Til að treysta stjórnvöldum - fimm grunnreglur 3. júní 2010 09:18 Hvað þarf stjórnarskrá að segja til að við getum treyst fámennum hópi fólks fyrir stjórnvaldinu: löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi? Til að komast nær svari spurðu hvort þú treystir öðrum en þínum stjórnmálaflokki (ef þú fylgir einhverjum) til að fara með stjórnvaldið án þess að fimm eftirfarandi grunnreglur séu festar í stjórnarskránni. 1. Valdheimildin skal vera skýrt afmörkuð svo ljóst sé hvort valdhafar fara um fram hana. Ættu stjórnvöld að hafa vald til að gefa nýtingarétt á náttúruauðlindum þjóðarinnar eða að leigja þær út til margra kynslóða? Hafa tveir menn vald til að lýsa yfir stríði í nafni Íslands? 2. Valdinu skal dreifa svo að spilling eigi erfiðara uppdráttar og sé auðveldari að uppræta. Ætti sami hópurinn að hafa löggjafar- og framkvæmdarvald, ásamt því að skipa dómsvaldið og stilla upp í stjórnsýslunni? Ætti þjóðin að hafa vald til að setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu? 3. Valdbeitingin skal vera gegnsæ svo því verði ekki leynt þegar valdhafar fara umfram valdheimildir sínar. Er leynd yfir aðgerðum stjórnvalda einhvern tíman mikilvægari fyrir þjóðina en gegnsæi til að fylgjast með misbeitingu stjórnvaldsins? Ef svo er þá mun spilling eiga sér þar skjól. 4. Valdumboðið skal vera afturkallanlegt svo stöðva megi sem fyrst þá sem misfara með valdheimildir sínar. Því skyldi þjóðin ekki hafa rétt á að afturkalla valdumboð sitt með þjóðaratkvæðagreiðslu þegar stjórnvöld misfara með valdið sem hún fól þeim? 5. Valdmisnotkun skal vera refsiverð svo valdhafar sjái síður hag sinn í að misfara með vald þjóðarinnar. Ef ákæruvaldið er skipað af framkvæmdarvaldinu er ólíklegt að það bíti húsbóndann. Því skyldi þjóðin ekki kjósa saksóknara sem gæti m.a. ákært fyrrverandi ráðherra og þingmenn fyrir misbeitingu valdsins?Hverjum skal treysta? Hverjum er treystandi til að semja og samþykkja stjórnarskrá sem best takmarkar og upprætir misbeitingu á valdi þjóðarinnar? Tillaga ríkisstjórnarinnar er að fámennt stjórnlagaþing (skipað fólki sem flest þarf fé og flokksvélar til að ná kosningu) ráðleggi stjórnvöldum hvernig reglur stjórnvöld skulu setja sjálfum sér. Tillaga Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns, í Silfri Egils 22. mars 2009, er að fjölmennt úrtak allra Íslendinga skipi stjórnlagaþing sem semur nýja stjórnarskrá og setur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég bið lesendur að festa sig ekki í flokkslínum. Spyrjið ykkur heldur hvoru stjórnlagaþinginu treystið þið betur til að setja öllum framtíðar stjórnvöldum traustari leikreglur. Ef þið treystið frekar löggefandi stjórnlagaþingi þjóðarinnar en ráðgefandi stjórnlagaþingi flokka og fjármagnseigenda, þrýstið þá á fólkið í flokkunum. Spyrjið spurninga. Ábyrgð grasrótar og áhrifafólks stjórnarflokkanna er hér mest.Stjórnarskrá til að byggja á Stjórnkerfið er einn hornsteina samfélagsins. Aðeins traust stjórnarskrá getur til lengri tíma takmarkað og upprætt spillingu stjórnkerfisins. Við getum ekki treyst á að gott fólk veljist í valdastöður. Ef við kjósum að byggja aftur upp samfélag með slæma stjórnarskrá er öruggt að spilling í stjórnkerfinu mun rífa það niður á ný. Til að byggja til framtíðar þurfum við fyrst að spyrja: "Hvað þarf ný stjórnarskrá að segja til að takmarka og uppræta misbeitingu stjórnvaldsins?" og "Hverjum er best treystandi til að semja og samþykkja slíka stjórnarskrá?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Hvað þarf stjórnarskrá að segja til að við getum treyst fámennum hópi fólks fyrir stjórnvaldinu: löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi? Til að komast nær svari spurðu hvort þú treystir öðrum en þínum stjórnmálaflokki (ef þú fylgir einhverjum) til að fara með stjórnvaldið án þess að fimm eftirfarandi grunnreglur séu festar í stjórnarskránni. 1. Valdheimildin skal vera skýrt afmörkuð svo ljóst sé hvort valdhafar fara um fram hana. Ættu stjórnvöld að hafa vald til að gefa nýtingarétt á náttúruauðlindum þjóðarinnar eða að leigja þær út til margra kynslóða? Hafa tveir menn vald til að lýsa yfir stríði í nafni Íslands? 2. Valdinu skal dreifa svo að spilling eigi erfiðara uppdráttar og sé auðveldari að uppræta. Ætti sami hópurinn að hafa löggjafar- og framkvæmdarvald, ásamt því að skipa dómsvaldið og stilla upp í stjórnsýslunni? Ætti þjóðin að hafa vald til að setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu? 3. Valdbeitingin skal vera gegnsæ svo því verði ekki leynt þegar valdhafar fara umfram valdheimildir sínar. Er leynd yfir aðgerðum stjórnvalda einhvern tíman mikilvægari fyrir þjóðina en gegnsæi til að fylgjast með misbeitingu stjórnvaldsins? Ef svo er þá mun spilling eiga sér þar skjól. 4. Valdumboðið skal vera afturkallanlegt svo stöðva megi sem fyrst þá sem misfara með valdheimildir sínar. Því skyldi þjóðin ekki hafa rétt á að afturkalla valdumboð sitt með þjóðaratkvæðagreiðslu þegar stjórnvöld misfara með valdið sem hún fól þeim? 5. Valdmisnotkun skal vera refsiverð svo valdhafar sjái síður hag sinn í að misfara með vald þjóðarinnar. Ef ákæruvaldið er skipað af framkvæmdarvaldinu er ólíklegt að það bíti húsbóndann. Því skyldi þjóðin ekki kjósa saksóknara sem gæti m.a. ákært fyrrverandi ráðherra og þingmenn fyrir misbeitingu valdsins?Hverjum skal treysta? Hverjum er treystandi til að semja og samþykkja stjórnarskrá sem best takmarkar og upprætir misbeitingu á valdi þjóðarinnar? Tillaga ríkisstjórnarinnar er að fámennt stjórnlagaþing (skipað fólki sem flest þarf fé og flokksvélar til að ná kosningu) ráðleggi stjórnvöldum hvernig reglur stjórnvöld skulu setja sjálfum sér. Tillaga Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns, í Silfri Egils 22. mars 2009, er að fjölmennt úrtak allra Íslendinga skipi stjórnlagaþing sem semur nýja stjórnarskrá og setur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég bið lesendur að festa sig ekki í flokkslínum. Spyrjið ykkur heldur hvoru stjórnlagaþinginu treystið þið betur til að setja öllum framtíðar stjórnvöldum traustari leikreglur. Ef þið treystið frekar löggefandi stjórnlagaþingi þjóðarinnar en ráðgefandi stjórnlagaþingi flokka og fjármagnseigenda, þrýstið þá á fólkið í flokkunum. Spyrjið spurninga. Ábyrgð grasrótar og áhrifafólks stjórnarflokkanna er hér mest.Stjórnarskrá til að byggja á Stjórnkerfið er einn hornsteina samfélagsins. Aðeins traust stjórnarskrá getur til lengri tíma takmarkað og upprætt spillingu stjórnkerfisins. Við getum ekki treyst á að gott fólk veljist í valdastöður. Ef við kjósum að byggja aftur upp samfélag með slæma stjórnarskrá er öruggt að spilling í stjórnkerfinu mun rífa það niður á ný. Til að byggja til framtíðar þurfum við fyrst að spyrja: "Hvað þarf ný stjórnarskrá að segja til að takmarka og uppræta misbeitingu stjórnvaldsins?" og "Hverjum er best treystandi til að semja og samþykkja slíka stjórnarskrá?"
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar