Umfjöllun: Þolinmæðissigur á leiðinlegasta liði Evrópu Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. maí 2010 18:09 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Fréttablaðið Sigur Íslands á Andorra í dag var öruggur og aldrei í hættu. Andorra er líklega með eitt allra leiðinlegasta landslið sem undirritaður hefur séð spila á Laugardalsvelli, en strákarnir pirruðu sig ekki á því og kláruðu verkefnið vel. 4-0 sigur niðurstaðan. Ísland var með boltann eflaust um 70% leiksins. Strákarnir voru þó værukærir í byrjun leiksins, sendingar þeirra voru margar hverjar lélegar, og kæruleysisbragur á leik liðsins. Eftir hálftíma leik fékk Ísland víti, sem átti aldrei að vera víti. Boltinn fór í hendina á einum leikmanni þeirra, en hann stóð utan teigs og var ekki inni í teignum þrátt fyrir að henda sér í áttina að honum. Heiðar tók vítið og rúllaði boltanum í markið, vel gert og ísinn brotinn. Seinni hálfleikur var betri hjá íslenska liðinu. Sendingarnar löguðust og meiri hreyfanleiki var á liðinu. Ísland skapaði nokkur fín færi og uppskar þrjú mörk. Fyrst skoraði Heiðar með flottum skalla eftir aukaspyrnu Gylfa utan af velli. Glæsileg aukaspyrna og flott mark. Næst skoraði Veigar Páll undir lok leiksins úr víti eftir að brotið hafði verið á Steinþóri Frey. Vel gert hjá Steinþóri þar sem hann fór framhjá varnarmanni og Veigar skoraði örugglega. Kolbeinn Sigþórsson kláraði svo leikinn með marki á lokasekúndunum, hann fékk boltann í teignum og kláraði færið mjög vel. Þrátt fyrir að marga menn hafi vantað lék íslenska liðið ágætan bolta. Það er eflaust leiðinlegt að spila við þetta lið frá Andorra, sem henti sér niður í tíma og ótíma og tafði eins og það gat, líka þegar það var langt undir. Þeir tóku sér óralangan tíma í allar sína aðgerðir, skiptingar, horn, markspyrnur og svo framvegis. Andorra var líka gróft og það pakkaði í vörn. Oft hefur maður séð íslenska landsliðið ekki ná að skora gegn svona liðum, en það tókst í dag. Strákarnir sýndu þolinmæði og uppskáru að lokum vel. Þrátt fyrir það vantaði að vanda sendingar miklu betur og ógn í sókninni frá bakvörðunum var lítil sem engin, ekki frekar en af kantmönnunum. Andorra-menn tvímenntu á kantmennina en þá hefðu bakverðirnir eflaust getað hjálpað betur til. Ólafur var slakur í fyrri hálfleik og stýrði miðjunni ekkert, sem kom niður á leik liðsins. Gylfi Þór var fínn á miðjunni, Heiðar duglegur frammi og Sölvi frábær í vörninni. Hann steig ekki feilspor og var mjög sterkur.Ísland - Andorra 4-0 1-0 Heiðar Helguson (32.) - Víti. 2-0 Heiðar Helguson (51.) 3-0 Veigar Páll Gunnarsson (87.) - Víti 4-0 Kolbeinn Sigþórsson (89.)Dómari: Petur Reinert. Sæmilegur.Áhorfendur: 2567Skot (á mark): 12-2 (8-1)Varin skot: Gunnleifur 1 - Moreira 4Horn: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 16-21Rangstöður: 8-1Ísland 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6Sölvi Geir Ottesen 7* Maður leiksins Jón Guðni Fjóluson Indriði Sigurðsson 6 (77. Arnór Sveinn Aðalsteinsson -) Rúrik Gíslason 5 Ólafur Ingi Skúlason. 4 (46. Eggert Gunnþór Jónsson 6) Gylfi Þór Sigurðsson 6 (Arnór Smárason) Birkir Bjarnason 6 Rúrik Gíslason 5 (60. Veigar Páll Gunnarsson 6) Jóhann Berg Guðmundsson 5 (79. Steinþór Freyr Þorsteinsson 6) Heiðar Helguson 7 (72. Kolbeinn Sigþórsson -) Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Sigur Íslands á Andorra í dag var öruggur og aldrei í hættu. Andorra er líklega með eitt allra leiðinlegasta landslið sem undirritaður hefur séð spila á Laugardalsvelli, en strákarnir pirruðu sig ekki á því og kláruðu verkefnið vel. 4-0 sigur niðurstaðan. Ísland var með boltann eflaust um 70% leiksins. Strákarnir voru þó værukærir í byrjun leiksins, sendingar þeirra voru margar hverjar lélegar, og kæruleysisbragur á leik liðsins. Eftir hálftíma leik fékk Ísland víti, sem átti aldrei að vera víti. Boltinn fór í hendina á einum leikmanni þeirra, en hann stóð utan teigs og var ekki inni í teignum þrátt fyrir að henda sér í áttina að honum. Heiðar tók vítið og rúllaði boltanum í markið, vel gert og ísinn brotinn. Seinni hálfleikur var betri hjá íslenska liðinu. Sendingarnar löguðust og meiri hreyfanleiki var á liðinu. Ísland skapaði nokkur fín færi og uppskar þrjú mörk. Fyrst skoraði Heiðar með flottum skalla eftir aukaspyrnu Gylfa utan af velli. Glæsileg aukaspyrna og flott mark. Næst skoraði Veigar Páll undir lok leiksins úr víti eftir að brotið hafði verið á Steinþóri Frey. Vel gert hjá Steinþóri þar sem hann fór framhjá varnarmanni og Veigar skoraði örugglega. Kolbeinn Sigþórsson kláraði svo leikinn með marki á lokasekúndunum, hann fékk boltann í teignum og kláraði færið mjög vel. Þrátt fyrir að marga menn hafi vantað lék íslenska liðið ágætan bolta. Það er eflaust leiðinlegt að spila við þetta lið frá Andorra, sem henti sér niður í tíma og ótíma og tafði eins og það gat, líka þegar það var langt undir. Þeir tóku sér óralangan tíma í allar sína aðgerðir, skiptingar, horn, markspyrnur og svo framvegis. Andorra var líka gróft og það pakkaði í vörn. Oft hefur maður séð íslenska landsliðið ekki ná að skora gegn svona liðum, en það tókst í dag. Strákarnir sýndu þolinmæði og uppskáru að lokum vel. Þrátt fyrir það vantaði að vanda sendingar miklu betur og ógn í sókninni frá bakvörðunum var lítil sem engin, ekki frekar en af kantmönnunum. Andorra-menn tvímenntu á kantmennina en þá hefðu bakverðirnir eflaust getað hjálpað betur til. Ólafur var slakur í fyrri hálfleik og stýrði miðjunni ekkert, sem kom niður á leik liðsins. Gylfi Þór var fínn á miðjunni, Heiðar duglegur frammi og Sölvi frábær í vörninni. Hann steig ekki feilspor og var mjög sterkur.Ísland - Andorra 4-0 1-0 Heiðar Helguson (32.) - Víti. 2-0 Heiðar Helguson (51.) 3-0 Veigar Páll Gunnarsson (87.) - Víti 4-0 Kolbeinn Sigþórsson (89.)Dómari: Petur Reinert. Sæmilegur.Áhorfendur: 2567Skot (á mark): 12-2 (8-1)Varin skot: Gunnleifur 1 - Moreira 4Horn: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 16-21Rangstöður: 8-1Ísland 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6Sölvi Geir Ottesen 7* Maður leiksins Jón Guðni Fjóluson Indriði Sigurðsson 6 (77. Arnór Sveinn Aðalsteinsson -) Rúrik Gíslason 5 Ólafur Ingi Skúlason. 4 (46. Eggert Gunnþór Jónsson 6) Gylfi Þór Sigurðsson 6 (Arnór Smárason) Birkir Bjarnason 6 Rúrik Gíslason 5 (60. Veigar Páll Gunnarsson 6) Jóhann Berg Guðmundsson 5 (79. Steinþór Freyr Þorsteinsson 6) Heiðar Helguson 7 (72. Kolbeinn Sigþórsson -)
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira