu við mig að gera nokkra þætti með þeim úti," segir Heimir og bætir við að það myndi hann gera til gamans. „Það myndi örugglega skapa mér fullt af góðum samböndum til að ná fleiri verkefnum til Íslands." Heimir efast ekki um að þættirnir verði góð landkynning og laði þýska, svissneska og austurríska ferðamenn að í stórum stíl. „Með sérlega jákvæðri umfjöllun um allar þær gersemar og ævintýri sem Ísland hefur upp á að bjóða," segir hann að lokum. atlifannar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Fleiri fréttir Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Sjá meira
„Willi segir ekki eitt orð um Ice-save eða fjármálakrísur," segir framleiðandinn Heimir Jónasson. Framleiðslufyrirtæki Heimis, Icelandic Cowboys Entertainment, hefur nýlokið framleiðslu á fimm þátta röð um Ísland ásamt þýskum framleiðendum. Þættirnir fjalla um ævintýraeyjuna Ísland og bera yfirskriftina „Leiðangurinn til Íslands". Stjarna þáttanna heitir Willi Weitzel og er að sögn Heimis hinn þýski Sveppi; margverðlaunuð barnastjarna sem nýtur mikilla vinsælda. Þættirnir voru frumsýndir á sjónvarpsstöðvunum Kinderkanal og ARD og ferðast í kjölfarið um sjónvarpsstöðvar þýska málsvæðisins. „Þættirnir eru gott dæmi um mjög vandað sjónvarpsefni fyrir alla fjölskylduna og eru bæði fræðandi og hafa mikið skemmtanagildi," segir Heimir og bætir við að verið sé að skoða að gera 90 mínútna kvikmyndaútgáfu af þáttunum. „Þetta eru eins konar ævintýra- og vísindaferðaþættir. Willi ferðast um framandi slóðir, spyr spurninga sem fólk þyrstir í að fá svör við, eins og um það hvers vegna eldgos séu svo tíð á Íslandi eða af hverju íslenska vatnið sé svona gott. Willi vill fá að vita hvernig Íslendingar hita upp húsin sín, skoðar hvali, hittir huldufólk, fer á hestbak og baðar sig úti í guðsgrænni náttúrunni. Svo gerir hann vísindatilraunir á einfaldan hátt sem útskýra hvernig veröldin virkar." Þáttur Willa hefur verið sýndur í þýsku sjónvarpi í átta ár og var valinn sjónvarpsþáttur ársins í sínum flokki á Adolf-Grimme-Preis sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Þýskalandi á dögunum. Heimir tók að sér hlutverk í þáttunum á Íslandi og leikur besta vin Willa. Hann er sem sagt fyrir Willa það sem Villi er fyrir Sveppa, ef svo má að orði komast. Hann segist ekki geta dæmt um frammistöðu sína, en hafa skemmt sér mjög vel í hlutverkinu. „Þeir orðuðu við mig að gera nokkra þætti með þeim úti," segir Heimir og bætir við að það myndi hann gera til gamans. „Það myndi örugglega skapa mér fullt af góðum samböndum til að ná fleiri verkefnum til Íslands." Heimir efast ekki um að þættirnir verði góð landkynning og laði þýska, svissneska og austurríska ferðamenn að í stórum stíl. „Með sérlega jákvæðri umfjöllun um allar þær gersemar og ævintýri sem Ísland hefur upp á að bjóða," segir hann að lokum. atlifannar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Fleiri fréttir Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Sjá meira