Fleiri handteknir vegna morðrannsóknar Breki Logason skrifar 17. ágúst 2010 18:35 Tuttugu og þriggja ára gömlum karlmanni sem yfirheyrður var vegna manndrápsins í Hafnafirði um helgina, var sleppt úr haldi lögreglu nú síðdegis. Fleiri hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins, segir verjandi mannsins. Hann íhugar málsókn á hendur fjölmiðlum sem birt hafa myndir af skjólstæðingi hans. Hannes Þór Helgason fannst myrtur á heimili sínu í hádeginu á sunnudag og grunaði lögreglu strax að dauða hans hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Áverkar á líki Hannesar bentu til þess að hann hefði margoft verið stunginn með eggvopni, en árásarmaðurinn mun hafa farið inn um ólæstar dyr á heimili hins myrta. Seint í gærkvöldi yfirheyrði lögregla síðan ungan mann sem hún ákvað að hafa lengur í haldi, vegna gruns um aðild að morðinu. Guðrún Sesselja Arnardóttir Hæstaréttarlögmaður var tilnefndur verjandi piltisins af lögreglu og var viðstödd skýrslutökur. „það var önnur skýrslutaka í dag en hún tók stuttan tíma. Lögreglan taldi sig síðan ekki hafa nægilega mikil gögn til þess að krefjast gæsluvarðhalds og var honum því sleppt," segir Guðrún. Í dag hefur nafn piltsins og mynd af honum verið birt í fjölmörgum fjölmiðlum og er Guðrún Sesselja allt annað en sátt með þau vinnubrögð en hún sendi tilkynningu á alla fjölmiðla þar sem nafn- og myndbirting á skjólstæðingi hennar var fordæmd. Hún segir skjólstæðing sinn ekki vera þann eina sem hafi verið handtekinn og yfirheyrður vegna málsins. Og þótt pilturinn hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, hefði nafn- og myndbirting engu að síður verið ótímabær. Hún segist ekki hafa rætt málið við piltinn eftir að honum var sleppt en útilokar ekki að höfðað verði mál vegna þessa. Lögregla segir rannsóknina vera í fullum gangi en á fjórða tug lögreglumanna vinni að henni. Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og annarra gagna aflað. Morðvopnið er ófundið. Lögreglan segir ekkert um hvort rannsóknin nái út fyrir landsteinana. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Karlmaður í haldi lögreglu vegna manndrápsins Karlmaður er í haldi lögreglunnar vegna manndrápsins í Hafnarfirði á sunnudaginn. 17. ágúst 2010 08:55 Fordæmir forkastanleg vinnubrögð fjölmiðla Lögmaður ungs manns sem var handtekinn vegna manndrápsmáls í Hafnarfirði fordæmir vinnubrögð ákveðinna fjölmiðla vegna nafn- og myndbirtingar af skjólstæðingi sínum. 17. ágúst 2010 16:40 Morðið í Hafnarfirði: Manninum sleppt úr haldi Lögreglan leggur ekki fram kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum sem handtekinn var í gær og hefur verið í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á morðinu í Hafnarfirði um helgina. Maðurinn er á þrítugsaldri. Lögreglan heldur rannsókn málsins áfram. 17. ágúst 2010 16:05 Kom að manninum sofandi og margstakk með eggvopni Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 17. ágúst 2010 06:00 Morðið í Hafnarfirði: Æskuvinur unnustunnar í haldi lögreglu Maðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að morðinu á Hannesi Helgasyni aðfararnótt sunnudags tengist unnustu Hannesar, að því er heimildir fréttastofu herma. Þau hafa þekkst frá því í æsku. Lögregla ákveður í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds manninum. 17. ágúst 2010 11:44 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Tuttugu og þriggja ára gömlum karlmanni sem yfirheyrður var vegna manndrápsins í Hafnafirði um helgina, var sleppt úr haldi lögreglu nú síðdegis. Fleiri hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins, segir verjandi mannsins. Hann íhugar málsókn á hendur fjölmiðlum sem birt hafa myndir af skjólstæðingi hans. Hannes Þór Helgason fannst myrtur á heimili sínu í hádeginu á sunnudag og grunaði lögreglu strax að dauða hans hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Áverkar á líki Hannesar bentu til þess að hann hefði margoft verið stunginn með eggvopni, en árásarmaðurinn mun hafa farið inn um ólæstar dyr á heimili hins myrta. Seint í gærkvöldi yfirheyrði lögregla síðan ungan mann sem hún ákvað að hafa lengur í haldi, vegna gruns um aðild að morðinu. Guðrún Sesselja Arnardóttir Hæstaréttarlögmaður var tilnefndur verjandi piltisins af lögreglu og var viðstödd skýrslutökur. „það var önnur skýrslutaka í dag en hún tók stuttan tíma. Lögreglan taldi sig síðan ekki hafa nægilega mikil gögn til þess að krefjast gæsluvarðhalds og var honum því sleppt," segir Guðrún. Í dag hefur nafn piltsins og mynd af honum verið birt í fjölmörgum fjölmiðlum og er Guðrún Sesselja allt annað en sátt með þau vinnubrögð en hún sendi tilkynningu á alla fjölmiðla þar sem nafn- og myndbirting á skjólstæðingi hennar var fordæmd. Hún segir skjólstæðing sinn ekki vera þann eina sem hafi verið handtekinn og yfirheyrður vegna málsins. Og þótt pilturinn hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, hefði nafn- og myndbirting engu að síður verið ótímabær. Hún segist ekki hafa rætt málið við piltinn eftir að honum var sleppt en útilokar ekki að höfðað verði mál vegna þessa. Lögregla segir rannsóknina vera í fullum gangi en á fjórða tug lögreglumanna vinni að henni. Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og annarra gagna aflað. Morðvopnið er ófundið. Lögreglan segir ekkert um hvort rannsóknin nái út fyrir landsteinana.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Karlmaður í haldi lögreglu vegna manndrápsins Karlmaður er í haldi lögreglunnar vegna manndrápsins í Hafnarfirði á sunnudaginn. 17. ágúst 2010 08:55 Fordæmir forkastanleg vinnubrögð fjölmiðla Lögmaður ungs manns sem var handtekinn vegna manndrápsmáls í Hafnarfirði fordæmir vinnubrögð ákveðinna fjölmiðla vegna nafn- og myndbirtingar af skjólstæðingi sínum. 17. ágúst 2010 16:40 Morðið í Hafnarfirði: Manninum sleppt úr haldi Lögreglan leggur ekki fram kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum sem handtekinn var í gær og hefur verið í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á morðinu í Hafnarfirði um helgina. Maðurinn er á þrítugsaldri. Lögreglan heldur rannsókn málsins áfram. 17. ágúst 2010 16:05 Kom að manninum sofandi og margstakk með eggvopni Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 17. ágúst 2010 06:00 Morðið í Hafnarfirði: Æskuvinur unnustunnar í haldi lögreglu Maðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að morðinu á Hannesi Helgasyni aðfararnótt sunnudags tengist unnustu Hannesar, að því er heimildir fréttastofu herma. Þau hafa þekkst frá því í æsku. Lögregla ákveður í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds manninum. 17. ágúst 2010 11:44 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Karlmaður í haldi lögreglu vegna manndrápsins Karlmaður er í haldi lögreglunnar vegna manndrápsins í Hafnarfirði á sunnudaginn. 17. ágúst 2010 08:55
Fordæmir forkastanleg vinnubrögð fjölmiðla Lögmaður ungs manns sem var handtekinn vegna manndrápsmáls í Hafnarfirði fordæmir vinnubrögð ákveðinna fjölmiðla vegna nafn- og myndbirtingar af skjólstæðingi sínum. 17. ágúst 2010 16:40
Morðið í Hafnarfirði: Manninum sleppt úr haldi Lögreglan leggur ekki fram kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum sem handtekinn var í gær og hefur verið í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á morðinu í Hafnarfirði um helgina. Maðurinn er á þrítugsaldri. Lögreglan heldur rannsókn málsins áfram. 17. ágúst 2010 16:05
Kom að manninum sofandi og margstakk með eggvopni Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 17. ágúst 2010 06:00
Morðið í Hafnarfirði: Æskuvinur unnustunnar í haldi lögreglu Maðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að morðinu á Hannesi Helgasyni aðfararnótt sunnudags tengist unnustu Hannesar, að því er heimildir fréttastofu herma. Þau hafa þekkst frá því í æsku. Lögregla ákveður í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds manninum. 17. ágúst 2010 11:44