Kaupþingsmenn vildu „taka út pening strax“ Sigríður Mogensen skrifar 14. apríl 2010 19:55 Ráðabrugg lykilstjórnenda Kaupþings banka um lántöku út á hækkandi hlutabréfaverð lýsir þeirri fyrirætlun stjórnendanna að auðgast með því að taka "út peninginn strax," svo vitnað sé orðrétt í tölvupóst sem birtur er í rannsóknarskýrslu Alþingis. Fréttastofa greindi frá því fyrir rúmri viku að útvaldir starfsmenn Kaupþings hafi fengið greidda milljarða króna í formi lána út á hækkandi hlutabréfaverð. Þeir hafi veðsett bréf sín í bankanum og fengið greidd út lán án veða. Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnendur bankans hafi verið í þessum hópi. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur þetta skýrt fram, en nefndin birtir tölvupóst sem Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings í London sendu þann 12. desember 2006, þar segir: "Sæll Siggi og Hreiðar. Þar sem Ármann er búinn að ræða þetta við ykkur höfum við talað okkur saman (samtök loyal CEOa) og komist að þessari hugmynd um bréf okkar í bankanum: Við stofnum hver um sig eignarhaldsfélag og setjum öll bréf og lán í það félag. Við fáum viðbótarlán, 90 krónur fyrir hverjar 100 sem eru í félaginu - sem þýðir að við tökum út einhvern pening strax. Við fáum heimild fyrir að fá lánað meira ef gengi KB hækkar..... ... síðar í bréfinu segir ..."að bankinn myndi taka á sig fræðilegt tap ef að yrði." Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að tölvubréfið lýsi tiltekinni afstöðu meðal æðstu stjórnenda bankans um hvernig binda eigi saman hag hluthafa og stjórnenda. Tillagan felist í því að stjórnendur geti innleyst áhættulausan hagnað sinn með því að leggja stöðugt meiri áhættu á bankann og hluthafa. Þeir leggi til að eignarhaldsfélög taki við bréfum sem þegar hafi verið veðsett í bankanum og fái enn frekari lán frá bankanum. Með þessu hafi þeir getað greitt arð út úr félögunum og veðsett alla þá hækkun sem orðið hafði á bréfunum síðan þau voru fyrst veðsett. Í þessu sambandi nefnir rannsóknarnefndin félagið Kaupþing Capital Partners Fund sem nefndin segir að virðist hafa verið notað í sama tilgangi og Magnús og Ármann lýstu í tölvupósti sínum. Meðal eigenda Kaupþing Capital Partners voru Hreiðar Már Sigurðsson ehf. og The S Invest Trust, sem er í eigu Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Ráðabrugg lykilstjórnenda Kaupþings banka um lántöku út á hækkandi hlutabréfaverð lýsir þeirri fyrirætlun stjórnendanna að auðgast með því að taka "út peninginn strax," svo vitnað sé orðrétt í tölvupóst sem birtur er í rannsóknarskýrslu Alþingis. Fréttastofa greindi frá því fyrir rúmri viku að útvaldir starfsmenn Kaupþings hafi fengið greidda milljarða króna í formi lána út á hækkandi hlutabréfaverð. Þeir hafi veðsett bréf sín í bankanum og fengið greidd út lán án veða. Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnendur bankans hafi verið í þessum hópi. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur þetta skýrt fram, en nefndin birtir tölvupóst sem Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings í London sendu þann 12. desember 2006, þar segir: "Sæll Siggi og Hreiðar. Þar sem Ármann er búinn að ræða þetta við ykkur höfum við talað okkur saman (samtök loyal CEOa) og komist að þessari hugmynd um bréf okkar í bankanum: Við stofnum hver um sig eignarhaldsfélag og setjum öll bréf og lán í það félag. Við fáum viðbótarlán, 90 krónur fyrir hverjar 100 sem eru í félaginu - sem þýðir að við tökum út einhvern pening strax. Við fáum heimild fyrir að fá lánað meira ef gengi KB hækkar..... ... síðar í bréfinu segir ..."að bankinn myndi taka á sig fræðilegt tap ef að yrði." Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að tölvubréfið lýsi tiltekinni afstöðu meðal æðstu stjórnenda bankans um hvernig binda eigi saman hag hluthafa og stjórnenda. Tillagan felist í því að stjórnendur geti innleyst áhættulausan hagnað sinn með því að leggja stöðugt meiri áhættu á bankann og hluthafa. Þeir leggi til að eignarhaldsfélög taki við bréfum sem þegar hafi verið veðsett í bankanum og fái enn frekari lán frá bankanum. Með þessu hafi þeir getað greitt arð út úr félögunum og veðsett alla þá hækkun sem orðið hafði á bréfunum síðan þau voru fyrst veðsett. Í þessu sambandi nefnir rannsóknarnefndin félagið Kaupþing Capital Partners Fund sem nefndin segir að virðist hafa verið notað í sama tilgangi og Magnús og Ármann lýstu í tölvupósti sínum. Meðal eigenda Kaupþing Capital Partners voru Hreiðar Már Sigurðsson ehf. og The S Invest Trust, sem er í eigu Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira