Björk mótmælir Magma 13. júlí 2010 18:12 Björk. Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona mótmælir kaupum Magma á HS-Orku ásamt aðstoðarmanni Evu Joly, honum Jóni Þórissyni arkitekt og rithöfundinum Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Þau afhentu í dag Umboðsmanni Alþingis ábendingu um að taka til gagngerrar endurskoðunar sölu- og samningaferli það sem að óbreyttu leiðir til þess að fyrirtækið Magma Energy Sweden AB fær yfirráðarétt yfir nýtingu mikilvægra orkuauðlinda Íslendinga til a.m.k. 65 ára, segir í tilkynningu til fjölmiðla. Björk birti spurningar á alþjóðlegri heimasíðu sinni sem varða sölu Íslendinga á nýtingarrétti auðlynda. Í ábendingunni til Umboðsmanns Alþingis er því haldið fram að um sé að ræða gríðarlegt hagsmunamál fyrir allan almenning í landinu og að þær ákvarðanir sem teknar verði nú um framsal orkuauðlindanna varði ekki bara okkur, heldur börn okkar og komandi kynslóðir. Í ábendingunni segir að í ljósi þess hve ofangreint sölu- og samningaferli í Magma-málinu hefur verið umdeilt og ógagnsætt, sé mikilvægt að umboðsmaður Alþingis taki það til skoðunar til að vita hvort hagsmuna almennings hafi verið gætt á fullnægjandi hátt og hvort málsmeðferð stjórnvalda hafi samræmst lögum og vönduðum stjórnsýsluháttum. Í ábendingunni er minnt á að við stöndum á tímamótum sem gefur okkur tilefni til þess að staldra við og spyrja okkur grundvallarspurninga um framtíðina. Jafnframt er minnt á að slíkum spurningum verði ekki svarað eingöngu af ráðherraskipaðri nefnd eða einstökum stjórnmálamönnum heldur hljóti þjóðin öll að hafa lögsögu í þvílíku úrslitamáli. Með fréttatilkynningunni fylgir listi af spurningum sem varða sölu Íslendinga á nýtingarrétti auðlinda sinna en listann birtir Björk í dag á alþjóðlegum vef sínum, á ensku og íslensku, með von um gagnsæja og opna umræðu um auðlindirnar Hér eru spurningarnar: Nú eru 2 vikur í að Magma Energy Sweden Ab hljóti yfirráðarétt yfir nýtingu mikilvægra orkulinda okkar í 65 ár. Er þessi sala á nýtingarrétti í samræmi við lögin um að afnot og eign íslenskra náttúruauðlinda skuli vera í höndum íslenskra stjórnvalda ? Þyrfti ekki að rannsaka markvisst þetta söluferli? Þurfum við að fá skýrslu um auðlindir eins og skýrslu um bankana? Ætti þjóðin sjálf ekki að fá að ákveða hvort og hvernig hún vill nýta auðlindir sínar? Þurfum við að breyta lögunum svo þjóðin geti gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um hennar eigin auðlindir? Ætti þjóðin sjálf ekki að fá að ákveða hvort og hvernig hún vill nýta auðlindir sínar? Þurfum við að breyta lögunum svo þjóðin geti gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um hennar eigin auðlindir? Meðal tilmæla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að Íslendingar veiti útlendingum opnari aðgang að auðlindum sínum. Samkvæmt viljayfirlýsingu Ríkisstjórnarinnar í apríl s.l. virðist sem eigi að fara að þeim tilmælum. Ætlum við að borga fyrir icesave skuldir útrásarvíkinganna með náttúru okkar? Er ekki meiri möguleiki á að við getum rétt Ísland við og borgað skuldir okkar ef við höldum fullum yfirráðum yfir auðlindunum og högnumst á þeim sjálf? Ekki liggja fyrir upplýsingar um hverjir eru hluthafar Magma Energy. Er eðlilegt að ljúka svo mikilvægri sölu án þess að vita það? Að sögn mun salan til Magma Energy gagnast efnahagslífinu þar sem um erlenda fjárfestingu er að ræða. Hvernig stemmir það við þá staðreynd að 70% kaupverðsins eru fjármögnuð með innlendu kúlu-láni með veði í hlutabréfunum? Gæti salan af afnotum á auðlindum Íslands til Magma Energy verið framhald af Rei-málinu ? Er nokkuð sem tryggir að Magma muni ekki flytja allan hagnað úr landi ? Er nokkuð sem tryggir að þessi sala muni skapa atvinnu á Íslandi ? Hvað græðum við á þessu ? Getur verið að gróðinn fari til milliliða sem almenningi og jafnvel ríkisstjórn eru óþekktir ? Hvernig á að samræma frekari stóriðju áform við alþjóðlegar skuldbindingar gegn mengun? Ætla Íslendingar ekki að taka þátt í að sporna við hlýnun jarðar? Vatnið verður líklega dýrmætasta auðlind heimsins í framtíðinni. Verður Magma-málið að fordæmi? Munum við missa fleiri auðlindir á þennan hátt? Munu barnabörn okkar verða ánægð með hvernig við bregðumst við núna? Munu þau verða sátt við samningana okkar og sölu auðlindanna? Loftslagsmál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona mótmælir kaupum Magma á HS-Orku ásamt aðstoðarmanni Evu Joly, honum Jóni Þórissyni arkitekt og rithöfundinum Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Þau afhentu í dag Umboðsmanni Alþingis ábendingu um að taka til gagngerrar endurskoðunar sölu- og samningaferli það sem að óbreyttu leiðir til þess að fyrirtækið Magma Energy Sweden AB fær yfirráðarétt yfir nýtingu mikilvægra orkuauðlinda Íslendinga til a.m.k. 65 ára, segir í tilkynningu til fjölmiðla. Björk birti spurningar á alþjóðlegri heimasíðu sinni sem varða sölu Íslendinga á nýtingarrétti auðlynda. Í ábendingunni til Umboðsmanns Alþingis er því haldið fram að um sé að ræða gríðarlegt hagsmunamál fyrir allan almenning í landinu og að þær ákvarðanir sem teknar verði nú um framsal orkuauðlindanna varði ekki bara okkur, heldur börn okkar og komandi kynslóðir. Í ábendingunni segir að í ljósi þess hve ofangreint sölu- og samningaferli í Magma-málinu hefur verið umdeilt og ógagnsætt, sé mikilvægt að umboðsmaður Alþingis taki það til skoðunar til að vita hvort hagsmuna almennings hafi verið gætt á fullnægjandi hátt og hvort málsmeðferð stjórnvalda hafi samræmst lögum og vönduðum stjórnsýsluháttum. Í ábendingunni er minnt á að við stöndum á tímamótum sem gefur okkur tilefni til þess að staldra við og spyrja okkur grundvallarspurninga um framtíðina. Jafnframt er minnt á að slíkum spurningum verði ekki svarað eingöngu af ráðherraskipaðri nefnd eða einstökum stjórnmálamönnum heldur hljóti þjóðin öll að hafa lögsögu í þvílíku úrslitamáli. Með fréttatilkynningunni fylgir listi af spurningum sem varða sölu Íslendinga á nýtingarrétti auðlinda sinna en listann birtir Björk í dag á alþjóðlegum vef sínum, á ensku og íslensku, með von um gagnsæja og opna umræðu um auðlindirnar Hér eru spurningarnar: Nú eru 2 vikur í að Magma Energy Sweden Ab hljóti yfirráðarétt yfir nýtingu mikilvægra orkulinda okkar í 65 ár. Er þessi sala á nýtingarrétti í samræmi við lögin um að afnot og eign íslenskra náttúruauðlinda skuli vera í höndum íslenskra stjórnvalda ? Þyrfti ekki að rannsaka markvisst þetta söluferli? Þurfum við að fá skýrslu um auðlindir eins og skýrslu um bankana? Ætti þjóðin sjálf ekki að fá að ákveða hvort og hvernig hún vill nýta auðlindir sínar? Þurfum við að breyta lögunum svo þjóðin geti gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um hennar eigin auðlindir? Ætti þjóðin sjálf ekki að fá að ákveða hvort og hvernig hún vill nýta auðlindir sínar? Þurfum við að breyta lögunum svo þjóðin geti gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um hennar eigin auðlindir? Meðal tilmæla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að Íslendingar veiti útlendingum opnari aðgang að auðlindum sínum. Samkvæmt viljayfirlýsingu Ríkisstjórnarinnar í apríl s.l. virðist sem eigi að fara að þeim tilmælum. Ætlum við að borga fyrir icesave skuldir útrásarvíkinganna með náttúru okkar? Er ekki meiri möguleiki á að við getum rétt Ísland við og borgað skuldir okkar ef við höldum fullum yfirráðum yfir auðlindunum og högnumst á þeim sjálf? Ekki liggja fyrir upplýsingar um hverjir eru hluthafar Magma Energy. Er eðlilegt að ljúka svo mikilvægri sölu án þess að vita það? Að sögn mun salan til Magma Energy gagnast efnahagslífinu þar sem um erlenda fjárfestingu er að ræða. Hvernig stemmir það við þá staðreynd að 70% kaupverðsins eru fjármögnuð með innlendu kúlu-láni með veði í hlutabréfunum? Gæti salan af afnotum á auðlindum Íslands til Magma Energy verið framhald af Rei-málinu ? Er nokkuð sem tryggir að Magma muni ekki flytja allan hagnað úr landi ? Er nokkuð sem tryggir að þessi sala muni skapa atvinnu á Íslandi ? Hvað græðum við á þessu ? Getur verið að gróðinn fari til milliliða sem almenningi og jafnvel ríkisstjórn eru óþekktir ? Hvernig á að samræma frekari stóriðju áform við alþjóðlegar skuldbindingar gegn mengun? Ætla Íslendingar ekki að taka þátt í að sporna við hlýnun jarðar? Vatnið verður líklega dýrmætasta auðlind heimsins í framtíðinni. Verður Magma-málið að fordæmi? Munum við missa fleiri auðlindir á þennan hátt? Munu barnabörn okkar verða ánægð með hvernig við bregðumst við núna? Munu þau verða sátt við samningana okkar og sölu auðlindanna?
Loftslagsmál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira