Áfellisdómur Ríkisendurskoðunar 3. september 2010 06:00 Ríkisendurskoðun hefur nýlokið gerð skýrslu fyrir Alþingi um þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Niðurstöður eru áfellisdómur yfir Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðuneyti. Fram koma alvarlegar athugasemdir við stjórnun og skipulag málaflokksins. Heildarstefnu í málaflokknum skorti. Þá kemur fram að fjárveitingar til þjónustu eru ekki byggðar á mati á þjónustuþörf þrátt fyrir að lög kveði á um að svo skuli vera. Ekki sé fylgst með gæðum þjónustunnar né tryggt að jafnræðis sé gætt milli þjónustuþega. Þá er það mat Ríkisendurskoðunar að eftirlit með þjónustu við fatlaða sé óviðunandi. Gagngerar breytingar verði að gera á núverandi eftirlitskerfi til að tryggja hagsmuni notenda. Ríkisendurskoðun telur einnig alls kostar ótækt að engar reglur séu til um hámarksbiðtíma eftir lögbundinni þjónustu. Landssamtökin Þroskahjálp hafa í áratugi barist fyrir hagsmunum fatlaðs fólks á Íslandi. Samtökin hafa kallað eftir því að samþykkt verði heildarstefna í þjónustu við fatlað fólk hér á landi en skort hefur á pólitískan vilja til slíks. Félags- og tryggingamálaráðuneytið telur sig, skv. umræddri skýrslu, vinna skv. þeim drögum að stefnumótun sem lögð voru fram 2006 en raunveruleikinn er annar þegar kemur að veigamiklum þáttum eins og þjónustu við fatlaða fólk á heimilum sínum. Friðrik er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Þroskahjálp hefur í fleiri ár bent á þá lögleysu að umsækjendur um þjónustu fá engin svör um hvenær þeir geti vænst þess að lögbundin aðstoð standi til boða. Margendurtekið hefur verið bent á að fjárveitingar séu ekki byggðar á þjónustuþörf. Ekki hefur verið til staðar vilji valdhafa til að tryggja nægilegt fjármagn til þjónustunnar þrátt fyrir að hér sé um að ræða grunnþjónustu við fólk sem háð er aðstoð samfélagsins til að geta lifað eðlilegu lífi. Brotin hafa verið lög á fötluðu fólki með fullri vitund Alþingis og Félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Þá hafa samtökin margoft komið á framfæri við stjórnvöld skoðunum sínum á nauðsyn þess að endurskoða núverandi réttindagæslukerfi og eftirlit með þjónustu. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar í því máli er afdráttarlaus; núverandi staða er óviðunandi. Ekki verður öllu fastar að orði kveðið. Áratugur er síðan Þroskahjálp lagði fram tillögur að úrbótum varðandi réttindagæslu fatlaðs fólks. Nefnd til að endurskoða réttindagæslu fatlaðs fólks var loks sett á laggirnar og skilaði ítarlegum tillögum og drögum að nýju frumvarpi til laga um réttindagæslu í mars 2009. Frá þeim tíma hafa tillögurnar legið hjá ráðherra, enn bólar ekki á viðbrögðum til úrbóta. Benda má á að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um að réttindi skuli vera tryggð með öruggum hætti. Ísland hefur skrifað undir samninginn og ber að virða hann. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus í gagnrýni á stjórnun og skipulag þjónustu við fatlaða. Stofnunin leggur fram nokkar ábendingar til úrbóta. Landssamtökin Þroskahjálp geta tekið undir þær ábendingar. Samtökin leggja áherslu á að nú þegar verði farið í eftirfarandi úrbætur: 1. Lagt verði fram frumvarp til úrbóta í réttindagæslu fatlaðs fólks og eftirlit með þjónustu bætt. Slíkt frumvarp liggur á borði Félags- og tryggingaráðherra og því má leggja það fram nú á haustþingi. 2. Lögð verði fram raunsæ áætlun um uppbyggingu búsetuþjónustu við fatlað fólk til að útrýma biðlistum. Brýnt er að Alþingi axli ábyrgð á núverandi ástandi og tryggi nauðsynlegar fjárveitingar þannig að farið verði að lögum og einstaklingum tryggð sú þjónusta sem nauðsynleg er til að lifa eðlilegu lífi. 3. Endurskoðun reglugerðar um búsetuþjónustu fatlaðs fólks verði lokið hið fyrsta og þar sett ákvæði er tryggi gæði þjónustu og hámarksbiðtíma til framtíðar. 4. Mótuð verði heildarstefna í þjónustu við fatlaða á Íslandi. 5. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði fullgiltur og lögfestur á Íslandi. Þannig fái mannréttindi fatlaðs fólks aukið vægi í íslensku samfélagi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar felur í sér alvarlegan boðskap um það hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið sig gagnvart þjónustu við fatlað fólk. Hún kallar á að stjórnvöld axli ábyrgð sína og bregðist við með úrbótum. Ekki verður unað við óbreytt ástand. Landssamtökin Þroskahjálp skora á Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðherra að bregðast ekki þeirri skyldu sinni að tryggja fötluðu fólki tækifæri til að lifa fullgildu lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur nýlokið gerð skýrslu fyrir Alþingi um þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Niðurstöður eru áfellisdómur yfir Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðuneyti. Fram koma alvarlegar athugasemdir við stjórnun og skipulag málaflokksins. Heildarstefnu í málaflokknum skorti. Þá kemur fram að fjárveitingar til þjónustu eru ekki byggðar á mati á þjónustuþörf þrátt fyrir að lög kveði á um að svo skuli vera. Ekki sé fylgst með gæðum þjónustunnar né tryggt að jafnræðis sé gætt milli þjónustuþega. Þá er það mat Ríkisendurskoðunar að eftirlit með þjónustu við fatlaða sé óviðunandi. Gagngerar breytingar verði að gera á núverandi eftirlitskerfi til að tryggja hagsmuni notenda. Ríkisendurskoðun telur einnig alls kostar ótækt að engar reglur séu til um hámarksbiðtíma eftir lögbundinni þjónustu. Landssamtökin Þroskahjálp hafa í áratugi barist fyrir hagsmunum fatlaðs fólks á Íslandi. Samtökin hafa kallað eftir því að samþykkt verði heildarstefna í þjónustu við fatlað fólk hér á landi en skort hefur á pólitískan vilja til slíks. Félags- og tryggingamálaráðuneytið telur sig, skv. umræddri skýrslu, vinna skv. þeim drögum að stefnumótun sem lögð voru fram 2006 en raunveruleikinn er annar þegar kemur að veigamiklum þáttum eins og þjónustu við fatlaða fólk á heimilum sínum. Friðrik er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Þroskahjálp hefur í fleiri ár bent á þá lögleysu að umsækjendur um þjónustu fá engin svör um hvenær þeir geti vænst þess að lögbundin aðstoð standi til boða. Margendurtekið hefur verið bent á að fjárveitingar séu ekki byggðar á þjónustuþörf. Ekki hefur verið til staðar vilji valdhafa til að tryggja nægilegt fjármagn til þjónustunnar þrátt fyrir að hér sé um að ræða grunnþjónustu við fólk sem háð er aðstoð samfélagsins til að geta lifað eðlilegu lífi. Brotin hafa verið lög á fötluðu fólki með fullri vitund Alþingis og Félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Þá hafa samtökin margoft komið á framfæri við stjórnvöld skoðunum sínum á nauðsyn þess að endurskoða núverandi réttindagæslukerfi og eftirlit með þjónustu. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar í því máli er afdráttarlaus; núverandi staða er óviðunandi. Ekki verður öllu fastar að orði kveðið. Áratugur er síðan Þroskahjálp lagði fram tillögur að úrbótum varðandi réttindagæslu fatlaðs fólks. Nefnd til að endurskoða réttindagæslu fatlaðs fólks var loks sett á laggirnar og skilaði ítarlegum tillögum og drögum að nýju frumvarpi til laga um réttindagæslu í mars 2009. Frá þeim tíma hafa tillögurnar legið hjá ráðherra, enn bólar ekki á viðbrögðum til úrbóta. Benda má á að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um að réttindi skuli vera tryggð með öruggum hætti. Ísland hefur skrifað undir samninginn og ber að virða hann. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus í gagnrýni á stjórnun og skipulag þjónustu við fatlaða. Stofnunin leggur fram nokkar ábendingar til úrbóta. Landssamtökin Þroskahjálp geta tekið undir þær ábendingar. Samtökin leggja áherslu á að nú þegar verði farið í eftirfarandi úrbætur: 1. Lagt verði fram frumvarp til úrbóta í réttindagæslu fatlaðs fólks og eftirlit með þjónustu bætt. Slíkt frumvarp liggur á borði Félags- og tryggingaráðherra og því má leggja það fram nú á haustþingi. 2. Lögð verði fram raunsæ áætlun um uppbyggingu búsetuþjónustu við fatlað fólk til að útrýma biðlistum. Brýnt er að Alþingi axli ábyrgð á núverandi ástandi og tryggi nauðsynlegar fjárveitingar þannig að farið verði að lögum og einstaklingum tryggð sú þjónusta sem nauðsynleg er til að lifa eðlilegu lífi. 3. Endurskoðun reglugerðar um búsetuþjónustu fatlaðs fólks verði lokið hið fyrsta og þar sett ákvæði er tryggi gæði þjónustu og hámarksbiðtíma til framtíðar. 4. Mótuð verði heildarstefna í þjónustu við fatlaða á Íslandi. 5. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði fullgiltur og lögfestur á Íslandi. Þannig fái mannréttindi fatlaðs fólks aukið vægi í íslensku samfélagi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar felur í sér alvarlegan boðskap um það hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið sig gagnvart þjónustu við fatlað fólk. Hún kallar á að stjórnvöld axli ábyrgð sína og bregðist við með úrbótum. Ekki verður unað við óbreytt ástand. Landssamtökin Þroskahjálp skora á Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðherra að bregðast ekki þeirri skyldu sinni að tryggja fötluðu fólki tækifæri til að lifa fullgildu lífi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar