Ungu strákarnir gefa Íslandi von Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Alfreð Finnbogason skoraði eitt og átti ríkan þátt í hinu marki Íslands í gær. Nordic Photos / AFP Tveir leikmenn U-21 landliðs Íslands, þeir Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson, björguðu andliti íslenska landsliðsins sem mætti Ísrael ytra í vináttulandsleik í gær. Mörk þeirra undir lok leiksins dugðu ekki til þar sem Ísrael vann leikinn, 3-2. „Við vorum komnir 2-0 undir eftir þrettán mínútur og þeir skoruðu svo þriðja markið á 27. mínútu. Þetta leit því ansi illa út hjá okkur," sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „En við náðum að koma aðeins til baka í seinni hálfleik og bjarga andlitinu." Ísraelar skoruðu fyrsta markið eftir að Indriði Sigurðsson gaf boltann frá sér á eigin vallarhelmingi og það síðara eftir að boltinn var einfaldlega hirtur af Hermanni Hreiðarssyni sem var þá aftasti varnarmaður. Omer Dameri skoraði bæði mörkin en þetta var hans fyrsti landsleikur fyrir hönd Ísraels. „Fyrsti tvö mörkin voru gjafamörk - alger byrjendamistök," sagði Ólafur en þeir Indriði og Hermann eru leikreyndustu leikmenn íslenska landsliðsins. Ólafur sagði fyrir leikinn að liðið ætlaði að reyna að halda boltanum betur innan liðsins og færa sig nær marki andstæðingsins en liðið hefur oft gert áður. Landsliðsþjálfarinn sagði að sú tilraun hefði misheppnast. „Við lentum í vandræðum. Ísraelsmenn eru léttleikandi, flinkir og duglegir að teygja á liðinu. Við breyttum til í seinni hálfleik og spiluðum aðeins aftar og þéttum miðjuna. Þá gekk okkur mun betur," sagði Ólafur. Ísland fékk þó fín færi í fyrri hálfleik sem liðið náði ekki að nýta. „Steinþór Freyr átti skot í slá, Kolbeinn komst einn í gegn og Birkir fékk tvö mjög góð færi en það féll ekki með okkur." Eins og Ólafur segir gekk Íslandi mun betur í síðari hálfleik og var nálægt því að jafna metin undir lokin. „Við settum pressu á þá undir lokin en það vantaði herslumuninn." Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær og var vitanlega ánægður með það. Hann skoraði fyrra mark Íslands og átti stóran þátt í því síðara. „Ég fékk boltann á teignum eftir hornspyrnu og setti hann á nærstöngina," sagði Alfreð í gær. „Ég átti svo sendingu inn á Steinþór Frey og hann lagði boltann fyrir Kolbein sem skoraði síðara markið," bætti hann við. „Það bætti aðeins stöðuna. Það stefndi í niðurlægingu en við tókum okkur saman í andlitinu og gátum labbað nokkuð brattir af velli," sagði Alfreð. „Ég er auðvitað aldrei sáttur við tap en miðað við stöðuna í hálfleik var þetta fínt. Ég er ánægður með markið en ég reyndi að nýta tækifærið og sýna að ég eigi heima í landsliðinu." Ólafur segir ferðina hafa nýst vel þrátt fyrir tapið. „Bæði leikmenn og við þjálfararnir erum reynslunni ríkari. Við prófuðum ákveðna hluti sem okkur langaði til að gera og það var fínt að sjá hvernig það gekk og hvað mætti betur fara. Þetta var góð ferð." Íslenski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Sjá meira
Tveir leikmenn U-21 landliðs Íslands, þeir Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson, björguðu andliti íslenska landsliðsins sem mætti Ísrael ytra í vináttulandsleik í gær. Mörk þeirra undir lok leiksins dugðu ekki til þar sem Ísrael vann leikinn, 3-2. „Við vorum komnir 2-0 undir eftir þrettán mínútur og þeir skoruðu svo þriðja markið á 27. mínútu. Þetta leit því ansi illa út hjá okkur," sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „En við náðum að koma aðeins til baka í seinni hálfleik og bjarga andlitinu." Ísraelar skoruðu fyrsta markið eftir að Indriði Sigurðsson gaf boltann frá sér á eigin vallarhelmingi og það síðara eftir að boltinn var einfaldlega hirtur af Hermanni Hreiðarssyni sem var þá aftasti varnarmaður. Omer Dameri skoraði bæði mörkin en þetta var hans fyrsti landsleikur fyrir hönd Ísraels. „Fyrsti tvö mörkin voru gjafamörk - alger byrjendamistök," sagði Ólafur en þeir Indriði og Hermann eru leikreyndustu leikmenn íslenska landsliðsins. Ólafur sagði fyrir leikinn að liðið ætlaði að reyna að halda boltanum betur innan liðsins og færa sig nær marki andstæðingsins en liðið hefur oft gert áður. Landsliðsþjálfarinn sagði að sú tilraun hefði misheppnast. „Við lentum í vandræðum. Ísraelsmenn eru léttleikandi, flinkir og duglegir að teygja á liðinu. Við breyttum til í seinni hálfleik og spiluðum aðeins aftar og þéttum miðjuna. Þá gekk okkur mun betur," sagði Ólafur. Ísland fékk þó fín færi í fyrri hálfleik sem liðið náði ekki að nýta. „Steinþór Freyr átti skot í slá, Kolbeinn komst einn í gegn og Birkir fékk tvö mjög góð færi en það féll ekki með okkur." Eins og Ólafur segir gekk Íslandi mun betur í síðari hálfleik og var nálægt því að jafna metin undir lokin. „Við settum pressu á þá undir lokin en það vantaði herslumuninn." Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær og var vitanlega ánægður með það. Hann skoraði fyrra mark Íslands og átti stóran þátt í því síðara. „Ég fékk boltann á teignum eftir hornspyrnu og setti hann á nærstöngina," sagði Alfreð í gær. „Ég átti svo sendingu inn á Steinþór Frey og hann lagði boltann fyrir Kolbein sem skoraði síðara markið," bætti hann við. „Það bætti aðeins stöðuna. Það stefndi í niðurlægingu en við tókum okkur saman í andlitinu og gátum labbað nokkuð brattir af velli," sagði Alfreð. „Ég er auðvitað aldrei sáttur við tap en miðað við stöðuna í hálfleik var þetta fínt. Ég er ánægður með markið en ég reyndi að nýta tækifærið og sýna að ég eigi heima í landsliðinu." Ólafur segir ferðina hafa nýst vel þrátt fyrir tapið. „Bæði leikmenn og við þjálfararnir erum reynslunni ríkari. Við prófuðum ákveðna hluti sem okkur langaði til að gera og það var fínt að sjá hvernig það gekk og hvað mætti betur fara. Þetta var góð ferð."
Íslenski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Sjá meira