Vettel býst við hörðum slag við Alonso og Massa 24. júlí 2010 19:56 Felipe Massa, Sebastian Vettel og Fernando Alonso fagna á Hockenheikm í dag. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel var kampakátur með að ná fremsta stað á ráslínu á Hockenheim brautinni í dag. Hann varð aðeins 0.002 sekúndum á undan Fernando Alonso í spennandi tímatöku. "Það væri gaman að vita hvað munurinn á milli okkar er í vegalengd var, miðað við 0.002 sekúndur. Þetta var mjög, mjög jafnt", sagði Vettel, en munurinn sem hann talar um eru 15 sentimetrar samkvæmt útreiking tölfræðings. "Fernando var mjög öflugur og Ferrari bílarnir eru mjög samkeppnisfærir hérna. Við vissum að þetta yrði erfitt, en 2/1000 úr sekúndu er ekki munur sem maður vill upplifa og við urðum að hafa fyrir þessu." "Það var mikil spenna í lokaumferðinni og ég vissi að ég hefði bara einn hring til að ná þessu. Það eru staðir í brautinni sem er auðvelt að klúðra málum og tapa tíma. Ef maður reynir of mikið er hætta á að skemma dekkin og þá finnst manni að tími sé að tapast." "Síðasti hringurinn minn var ekki 100%. Ég fór stundum yfir strikið og tapaði tíma, en á endnum dugði þetta. Ég náði að vera á undan með nánast engum mun. En ég er sérlega ánægður að vera í fyrsta skipti fremstur á ráslínu. En megin verkefnið er á morgun. Við erum með öflugan bil og það verður harður slagur við rauðu bílanna", sagði Vettel. Bein útsending er frá kappakstrinum á Hockenheim kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á sunnudag í opinni dagskrá. Þátturinn Endarmarkið er sýndur að loknum kappakstrinum þar sem sérfræðingar fara yfir allt það helst sem gerðist í mótinu. Sá þáttur er í lokaðri dagskrá. Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel var kampakátur með að ná fremsta stað á ráslínu á Hockenheim brautinni í dag. Hann varð aðeins 0.002 sekúndum á undan Fernando Alonso í spennandi tímatöku. "Það væri gaman að vita hvað munurinn á milli okkar er í vegalengd var, miðað við 0.002 sekúndur. Þetta var mjög, mjög jafnt", sagði Vettel, en munurinn sem hann talar um eru 15 sentimetrar samkvæmt útreiking tölfræðings. "Fernando var mjög öflugur og Ferrari bílarnir eru mjög samkeppnisfærir hérna. Við vissum að þetta yrði erfitt, en 2/1000 úr sekúndu er ekki munur sem maður vill upplifa og við urðum að hafa fyrir þessu." "Það var mikil spenna í lokaumferðinni og ég vissi að ég hefði bara einn hring til að ná þessu. Það eru staðir í brautinni sem er auðvelt að klúðra málum og tapa tíma. Ef maður reynir of mikið er hætta á að skemma dekkin og þá finnst manni að tími sé að tapast." "Síðasti hringurinn minn var ekki 100%. Ég fór stundum yfir strikið og tapaði tíma, en á endnum dugði þetta. Ég náði að vera á undan með nánast engum mun. En ég er sérlega ánægður að vera í fyrsta skipti fremstur á ráslínu. En megin verkefnið er á morgun. Við erum með öflugan bil og það verður harður slagur við rauðu bílanna", sagði Vettel. Bein útsending er frá kappakstrinum á Hockenheim kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á sunnudag í opinni dagskrá. Þátturinn Endarmarkið er sýndur að loknum kappakstrinum þar sem sérfræðingar fara yfir allt það helst sem gerðist í mótinu. Sá þáttur er í lokaðri dagskrá.
Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira