Kaupþingsmenn vildu „taka út pening strax“ Sigríður Mogensen skrifar 14. apríl 2010 19:55 Ráðabrugg lykilstjórnenda Kaupþings banka um lántöku út á hækkandi hlutabréfaverð lýsir þeirri fyrirætlun stjórnendanna að auðgast með því að taka "út peninginn strax," svo vitnað sé orðrétt í tölvupóst sem birtur er í rannsóknarskýrslu Alþingis. Fréttastofa greindi frá því fyrir rúmri viku að útvaldir starfsmenn Kaupþings hafi fengið greidda milljarða króna í formi lána út á hækkandi hlutabréfaverð. Þeir hafi veðsett bréf sín í bankanum og fengið greidd út lán án veða. Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnendur bankans hafi verið í þessum hópi. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur þetta skýrt fram, en nefndin birtir tölvupóst sem Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings í London sendu þann 12. desember 2006, þar segir: "Sæll Siggi og Hreiðar. Þar sem Ármann er búinn að ræða þetta við ykkur höfum við talað okkur saman (samtök loyal CEOa) og komist að þessari hugmynd um bréf okkar í bankanum: Við stofnum hver um sig eignarhaldsfélag og setjum öll bréf og lán í það félag. Við fáum viðbótarlán, 90 krónur fyrir hverjar 100 sem eru í félaginu - sem þýðir að við tökum út einhvern pening strax. Við fáum heimild fyrir að fá lánað meira ef gengi KB hækkar..... ... síðar í bréfinu segir ..."að bankinn myndi taka á sig fræðilegt tap ef að yrði." Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að tölvubréfið lýsi tiltekinni afstöðu meðal æðstu stjórnenda bankans um hvernig binda eigi saman hag hluthafa og stjórnenda. Tillagan felist í því að stjórnendur geti innleyst áhættulausan hagnað sinn með því að leggja stöðugt meiri áhættu á bankann og hluthafa. Þeir leggi til að eignarhaldsfélög taki við bréfum sem þegar hafi verið veðsett í bankanum og fái enn frekari lán frá bankanum. Með þessu hafi þeir getað greitt arð út úr félögunum og veðsett alla þá hækkun sem orðið hafði á bréfunum síðan þau voru fyrst veðsett. Í þessu sambandi nefnir rannsóknarnefndin félagið Kaupþing Capital Partners Fund sem nefndin segir að virðist hafa verið notað í sama tilgangi og Magnús og Ármann lýstu í tölvupósti sínum. Meðal eigenda Kaupþing Capital Partners voru Hreiðar Már Sigurðsson ehf. og The S Invest Trust, sem er í eigu Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Ráðabrugg lykilstjórnenda Kaupþings banka um lántöku út á hækkandi hlutabréfaverð lýsir þeirri fyrirætlun stjórnendanna að auðgast með því að taka "út peninginn strax," svo vitnað sé orðrétt í tölvupóst sem birtur er í rannsóknarskýrslu Alþingis. Fréttastofa greindi frá því fyrir rúmri viku að útvaldir starfsmenn Kaupþings hafi fengið greidda milljarða króna í formi lána út á hækkandi hlutabréfaverð. Þeir hafi veðsett bréf sín í bankanum og fengið greidd út lán án veða. Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnendur bankans hafi verið í þessum hópi. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur þetta skýrt fram, en nefndin birtir tölvupóst sem Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings í London sendu þann 12. desember 2006, þar segir: "Sæll Siggi og Hreiðar. Þar sem Ármann er búinn að ræða þetta við ykkur höfum við talað okkur saman (samtök loyal CEOa) og komist að þessari hugmynd um bréf okkar í bankanum: Við stofnum hver um sig eignarhaldsfélag og setjum öll bréf og lán í það félag. Við fáum viðbótarlán, 90 krónur fyrir hverjar 100 sem eru í félaginu - sem þýðir að við tökum út einhvern pening strax. Við fáum heimild fyrir að fá lánað meira ef gengi KB hækkar..... ... síðar í bréfinu segir ..."að bankinn myndi taka á sig fræðilegt tap ef að yrði." Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að tölvubréfið lýsi tiltekinni afstöðu meðal æðstu stjórnenda bankans um hvernig binda eigi saman hag hluthafa og stjórnenda. Tillagan felist í því að stjórnendur geti innleyst áhættulausan hagnað sinn með því að leggja stöðugt meiri áhættu á bankann og hluthafa. Þeir leggi til að eignarhaldsfélög taki við bréfum sem þegar hafi verið veðsett í bankanum og fái enn frekari lán frá bankanum. Með þessu hafi þeir getað greitt arð út úr félögunum og veðsett alla þá hækkun sem orðið hafði á bréfunum síðan þau voru fyrst veðsett. Í þessu sambandi nefnir rannsóknarnefndin félagið Kaupþing Capital Partners Fund sem nefndin segir að virðist hafa verið notað í sama tilgangi og Magnús og Ármann lýstu í tölvupósti sínum. Meðal eigenda Kaupþing Capital Partners voru Hreiðar Már Sigurðsson ehf. og The S Invest Trust, sem er í eigu Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent