Aron Pálmarsson: Er að rifna úr stolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júní 2010 10:00 Evrópumeistararnir Aron og Alfreð saman með bikarinn góða. Fréttablaðið/Sascha Klein Leiktímabilið sem senn er á enda hefur verið ótrúlegt hjá Aroni Pálmarssyni. Fyrir einu og hálfu ári samdi hann við eitt allra stærsta félag heims en hann var þá að spila með FH í N1-deildinni. Nú er hann Evrópumeistari með Kiel og getur í dag bætt öðrum meistaratitli í safnið - þeim þýska. Þá má ekki gleyma bronsinu sem hann vann með íslenska landsliðinu á EM í Austurríki í janúar síðastliðnum. Aron er nítján ára gamall og hefur verið hampað sem efnilegasta leikmanni heims. „Þetta var vægast sagt mögnuð upplifun," segir Aron um sigurinn á Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um síðustu helgi. „Ég hef ekki upplifað betri tilfinningu á mínum ferli."Risavaxið stökk Aron hafði áður unnið einn titil með meistaraflokki karla. Það var þegar FH vann 1. deildina fyrir tveimur árum. Aron hefur því tekið risastórt stökk á stuttum tíma. „Þegar ég samdi við Kiel vissi ég að ég væri að fara í lið sem stefndi á að vinna alla titla. En það hvarflaði ekki að mér að einu og hálfu ári síðar myndi ég vakna einn daginn með tvö gull og eitt brons um hálsinn. Það hefur verið draumi líkast bara að fá að taka sjálfur þátt í þessu ævintýri og ég er fyrst núna byrjaður að átta mig á árangrinum," segir Aron. Flestir bjuggust við að Aron myndi hafa hægt um sig á fyrsta árinu hjá Kiel og það voru þau skilaboð sem hann fékk sjálfur - að hann þyrfti að fá tíma til að aðlagast. En félagið missti marga sterka leikmenn, bæði í meiðsli og til annarra félaga og því hefur Aron fengið að spila mun meira en nokkur gat búist við. Og hann hefur svo sannarlega staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. „Mér finnst sjálfum að mér hafi tekist ágætlega að koma mér inn í handboltann hér. Ég hef verið í hópnum í öllum leikjum og eiginlega fengið að spila í þeim öllum, með heimsklassaleikmenn bæði mér við hlið og á móti mér. Ég neita því ekki að ég er að rifna úr stolti enda verður þetta ekki mikið stærra í handboltanum. Ef við löndum líka titlinum í dag get ég farið afar glaður og ánægður í sumarfríið."Aron er hæfileikaríkari en ég Svíarnir Stefan Lövgren og Marcus Ahlm lofuðu fyrir stuttu Aron í hástert í þýskum fjölmiðlum. „Aron er hæfileikaríkari en ég," sagði Lövgren sem vann nánast allt sem hægt var að vinna með Kiel og sænska landsliðinu. Hann er af mörgum talinn einn allra besti leikmaður sögunnar. „Hann getur orðið sá allra besti í heimi," sagði Ahlm sem er í dag fyrirliði Kiel. „Já, ég asnaðist nú til að lesa þetta," segir Aron spurður um þessi ummæli. „Það er auðvitað frábært að fá að heyra svona lagað. Ahlm fer fyrir besta liði í Evrópu í dag og Lövgren er goðsögn í handboltanum. Ég hef fengið að heyra það áður að ég þyki efnilegur og allt það. en ég held að maður fái ekki jafn mikið hrós og frá þessum tveimur - þá sérstaklega Lövgren." Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að ummæli sem þessi stígi honum til höfuðs. „Nei, alls ekki. Þetta mun frekar hjálpa mér. Ég er með gott fólk í kringum mig sem heldur mér á jörðinni. Ég hef sjálfur ágætt hugarfar og ég mun frekar nota þetta til að hvetja mig áfram. Þetta verður örugglega til þess að ég mæti oftar í ræktina í sumar." Bæði Ahlm og Lövgren bentu þó á að mikil vinna væri fram undan hjá Aroni ef hann á að standa undir þessum væntingum. „Ég er vanur því að leggja mikið á mig. Ég hef lagt hart að mér síðustu 2-3 ár enda er ég ekki í Kiel að ástæðulausu. Ég tel að það þurfi meira en bara hæfileika til að ná langt. Það þarf rétt hugarfar, góðar aðstæður og góða aðstoð annarra. Ég tel mig hafa þetta allt - ég er með frábæran þjálfara, í frábæru umhverfi hjá besta liði í Evrópu og mjög gott fólk sem hjálpar mér mikið bæði innan vallar sem utan. Ég hef allt til alls til að ná sem lengst og það er klárlega stefnan," segir Aron.Alfreð er ekki pabbi minn Hinn Íslendingurinn í Kiel er þjálfarinn Alfreð Gíslason. Hann hafði veg og vanda af því að fá Aron til félagsins og henda honum strax út í djúpu laugina. „Hann lítur á mig eins og hvern annan leikmann," segir Aron spurður um samband þeirra. „En jú, auðvitað hefur það sitt að segja að við erum báðir Íslendingar. Bæði hann og Kara Guðrún, eiginkona hans, hafa hjálpað mér mikið utan vallar enda tekur það tíma að kynnast nýrri menningu og tungumáli. En á æfingum kemur hann eins fram við mig og alla aðra leikmenn. Hann er ekki pabbi minn," segir hann og hlær. Alfreð hefur náð ótrúlegum árangri með Kiel. Fyrir tímabilið fóru sterkir leikmenn á borð við Nikola Karabatic frá félaginu og margir lykilmenn áttu við meiðsli að stríða í vetur. En þrátt fyrir breytingarnar er Kiel á góðri leið með að verja Þýskalandsmeistaratitilinn og hefur nú þegar bætt Evrópumeistaratitlinum í safnið.Sýndum að Kiel er ennþá Kiel „Eins og Alfreð sagði við okkur í vikunni þá hefði enginn spáð þessu fyrir mánuði. Í febrúar töpuðum við stórt fyrir Gummersbach í bikarnum og stuttu síðar fyrir Barcelona í Meistaradeildinni. Við vorum þar að auki skrefinu á eftir Hamburg í deildinni," segir Aron. „Menn héldu að það væri eitthvað að klikka hjá Kiel eftir að hafa unnið titilinn fimm ár í röð. En okkur tókst að afsanna allt þetta og sýna umfram allt að Kiel er enn þá Kiel." Kiel endurheimti toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar fyrir tveimur vikum þegar liðið vann tveggja marka sigur á Hamburg í uppgjöri toppliðanna. Það var mikill persónulegur sigur fyrir Alfreð. „Það var gríðarlega sætur sigur og ekki minni en sigurinn í Meistaradeildinni. Það hefur verið aðalatriðið fyrir félagið að vinna þýsku deildina og nánast litið á það sem bónus að vinna Meistaradeildina þótt það sé sterkasta deild heims. En að vinna tvöfalt er lyginni líkast," segir Aron. Kiel getur náð þeim áfanga með því að vinna Grosswallstadt á útivelli í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.Jicha og Karabatic bestir Tékkinn Filip Jicha hefur farið á kostum með Kiel í vetur og hann var valinn leikmaður ársins á dögunum. Spurður hvort Jicha sé sá besti í heimi segir Aron að svarið sé einfalt. „Já. Hann og [Nikola] Karabatic eru bestir í heiminum og með nokkra yfirburði yfir aðra að ég tel. Jicha hefur verið ótrúlegur allt tímabilið og ég þekki hvernig það er að spila gegn Karabatic þegar hann sýnir allar sínar bestu hliðar," segir Aron. Eftir leikinn í dag er Aron kominn í sumarfrí - í það minnsta hjá Kiel. Við taka verkefni hjá íslenska landsliðinu sem mætir Dönum hér heima og Brasilíu ytra á næstu vikum. „Ég þarf svo að vera mættur aftur hingað 11. júlí og fæ því svo sem ekki langt frí. En ég stefni á að eyða því á Íslandi þar sem ég fæ vonandi að sleikja sólina og vera með fjölskyldu og vinum." Fyrr en varir verða átök nýs tímabils hafin og segir Aron að þrátt fyrir árangur tímabilsins sem senn er að ljúka eigi hann ýmislegt eftir. „Það er allavega bikarinn eftir hér í Þýskalandi og svo að vinna eitthvað með landsliðinu. Eigum við ekki að segja að það verði komið hjá mér fyrir þrítugt. Þá get ég farið að hugsa um að hætta og kannski samið við lið í Dúbaí," segir hann og hlær. Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Leiktímabilið sem senn er á enda hefur verið ótrúlegt hjá Aroni Pálmarssyni. Fyrir einu og hálfu ári samdi hann við eitt allra stærsta félag heims en hann var þá að spila með FH í N1-deildinni. Nú er hann Evrópumeistari með Kiel og getur í dag bætt öðrum meistaratitli í safnið - þeim þýska. Þá má ekki gleyma bronsinu sem hann vann með íslenska landsliðinu á EM í Austurríki í janúar síðastliðnum. Aron er nítján ára gamall og hefur verið hampað sem efnilegasta leikmanni heims. „Þetta var vægast sagt mögnuð upplifun," segir Aron um sigurinn á Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um síðustu helgi. „Ég hef ekki upplifað betri tilfinningu á mínum ferli."Risavaxið stökk Aron hafði áður unnið einn titil með meistaraflokki karla. Það var þegar FH vann 1. deildina fyrir tveimur árum. Aron hefur því tekið risastórt stökk á stuttum tíma. „Þegar ég samdi við Kiel vissi ég að ég væri að fara í lið sem stefndi á að vinna alla titla. En það hvarflaði ekki að mér að einu og hálfu ári síðar myndi ég vakna einn daginn með tvö gull og eitt brons um hálsinn. Það hefur verið draumi líkast bara að fá að taka sjálfur þátt í þessu ævintýri og ég er fyrst núna byrjaður að átta mig á árangrinum," segir Aron. Flestir bjuggust við að Aron myndi hafa hægt um sig á fyrsta árinu hjá Kiel og það voru þau skilaboð sem hann fékk sjálfur - að hann þyrfti að fá tíma til að aðlagast. En félagið missti marga sterka leikmenn, bæði í meiðsli og til annarra félaga og því hefur Aron fengið að spila mun meira en nokkur gat búist við. Og hann hefur svo sannarlega staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. „Mér finnst sjálfum að mér hafi tekist ágætlega að koma mér inn í handboltann hér. Ég hef verið í hópnum í öllum leikjum og eiginlega fengið að spila í þeim öllum, með heimsklassaleikmenn bæði mér við hlið og á móti mér. Ég neita því ekki að ég er að rifna úr stolti enda verður þetta ekki mikið stærra í handboltanum. Ef við löndum líka titlinum í dag get ég farið afar glaður og ánægður í sumarfríið."Aron er hæfileikaríkari en ég Svíarnir Stefan Lövgren og Marcus Ahlm lofuðu fyrir stuttu Aron í hástert í þýskum fjölmiðlum. „Aron er hæfileikaríkari en ég," sagði Lövgren sem vann nánast allt sem hægt var að vinna með Kiel og sænska landsliðinu. Hann er af mörgum talinn einn allra besti leikmaður sögunnar. „Hann getur orðið sá allra besti í heimi," sagði Ahlm sem er í dag fyrirliði Kiel. „Já, ég asnaðist nú til að lesa þetta," segir Aron spurður um þessi ummæli. „Það er auðvitað frábært að fá að heyra svona lagað. Ahlm fer fyrir besta liði í Evrópu í dag og Lövgren er goðsögn í handboltanum. Ég hef fengið að heyra það áður að ég þyki efnilegur og allt það. en ég held að maður fái ekki jafn mikið hrós og frá þessum tveimur - þá sérstaklega Lövgren." Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að ummæli sem þessi stígi honum til höfuðs. „Nei, alls ekki. Þetta mun frekar hjálpa mér. Ég er með gott fólk í kringum mig sem heldur mér á jörðinni. Ég hef sjálfur ágætt hugarfar og ég mun frekar nota þetta til að hvetja mig áfram. Þetta verður örugglega til þess að ég mæti oftar í ræktina í sumar." Bæði Ahlm og Lövgren bentu þó á að mikil vinna væri fram undan hjá Aroni ef hann á að standa undir þessum væntingum. „Ég er vanur því að leggja mikið á mig. Ég hef lagt hart að mér síðustu 2-3 ár enda er ég ekki í Kiel að ástæðulausu. Ég tel að það þurfi meira en bara hæfileika til að ná langt. Það þarf rétt hugarfar, góðar aðstæður og góða aðstoð annarra. Ég tel mig hafa þetta allt - ég er með frábæran þjálfara, í frábæru umhverfi hjá besta liði í Evrópu og mjög gott fólk sem hjálpar mér mikið bæði innan vallar sem utan. Ég hef allt til alls til að ná sem lengst og það er klárlega stefnan," segir Aron.Alfreð er ekki pabbi minn Hinn Íslendingurinn í Kiel er þjálfarinn Alfreð Gíslason. Hann hafði veg og vanda af því að fá Aron til félagsins og henda honum strax út í djúpu laugina. „Hann lítur á mig eins og hvern annan leikmann," segir Aron spurður um samband þeirra. „En jú, auðvitað hefur það sitt að segja að við erum báðir Íslendingar. Bæði hann og Kara Guðrún, eiginkona hans, hafa hjálpað mér mikið utan vallar enda tekur það tíma að kynnast nýrri menningu og tungumáli. En á æfingum kemur hann eins fram við mig og alla aðra leikmenn. Hann er ekki pabbi minn," segir hann og hlær. Alfreð hefur náð ótrúlegum árangri með Kiel. Fyrir tímabilið fóru sterkir leikmenn á borð við Nikola Karabatic frá félaginu og margir lykilmenn áttu við meiðsli að stríða í vetur. En þrátt fyrir breytingarnar er Kiel á góðri leið með að verja Þýskalandsmeistaratitilinn og hefur nú þegar bætt Evrópumeistaratitlinum í safnið.Sýndum að Kiel er ennþá Kiel „Eins og Alfreð sagði við okkur í vikunni þá hefði enginn spáð þessu fyrir mánuði. Í febrúar töpuðum við stórt fyrir Gummersbach í bikarnum og stuttu síðar fyrir Barcelona í Meistaradeildinni. Við vorum þar að auki skrefinu á eftir Hamburg í deildinni," segir Aron. „Menn héldu að það væri eitthvað að klikka hjá Kiel eftir að hafa unnið titilinn fimm ár í röð. En okkur tókst að afsanna allt þetta og sýna umfram allt að Kiel er enn þá Kiel." Kiel endurheimti toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar fyrir tveimur vikum þegar liðið vann tveggja marka sigur á Hamburg í uppgjöri toppliðanna. Það var mikill persónulegur sigur fyrir Alfreð. „Það var gríðarlega sætur sigur og ekki minni en sigurinn í Meistaradeildinni. Það hefur verið aðalatriðið fyrir félagið að vinna þýsku deildina og nánast litið á það sem bónus að vinna Meistaradeildina þótt það sé sterkasta deild heims. En að vinna tvöfalt er lyginni líkast," segir Aron. Kiel getur náð þeim áfanga með því að vinna Grosswallstadt á útivelli í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.Jicha og Karabatic bestir Tékkinn Filip Jicha hefur farið á kostum með Kiel í vetur og hann var valinn leikmaður ársins á dögunum. Spurður hvort Jicha sé sá besti í heimi segir Aron að svarið sé einfalt. „Já. Hann og [Nikola] Karabatic eru bestir í heiminum og með nokkra yfirburði yfir aðra að ég tel. Jicha hefur verið ótrúlegur allt tímabilið og ég þekki hvernig það er að spila gegn Karabatic þegar hann sýnir allar sínar bestu hliðar," segir Aron. Eftir leikinn í dag er Aron kominn í sumarfrí - í það minnsta hjá Kiel. Við taka verkefni hjá íslenska landsliðinu sem mætir Dönum hér heima og Brasilíu ytra á næstu vikum. „Ég þarf svo að vera mættur aftur hingað 11. júlí og fæ því svo sem ekki langt frí. En ég stefni á að eyða því á Íslandi þar sem ég fæ vonandi að sleikja sólina og vera með fjölskyldu og vinum." Fyrr en varir verða átök nýs tímabils hafin og segir Aron að þrátt fyrir árangur tímabilsins sem senn er að ljúka eigi hann ýmislegt eftir. „Það er allavega bikarinn eftir hér í Þýskalandi og svo að vinna eitthvað með landsliðinu. Eigum við ekki að segja að það verði komið hjá mér fyrir þrítugt. Þá get ég farið að hugsa um að hætta og kannski samið við lið í Dúbaí," segir hann og hlær.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira