Orðsending til Ögmundar 1. október 2010 06:00 Fyrir nokkru gerði ég athugasemd við málflutning frænda míns og vinar, Ögmundar Jónassonar, um ESB-mál. Ég sagði þá: „Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána í Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Ég spurði svo Ögmund, hvort hann gæti bent mér á einhver dæmi um að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin. Ég sagði honum, að ég þekkti þau ekki og gæti hann ekki komið með dæmi, þá væru umrædd orð hans ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður. Ögmundur svaraði mér í grein hér í blaðinu 2. september sl. og vildi meina, að þetta hefði hvorki verið ómálefnalegt né hræðsluáróður. Síðan kom hann með ágæta greinargerð um svonefnda IPA-styrki. Þeir eru ætlaðir sem aðstoð í aðdraganda inngöngu. Hann ræðir styrkina af heiðarleika og hreinskilni, en segir svo: „...við erum að njóta styrkja, sem eru beinlínis sniðnir til þess að smyrja aðlögunarferlið að Evrópusambandinu." Ögmundur segir enn: „Í öðru lagi eigum við ekki að ráðast í kerfisbreytingar sem við réðumst eingöngu í til að fullnægja ESB, en sem við myndum ella ekki gera." ESB er og hlýtur að vera mikið bákn, hlaðið lögum og reglugerðum. Því er það hverri þjóð, sem hugar að inngöngu, nánast lífsspursmál að kynna sér allt slíkt til hlítar og t.d. að fá það þýtt á sitt eigið tungumál. Styrkirnir, sem okkur standa til boða, eru veittir til þess að auðvelda okkur þetta verk, efla þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins og halda uppi öflugu kynningarstarfi, m.a. með boðsferðum, þar sem mál eru rædd af hreinskilni. Mér finnst þetta bera því vitni, að ESB hefur ekkert að fela, en vill styrkja okkur til þess fá heiðarlegar upplýsingar, svo við getum gengið rétt upplýstir til samningagerðar, sem með slíku móti einu getur talist á grunni jafnræðis. Í stað þess að vera með grunsemdir um mútur, ber ég virðingu fyrir slíkum vinnubrögðum og vona að þau gagnist okkur vel til að ná samningum, sem við getum óhræddir lagt í dóm þjóðarinnar, vitandi að við höfum tryggt allan þann rétt, sem henni er nauðsynlegur. Þær breytingar á stjórnsýslu, sem talað er um að við gerum fyrir inngöngu, verða ekki að lögum hér, nema þjóðin samþykki inngönguna. Verði svar þjóðarinnar nei, fellur allt slíkt um sjálft sig, annað en það, sem við þurfum að halda vegna EES. En engir af styrkjum þeim sem við þiggjum eru afturkræfir, þótt svarið verði nei. Ég læt þetta nægja um „glerperlur og eldvatn." Um hitt skortir mig enn skýringu frá Ögmundi, þar sem hann segir um indíánana: „Þeir töpuðu landinu." Ég bað hann að nefna mér dæmi um, að ESB hefði komið þannig fram við einhverja þá þjóð, sem fengið hefur aðild. Hann svaraði ekki þeirri spurningu, hugsanlega vegna þess, að slík þjóð fyrirfinnst ekki. Ég þekki a.m.k. engin dæmi, sem nota mætti slíka líkingu um, enda er ánægjuvogin í ESB-löndunum víða ótrúlega jákvæð. En kannski þekki ég ekki nógu vel til. Ég er ætíð reiðubúinn að læra og vita meira í dag en í gær. Því bið ég minn góða frænda í allri einlægni að benda mér á einhverja þjóð í ESB, sem hefur tapað landinu sínu og situr nú uppi með glerperlur og eldvatn. Geti hann það ekki, hljóta orð mín að standa um ómálefnalegan hræðsluáróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru gerði ég athugasemd við málflutning frænda míns og vinar, Ögmundar Jónassonar, um ESB-mál. Ég sagði þá: „Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána í Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Ég spurði svo Ögmund, hvort hann gæti bent mér á einhver dæmi um að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin. Ég sagði honum, að ég þekkti þau ekki og gæti hann ekki komið með dæmi, þá væru umrædd orð hans ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður. Ögmundur svaraði mér í grein hér í blaðinu 2. september sl. og vildi meina, að þetta hefði hvorki verið ómálefnalegt né hræðsluáróður. Síðan kom hann með ágæta greinargerð um svonefnda IPA-styrki. Þeir eru ætlaðir sem aðstoð í aðdraganda inngöngu. Hann ræðir styrkina af heiðarleika og hreinskilni, en segir svo: „...við erum að njóta styrkja, sem eru beinlínis sniðnir til þess að smyrja aðlögunarferlið að Evrópusambandinu." Ögmundur segir enn: „Í öðru lagi eigum við ekki að ráðast í kerfisbreytingar sem við réðumst eingöngu í til að fullnægja ESB, en sem við myndum ella ekki gera." ESB er og hlýtur að vera mikið bákn, hlaðið lögum og reglugerðum. Því er það hverri þjóð, sem hugar að inngöngu, nánast lífsspursmál að kynna sér allt slíkt til hlítar og t.d. að fá það þýtt á sitt eigið tungumál. Styrkirnir, sem okkur standa til boða, eru veittir til þess að auðvelda okkur þetta verk, efla þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins og halda uppi öflugu kynningarstarfi, m.a. með boðsferðum, þar sem mál eru rædd af hreinskilni. Mér finnst þetta bera því vitni, að ESB hefur ekkert að fela, en vill styrkja okkur til þess fá heiðarlegar upplýsingar, svo við getum gengið rétt upplýstir til samningagerðar, sem með slíku móti einu getur talist á grunni jafnræðis. Í stað þess að vera með grunsemdir um mútur, ber ég virðingu fyrir slíkum vinnubrögðum og vona að þau gagnist okkur vel til að ná samningum, sem við getum óhræddir lagt í dóm þjóðarinnar, vitandi að við höfum tryggt allan þann rétt, sem henni er nauðsynlegur. Þær breytingar á stjórnsýslu, sem talað er um að við gerum fyrir inngöngu, verða ekki að lögum hér, nema þjóðin samþykki inngönguna. Verði svar þjóðarinnar nei, fellur allt slíkt um sjálft sig, annað en það, sem við þurfum að halda vegna EES. En engir af styrkjum þeim sem við þiggjum eru afturkræfir, þótt svarið verði nei. Ég læt þetta nægja um „glerperlur og eldvatn." Um hitt skortir mig enn skýringu frá Ögmundi, þar sem hann segir um indíánana: „Þeir töpuðu landinu." Ég bað hann að nefna mér dæmi um, að ESB hefði komið þannig fram við einhverja þá þjóð, sem fengið hefur aðild. Hann svaraði ekki þeirri spurningu, hugsanlega vegna þess, að slík þjóð fyrirfinnst ekki. Ég þekki a.m.k. engin dæmi, sem nota mætti slíka líkingu um, enda er ánægjuvogin í ESB-löndunum víða ótrúlega jákvæð. En kannski þekki ég ekki nógu vel til. Ég er ætíð reiðubúinn að læra og vita meira í dag en í gær. Því bið ég minn góða frænda í allri einlægni að benda mér á einhverja þjóð í ESB, sem hefur tapað landinu sínu og situr nú uppi með glerperlur og eldvatn. Geti hann það ekki, hljóta orð mín að standa um ómálefnalegan hræðsluáróður.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun