Rök gegn gjaldþrotafrumvarpi haldi ekki lengur 20. september 2010 18:26 Formaður Viðskiptanefndar Alþingis segir að rök gegn frumvörpum sem fela í sér mikla hagsbót fyrir skuldara, séu ekki lengur fyrir hendi eftir nýfallinn dóm Hæstaréttar. Þingmenn og ríkisstjórn verði að taka skýra afstöðu með skuldurum. Frumvarp um gjaldþrotaskipti og fyrningu kröfuréttinda sem nokkrir þingmenn lögðu fram á Alþingi í vor hefur setið fast í allsherjarnefnd frá því í byrjun sumars. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að kröfur sem standa eftir þegar búið er að ganga að öllum eignum skuldara lifi einungis í fjögur ár. Með öðrum orðum: þeir sem verða gjaldþrota eru lausir allra mála eftir þann tíma. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar og flutningsmaður frumvarpsins segir að það sé viðurkenning á þeim forsendubresti sem hafi orðið vegna bankahrunsins. Lilja tekur Lettland sem dæmi. Þingið þar hafi samþykkt í andstöðu við fjármálafyrirtækin þar í landi að stytta fyrningafrestinn. Þeir sem gátu greitt helminginn af sínum skuldum sátu uppi með eftirstöðvarnar í 1 ár, þeir sem gátu greitt 35% voru lausir eftir 2 ár, og þeir sem gátu greitt 20% af skuldunum voru lausir allra mála eftir 3 ár. Lilja segist hafa hitt einstakling sem hafi farið í gegnum gjaldþrot fyrir sjö árum síðan. „Skuldirnar hans eru ennþá lifandi, af banka sem hét einu sinni Búnaðarbankinn, var síðan seldur og fékk nafnið Kaupþing banki og varð gjaldþrota og er nú Arion banki. Þrátt fyrir að bankinn hafi tvisvar sinnum verið lagður niður lifa þessar kröfur. Þessi einstaklingur talaði um að hann hefði í raun neyðst til að lifa utan við samfélagið" Gjaldþrotafrumvarpið og svokallað lyklafrumvarp Lilju hafa bæði sætt gagnrýni fjármálafyrirtækja. Sú gagnrýni hefur fyrst og fremst gengið út á að þau séu afturvirk, það er að segja að þau nái yfir lánasamninga sem búið er að gera og breyti þeim. Í öðru lagi að þau rýri eignarrétt fjármálafyrirtækja. Lilja segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar um vexti á gengistryggðum lánum gefi hins vegar fordæmi fyrir því að í lagi sé að breyta samningum eftir á og einnig því að í lagi sé að gera ákveðna eignaupptöku, hjá skuldurum. Rökin gegn frumvörpunum séu því ekki lengur fyrir hendi. Þá setji dómurinn aukna pressu á að þingmenn og ríkisstjórn taki afstöðu með skuldurum. „Því að dómurinn þýðir að þeir sem tóku gengistryggð íbúðarlán, greiðslubyrði þeirra mun þyngjast og þ.a.l. munu fleiri fara í þrot en við bjuggumst við." Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Formaður Viðskiptanefndar Alþingis segir að rök gegn frumvörpum sem fela í sér mikla hagsbót fyrir skuldara, séu ekki lengur fyrir hendi eftir nýfallinn dóm Hæstaréttar. Þingmenn og ríkisstjórn verði að taka skýra afstöðu með skuldurum. Frumvarp um gjaldþrotaskipti og fyrningu kröfuréttinda sem nokkrir þingmenn lögðu fram á Alþingi í vor hefur setið fast í allsherjarnefnd frá því í byrjun sumars. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að kröfur sem standa eftir þegar búið er að ganga að öllum eignum skuldara lifi einungis í fjögur ár. Með öðrum orðum: þeir sem verða gjaldþrota eru lausir allra mála eftir þann tíma. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar og flutningsmaður frumvarpsins segir að það sé viðurkenning á þeim forsendubresti sem hafi orðið vegna bankahrunsins. Lilja tekur Lettland sem dæmi. Þingið þar hafi samþykkt í andstöðu við fjármálafyrirtækin þar í landi að stytta fyrningafrestinn. Þeir sem gátu greitt helminginn af sínum skuldum sátu uppi með eftirstöðvarnar í 1 ár, þeir sem gátu greitt 35% voru lausir eftir 2 ár, og þeir sem gátu greitt 20% af skuldunum voru lausir allra mála eftir 3 ár. Lilja segist hafa hitt einstakling sem hafi farið í gegnum gjaldþrot fyrir sjö árum síðan. „Skuldirnar hans eru ennþá lifandi, af banka sem hét einu sinni Búnaðarbankinn, var síðan seldur og fékk nafnið Kaupþing banki og varð gjaldþrota og er nú Arion banki. Þrátt fyrir að bankinn hafi tvisvar sinnum verið lagður niður lifa þessar kröfur. Þessi einstaklingur talaði um að hann hefði í raun neyðst til að lifa utan við samfélagið" Gjaldþrotafrumvarpið og svokallað lyklafrumvarp Lilju hafa bæði sætt gagnrýni fjármálafyrirtækja. Sú gagnrýni hefur fyrst og fremst gengið út á að þau séu afturvirk, það er að segja að þau nái yfir lánasamninga sem búið er að gera og breyti þeim. Í öðru lagi að þau rýri eignarrétt fjármálafyrirtækja. Lilja segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar um vexti á gengistryggðum lánum gefi hins vegar fordæmi fyrir því að í lagi sé að breyta samningum eftir á og einnig því að í lagi sé að gera ákveðna eignaupptöku, hjá skuldurum. Rökin gegn frumvörpunum séu því ekki lengur fyrir hendi. Þá setji dómurinn aukna pressu á að þingmenn og ríkisstjórn taki afstöðu með skuldurum. „Því að dómurinn þýðir að þeir sem tóku gengistryggð íbúðarlán, greiðslubyrði þeirra mun þyngjast og þ.a.l. munu fleiri fara í þrot en við bjuggumst við."
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira